Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 23. desember 2007
Jólin 2007
Jæja kæru vinir..
Þá er komið að jólunum þetta árið... með vona og ljósi, hlíju og gleði.
Það vesta við þetta allt að samfélagið er svo brjálað með auglýsingum og uppspuna á því hvað eru jól að börnin eru orðin stór ringluð og verða í rauninni bara veik í stressi fullornafólksinns. Við mæðginin þurftum að fara uppá spítala í dag vegna sýkingingar sem virðist sem vera kominn í eyrað hans Ragnars enn og aftur... en þar voru u.m.þ.b. 15 börn ... öll mjög æst, grátandi og ringluð... sem biðu með foreldrum sínum efir lækni... og þar var augljóst að foreldrarnir höfðu ekki tíma fyrir þau eða veikindi þeirra... sjálf var hafði ég ekki orku í þetta en það hjálpaði ekki að á biðstöðunni sogaðist orkan frá manni því að fólk var ekkert að hugsa útí það að varðveita það jákvæða og gleðina...
En núna er snúðurinn sofnaður á stofugólfinu af spenningi og hver veit nema að hann verði kominn á fætur um 5 leitið því hann skilur þetta ekki... hann er svo spenntur að honum líður hreinlega illa... hann borðar lítið og getur eingann veginn setið kjur.. þessi elska...
Hér með þessum hugleiðingum eru myndir sem sýna stemninguna hér heima hjá okkur... þar vesta að geta ekki sett inn lyktina líka því að hún fylgir sem stór hluti af jólunum... kanil, negulnaglar og vanilla... ummmmmm... það er Möggu-lykt...
Hér hrannast inn gjafir og fara þær beint undir tréið og hjálpar það kannski ekki uppá spenninginn... en hér sjáið þið tréið okkar...það er um 2 metrar á hæð... svo fallegt...
Mér barst jólaglaðningur í pósti í dag... einkunarspjald fyrir þessa önn... og niðurstaða þess er þrjár 9, ein 10 og ein 8... þannig að meðaleinkunnin er slétt 9 þessa önnina...
Kæru vinir, vandamenn, bloggvinir og þeir sem líta við ....
Gleðileg jóla og megi Guð veita ykkur ljós yfir þessa heilögu daga...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 22. desember 2007
Munum að njóta ró og friðar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Jólafríið okkar...
Jæja þá er er komið jólafrí hjá okkur báðum...
Við byrjum það á því að mæta í fyrramálið á sjúkrahús til að gera enn eina tilraunina til að ná að laga þessa endalaustu eyrnabólgu sem Ragnar hefur verið með síðann í haust... Rör númer 2 á mánuði...
Reyndar er hann bara mjög sáttur við að fara því að hann þráir það heitast að geta farið í skólasund með hinum... hann hefur ekki komist í það nema kannski 2 skipti á þessari önn... Ömurlegt því að hann elskar sund... en ég hef líka fengið eyrnaverk sjálf og það er eitthvað sem ég myndi ekki vilja vera með í marga mánuði í senn...
Hann er líka hættur að heyra með eyranu en þeir segja að það sé nú ekki varanlegt ... Vonadi ekki... Stundum finnst honum nú bara gott að þurfa ekki að heyra tuðið í móður sinni.... ehehehe.. en hann er svo yndislega duglegur með þetta allt.
Hingað eru farnir að hrúgast upp stórir pakkar sem eiga að fara undir jóltréð... hann er búinn að fatta að það hjálpar jafnvel að hrista þá til að fá hint um innihaldið... hehehehe... snillingur... spenningurinn vex en nú er bara að klára hér heima og þá meiga jólin koma með friði sínum og ró...
Það þreytir mig mikið allar þessar auglýsingar og þessi geðveiki sem jólin eru þannig að ég vil helst slökkva á útvarpinu og sjónvarpinu til að fá frið til að upplifa friðinn og tilveruna með synunum og þeim sem mér þykir allra væns um...
Jæja.. núna ætla ég snemma í háttinn svo að við getum haldið áframmm...
Farið vel með ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. desember 2007
Við kveikjum 3. kertinu á...
Jæja.. þá er þessi helgi búin... og það hefur svosem hellingur gerst... og tókst okkur að klára helling...
Við kláruðum að föndra jólagjafirnar og auðvitað get ég ekki sett myndir af því hér inn... en svo fórum við í mikla framleiðslu á jólapappír... í metravís...
Hér sjáið þið það í framkvæmt... stofan var orðin undirlögð af pappírslengjum... þetta þótti mínum auðvitað skemmtilegt og mjög merkilegt að vita að svona væri hægt að gera jólapappír. Þessi framleiðsla kláraðist rétt um hádegi og þá var haldið til mömmu (ömmu) og þar fór næsta framleiðsla í gang...
... við bökuðum heilann haug af kleinum, skárum laufarbrauð og steiktum, gerðum chillí-paprikusultu og bökuðum himneska rúgbrauðið okkar... ( reyndar uppskrift frá Öngulstöðum) ...
Hér sért hluti af afrakstri dagsinns...
Þannig að ég anga af stekingafeiti og kryddi... en það er bara gott því að ég veit þá að þessum kafla í jólaundirbúningnum er lokið...
Jæja kæra fólk... ég vil byðja ykkur vel að lifa og Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14. desember 2007
Jólafrí...
Jæja þá er það komið... þetta blessaða jólafrí... sem verður í rauninni ekkert frí fyrr en eftir jólin, milli jóla og nýjárs...
Í gær fimmtudag hélt ég fýrirlestur um ritgerðina mína... Sögu Myndlistaskólans á Akureyri... Mér tókst að tala alla tímann án þess að líta í ritgerðina og mér skilst að þetta hafi verið flott hjá mér... ég er líka mjög sátt við frammistöðu mína... Í dag var 3 tíma "sköpunar-próf" það er alltaf jafn gaman... að fá takmarkaðann miðil og skapa verk úr því... Við fengum semsagt 1 A4 til að búa til þrývíddarverk úr... svo áttum við að teikna það inní umhverfið sitt.. eða eins og uppsetningin átti að vera... og skrifa svo um hugmyndina... Talandi um skólann... þá hefur ein einkun bæst við.. og hún var 9 fyrir verkið sem ég sýndi hér og var í skriftaráfanganum... Þannig að ég er hæðst ánægð með það sem komið er. Restina af einkunum koma núna fyrir jól eða á milli jóla og nýjárs... þá er það hugmynda-prófið, ritgerðin + fyrirlestur og svo 3 vikna hugmyndaáfangi hjá Hlyni Halls... Satt best að segja þá hef ég EINGAR áhyggjur af þessu... en það vottar fyrir smá hvíða varðandi framhaldið eftir skóla...
... Maður er í svo vernduðu umhverfi í skólanum og þarf svo að fara út á þennan harða markað og standa einn og óstuddur... hehehee... já... þetta er verkefni fyrir mig og sála... enda hefur þetta verið rætt og verður farið meira í það seinna...
Það skal viðurkennast að þegar ég kom heim í dag þá leiddist mér reiðina ósköp... og var eirðarlaus því að ég er kominn í frí... en svo finnur maður sér eitthvað að gera... eins og alltaf... en það sem er frammundan á morgun er jólagjafir (föndur) hjá okkur mæðginunum og svo ætlum við að stimpla jólapappír í metravís... Þetta verður mjög gaman... ég finn það hjá sjálfri mér núna að það dýrmætasta er samveran við barnið mitt. það er það sem kemur mér í jólaskap þegar við mæðginin leggjum undir okkur eldhúsboðið með allt sem við eigum af föndurdóti og leikum okkur saman... Þótt að við sækjumst ekki eftir að bjóða neinum með í þetta fékk ég smá einmannasting í dag og hugsaði mér hvað mig langaði að hafa mér við hlið góðann mann sem gæti notið lífsinns með okkur... einmannleikinn er ekkert hættulegur, bara góð áminning á að ég ætla ekki að vera ein alla ævi...svo er það fyrir Guð einn að vita hvenær ég finn hann...
En núna sit ég hér og er að klára myndir sem geta farið í jólapakka og kort... þannig að ég er að verða klár með allt... enda peningarnir búnir svo að núna verðum við að lifa af jólaboðskapinum einum saman... með gleði í hjarta yfir því að eiga hvert annað og fallegt heimili... Þá þurfum við ekki að hlaupa efit þessu stressi sem er á þessum tímum í samfélaginu... getum bara notið þess að vera til...
Jæja kæra fólk... ekki fjúka ... verum heima undir teppi með kakó og njótum hlíjunar og ljósinns...
Guð geymi ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 9. desember 2007
Nú meiga jólin koma...
Já núna mega jólin koma mínvegna... þótt það sé soldið snemmt.
En dagurinn í dag var notaur í jólahrengerningu... uuummmm hér er allt orðið spikk end spa...
Ég sit hér nýkomin úr baði með kertin kveikt í mínu tandurhreina heimili svo sátt og glöð. Ragnar var svo duglegur að hjálpa mömmu sinni í dag, og í leiðinn tók hann að sér að þrífa klósettið og fannst það rosalega merkilegt verk sem það er jú... og frábært að kenna 6ára barni að þrífa klósett... þá kann hann það þegar hann fer að heimann... Ástæðan fyrir þessu brjálaði mínu núna er sú að ég er að fara í bak-sprautur á morgun og á ég að vera róleg í nokkra daga eftir það... og ég þekki sjálfann mig það vel að ef allt hafði verið á rúg og stúfi hér þá hefði ég ekki geta verið "róleg" hér heima í nokkra daga... ég kann ekki að slaka á... mér finnst ég verði að vera á fullu nema þegar ég sef.
Það eina sem ég þarf að gera næstu 3 daga er að klára að setja upp fyrirlesturinn minn sem ég á að flytja á fimmtudaginn næsta ... þetta er fyrirlestur um ritgerðina mína sem ég skrifaði í haust. þannig að ég er að komast í jólafrí... held ég... en ég er svosem þekkt fyrir að finna mér alltaf nóg að gera...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. desember 2007
Laugardaguinn okkar...
Jæja.. þá eru jólin að komast í hjörtu okkar hér á þessu heimili...Við mæðginin og mamma ákváðum og fara útúr bænum í dag og njóta útiveru, samveru og alls þess fallega sem við þekkjum svo vel. Þannig að við vöknuðum snemma og fórum 3 saman uppí Mývatnsveit ... Fyrst fórum við í Dimmuborgir að leita að jólasveinunum... og viti menn þeir eru þar... og taka svona líka vel á móti manni þegar maður laddar þessa fallegu gönguleið inní borgirnar...
Það er yndislegt að losna við allan bílaniðinn, skvaldrið og jólalögin þótt ég hafi ekkert á móti þeim einum og sér en í þessari blöndu við aulýsingarnar sem tröllríða öllu þessa dagana. Eftir heimsóknina í Dimmuborgir fórum við niður í þorp þar sem við óvart lenntum í laufabrauði með kvennfélagskonum þar... þar lærði ég marga nýja og fallega laufabrauðsskurði... roslega sem þessar gömlu konur eru færar... mynstrin.. geggjuð ég er hissa að nokkur tími að borða það. Ragnar skemmti sér konunglega í þessu öllu því að á hverjum stað var líka hægt að fá heitt kakó sem bræðir hjarta 6 ára drengs. Okkur þótti þetta yndislegur dagur og nutum þess svo að koma heim í hlíjuna og leggjast undir teppi.
Mig langar ekki að taka þátt í þessu brjálæði sem jólin eru orðinn fyrir marga. Kaupa kaupa, eiga eiga, meira meira... ég nýt þess meira að njóta stunda með mínu yndilega syni og frábæru móður. Við föndrum, förum út og njótum náttúrunnar, við bökum og kveikjum á kertum, syngju og tölum um það sem skiptir máli... Yndisleg jólastemning.
Að öðru... þá fékk ég 10 í einkunn fyrir trillogíuna mína... myndirnar 3 sem ég setti inn hér um daginn... svart, græna og hvítu myndirnar. Ég er mjög sátt við þetta og í fyrasta sinn í langann tíma get ég tekið þessum heiðri inn í hjarta mitt og notið þetta að hafa staðið mig vel.
Jæja kæra fólk... njótið nú samveru með ykkar nánustu...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 2. desember 2007
Ég viðurkenni það...
... að það er orðið alltof langt síðann ég bloggaði síðast og ég skammast mín eigilega fyrir það. En eins og ég sgði ykkur síðast þá vantaði mig svona 24tíma í sólahringinn þannig að eitt af því sem ég skar niður var tíminn sem ég eiði fyrir framan tölvuna. En það skal líka viðurkennast að ég sakna þess tíma líka. Núna sit ég hér og klukkan er að ganga 2 um miðja nótt ... barnið er í hlírri holu hjá ömmu sinni og ég var að koma heim úr vinnunni minni sem gefur mér svo mikið meira en mat á borðið... þessu fólki sem ég vinn fyrir ætti að vera borgað fyrir að hafa mig þarna ... það er svo gott að geta hlegið svona og verið maður sjálfur... ég vildi óska að öllum liði svona vel í vinnunni sinni eins og mér og satt best að segja finnst mér leitt að geta ekki verið þarna meira en ég er heilsunnar vegna... Það er augljóst að jólin nálgast meira að segja ég finn fyrir því... Ég hvíði vanalega fyrir þessum tíma, því að gamli vaninn segir mér að ég verði fyrir vonbrygðum en litla barnið í hjartanu tístir af tilhlökkun og gleði... en núna ætla ég að taka þetta á sálfræðinni (hugrænniathyglismeðferð, það sem sálinn minn notar) í fyrsta sinn sem ég man eftir mér þá ætla ég að halda mín jól hér með barninu mínu og ég bíð þeim að vera með sem ég vil... Ég ætla að búa til mín jól... og ég hlakka til þess, með Ragnar ... okkar hefðir og okkar gleði, þá er ekki pláss fyrir vonbrygði eða sorgir.
Þessi önn í skólanum fer að renna sitt skeið, ein vika eftir í kennslu og svo er það fyrirlestrahelgin en þá verð ég þvímiður eitthvað frá því ég er víst að fara í sprautur í bakið 10.des... það verður gott því að þetta er að verða verulega slæmt aftur... Ég fékk smá hvíld frá veruleikanum í síðustu viku því að Ragnar fékk flensuna sem er búinn að vera í gangi svo við mæginin voru hér heima í 3 daga og nutum þess að kúra og lesa, þrífa smá og föndra jólagjafir, þótt að það sé ekkert gaman að vera veikur var þetta mjög góð stund fyir okkur mæðginin og nutum við samverunar mjög. Meira að segja kom mamma hér aðeins og sat hjá honum á meðann ég fór í búð og minn saknaði mömmu sinnar svo að hann þurfti að hringja þegar ég vera bara búinn að vera í burtu í hálf tíma ... mamma er langt í þig.?? Þetta bræddi mig alveg... hann er svo góðru strákur og er að standa sig svo vel í skólanum ... ég er svo rík, og myndi ég ALLDREY vilja sikpta þessu út fyrir allan þann veraldlega auð sem til er...
Jæja... það er kannski kominn tími á að ég fari í háttinn ... ég get reyndar sofið út á morgun... Ragnar er hjá mömmu og verður þar á morgun því þau eru að fara í leikhús og eitthvað að jólast...
Já eitt... VELKOMIN HEIM KRÚMMA... mikið hlakka ég til að sjá þig..
jæja... Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Lífið í dag og undanfarið...
Sælt veri fólkið...
Já ég hef ekki gefið mér tíma í að blogga mikið síðustu daga því að í síðustu viku voru skil í tvem áfönfum hjá mér í skólanum. Einnig er dagskráin mín þennan vetur mjög þétt skipuð og verður að segjast að ég er að gera svona einum of mikið en þetta hefst. Ég byrjaði minn kennara feril í síðustu viku... það var rosalega gaman og er ég viss um að ég eigi eftir að læra jafn mikið af þeim og þeim af mér...
Það var mér ervitt að halda haus í öllu sem ég var búinn að taka mér fyrir hendur í síðustu viku þannig að ég lagði sjálfann mig á hilluna og mætti ekki í rækina og ég finn það núna að það var ekki vel valið hjá mér. En ég tók þessa ákvörðun núna því að mér fannst að kennara mínum findist ég ekki vera að gera allt sem ég gæti... en ég finn það núna að ég er á ýmsann hátt að ofgera mér enn eina ferðina... Þannig að ég greyp í taumanum og svaf í 13 tíma í nótt og stefni að því að gera það líka í nótt.
Það er ervitt að fara í ræktina og sjúkraþjálfun á hverjum morgni, vera í fullum skóla, kenna, í fullri vinnu með sjálfann mig hjá sálfræðing og öðru fagfólki og móðir og húsmóðir í fullu starfi...einnig er að detta inn kokkastarfið... þannig að það verður að gott að komast í jólafrí..
En nóg um það ég ætla að sýna ykkur hér það sem ég var að skila af mér núna fyrir helgi.
Þetta er sjálfsmyndin mín (með minni miðju og mínum dökku og ljósu hliðum) sem ég skilaði af mér í Photoshop áfanganum
Þetta er svo lágmyndir sem ég skilaði í skriftaráfanganum.
Jæja... ég ætla að fara að safna orku svo ég geti mætt hress og kát hjá honum Hlyni á mánudaginn...
Guð geymi ykkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Við erum ekki smitandi né óviðræðuhæf.
Mig langar að stetja hér inn smá pistil um það sem mér er ofarlega í huga þessa dagana. Það sem er mikið í umræðunni í kringum mig þessa dagana eru geðræn vandamál sem eru greinilega mikið í samfélginu núna. Sjálf hef ég verið opinskáð fyrir mínum geðrænu vandamálum sem margir hér inni þekkja en kannski ekki allir. Ég var að reikna það út að ég er búinn að berjast við þunglyndi og vanda þess í hátt í 10 ár og er fyrst núna að ná árangri í minni ferð en hefur sú ferði kostað mig mikinn tíma frá lífinu, mikið brot á sjálfri mér andlega, líkamlega, kynferislega og samfélagslega, svo síðast hefur þetta kostað mig mikinn pening. Síðasta ár hef ég náð þeim bata að líta á mína ferð sem lærdóm sem gæti hjálpað öðrum og síðustu vikurnar hef ég verið að því og hef ég gefið tvem einstaklingum lífið aftur bara fyrir að geta litið til baka og brugðist við vegna lífsreynslu minnar. Mér líður líka að það sé mér mikill lærdómur að geta og vilja hjálpa öðrum í sínum vanda auðvita hugsaði ég á tímabili bara að það hefði verið einhver svona til að hjálpa mér á sínum tíma þá hefði ég ekki þurft að eyða öllum þessum árum í þetta en það virkar ekki þannig ég væri ekki sú manneskja í dag sem ég er ef ég hefði ekki farið löngu leiðina að batanum. Mér er það svo mikill heiður að geta veitt öðrum hjálp og í rauninn finnst mér bera viss skilda að bæði hjálpa og opna þessa umræðu í samfélaginu. Eitt það erviðasta sem við göngum í gegnum er það tabú og sú fyrirlitning og fáfræði sem ríkir í samfélaginu um geðræna sjúkdóma. Fólk heldur að það smitist, það heldur að við getum ekki það sama og aðrir, það tala örðuvísi við mann, það horfir öðruvísi á mann og það á jafnvel til að vera með fordóma og tala EKKERT við mann. Þetta verður að breitast því að mér er að verða það ljósar og ljósar á þessu ári að þetta viriðst vera stærri vandi en ég áttaði mig á. Mér finnst þetta líka vera soldið tengt konum á mínum aldri og í samtölum mínum við vini mína virðist sem mín kynslóð sé í verri málum en mæður okkar t.d. Ekki það að ég viti neitt um það en þetta er mín tilfing. Mín kynslóð er alinn upp á skrítnum tímum, okkur er gert allt kleipt en líka eigum við að vera fullkomanar, líkamlega, andlega, móðurlega, námslega, heimilislega og í öllu við eigum að vera WONDER WOMEN í alla staði þetta er bara álag sem ekki allir geta þola, hvað þá ef maður hefur orðið fyrir áföllum í æsku og á leið sinni til manns.
Ég vil bara að fólk viti að ég er ekki smitandi, ég get allt sem ég vil, ég er í raun meðvitaðri manneskja en margir um mig og lífið því að til að lifa elilegu lífi með geðsjúkdóm þarf maður að kunna inná sjálfann sig og viðbrögð manns og hvernig tilveran er, maður þarf að vera mannþekkjari og standa með sjáfum sér. Ég óska þess að umræðan í samfélaginu opnist og að okkur sé gert kleift að lifa eðlilegu lífa án fordóma. Ég og vinkona mín sem núna þessa stundina er á geðdeild vorum að tala um að stofna samtök til að opna umræðuna og hjálpa öðrum. Hver veit nema að það verði
Jæja þá er égg búinn að pústa til umheimsinns og ég vona að ég hefi fengið þótt það sé ekki nema eins manneskju til að hugsa þá er takmarkinu náð.
Guð geymi ykkur öll.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)