Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
svona búum við...
Halló hæ hó...
Svona til að reyna að horfa jákvæðu hliðarnar þá tók ég tvær myndir til að sýna ykkur frá því hvar við búum núna...
Hér er heimarvista herbergið okkar... eða þar sem við búum núna.
Þetta er nú ekki mikið, ekki sér baðherbergi, vondar rúmmdýnur, einginn matur handa aðstandendum en yndislegt starfsfólk, það bætir nú upp helling... það er ekkert við það að sakast að manni líði ekki vel að vera endalaust hér alls ekki. Það eru meiri aðstæðurnar og einangrunin sem veldur því að maður tekur nettar dýfur í sálartetrinu og er ég búinn að berjsat við eina þannig síðann ég kom heim í gær.
Það hlaut nú að koma að því að ég sildi begja af í þessu ferli... ég er líka þannig að ég leyfi mér að finna það sem kemur þegar það kemur... þannig að ég er buinn að ver með bólgin augu og rauðeygð í allan dag og hefur ekkert mátt segja við mig sem hljómar eins og samúð þá byrja ég að gráta. Það eru allir hér á sjúkrahúsinu að vilja gerðir að hjálpa manni en það sem mér þykir
erviðast er að saga okkar Ragnars er svo miklu lengri og flóknari en bara þetta sem er í gangi í dag, og ég er ekki til í það að tala við hvern sem er um allt sem er búið að ganga á. Í dag kom félagsráðgjafi sem ætlaði að hjálpa mér við að sækja um ummönnunarbætur með Ragnari. Hún var greinilega glöggur starfsmaður þannig að henni tókst að na fram tárum hjá mér enda meir og það spannst umm smá umræða og vill hún reyna að koma því að ég farai vikulega til sálfræðingsinns míns og helst að eg komist í ræktina líka því að ég er svona við það að missa stjórn á sjálfri mér aftur ... en vonandi stendur það ekki lengi eins og undanfarið.
Hér til hliðar sjáið þið Ragnar með lyfjabrunnninn sinn brosandi eins og vanalega... reyndar kom úr kafinu að það mistókst að koma brunninum almenniega fyrir í gær þannig að hann þarf að fara aftur á morgun í svoleiðis svæfingu og allt aftur ... það er óskandi að hann verði ekki eins brjálaður eftir það eins og í gær... ég er ekki viss um að ég þoli það svona strax aftur.
Hér sjáið þið gullið fá lyfjagjöfina sína eins og kongur í hásæti... kveinkar sér ekki né kvartar á neinn hátt. Hann hringir bjöllunni eins og hann sé á hóteli og hjúkkurnar hlaup hér framm og til baka fyrir hann með bros á vör.
Jæja núna er ég búinn að væla nóg í bili... :o) þanngi að læt þetta duga núna...
Bless í bili...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Home sweet home... í eina nótt...
Ég varð klökk þegar ég labbaði inn um útidyrnar mínar áðann... þreytt og uppgefinn eftir langann erviðann og gefandi dag. Það er mér mjög ervitt að geta ekki verið "heima" núna þegar maður er í svona erviðleikum með barnið sitt... Núna hef ég ekki sofið heima hjá mér síðann á miðvikudaginn... í nærri vikur og það svíður sárt. Mig langar ekki að eiða tímanum mínum hér heim með því að sofa... mig langar bara að vera heima.... þetta er svakalega skrítin tilfingin, og mjög ervið... Ég gekk inní herbergið hans Ragnars og talaði við það eins og hann væri heima... úfff.... nú tárast ég... það er ekkert heim nema að hann sé hér líka.
Í dag horfði ég uppá barnið mitt gráta og öskra eins og alldrey fyrr... ég hef ALDREY séð hann svona. Hann vaknaði illa uppúr svæfingu eftir að það var verið að setja í hann lyfjatrekt... eða hvað sem það heitir... þá er opnað við viðbeinið og veidd upp æð þar sem er settur langvarandi æðaleggur ... hann barðist um eins og ég veit ekki hvað og á tímabili þurftum við að verða 3 á honum því að hann er jú nautsterkur barnið þrátt fyrir veikindin. Svo ældi hann öllu og var mjög aumur í allan dag... Eftir þetta rauk ég af stað niður í skóla því nú er bara að bretta upp ermar og fara af stað í Lokaverkefnið... þegar þeim fundi lauk þá fór ég í nýju vinnuna mína...(maður verður víst að lifa á einhverju þrátt fyrir allt)... ég er að kenna kvöldnámskeið á tölvur... og var að koma heim frá því núna... Það er svo gaman að kenna finnst mér og þetta er allt fullorðið fólk og veit hvað það vill... mjög gefandi.
Þannig að hér sit ég heima... vil ekki fara að sofa... dauð þreytt og meir... langar að fara uppá sjúkrahús og knúsa það fallegasta sem er til í heiminum hann son minn... en veit að ég verð líka að hugsa um mig þess á milli til að ég fari ekki alveg yfirum...
JÆJA ...sofa er það ekki næst á dagskrá... ég held það...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Halló frá sjúkrahúsi...
Hæhæ... allir saman...
Ég er komin með tölvu og nettengingu hér uppá sjúkrahúsi... þannig að ég er tengd við umheiminn ... ekkert smá ánægð. Ragnar er ágætur í dag, orðinn soldið pirraður í skinninu ... lyfin farin að hafa einhver árif... Víð förum ekki í aðgerðina fyrr en í byrjun næstu viku þannig að við verður bara á hótel barnadeild þangað til og svo í nokkrar vikur eftir það.
Fyrir þá sem eiga það til að senda mér e-mail ... þið þurfið að nota annað mail en vanalega ...
margret.lindquist@gmail.com
Núna er það bara að drífa sig áfram með að starta lokaverkefninu sem er bara flott...
jæja ég ætla ekki að blaðra um ekkert hér þannig að ég hætti í bili...
Guð geymi ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 23. febrúar 2008
í öðru sæti...
hæhæ...
Já leindóið var að ég var tilnefnd til Nemendaverðlauna FÍT... Þetta er svo eins og Óskarinn... hehehhee... dómnefnd tilnefnir aðila til verðlauna og svo eru veitt ein aðalverðlaun... Þvímiður náði ég þeim ekki en það er sko í góðu lagi tilnefningin sjálf er þvílíkur heiður... Sjálf veit ég um allavega 10 sem senndu inn í þennan flokk og við vorum einungis 2 tilnefnd til verðlauna.. og ég held að það sé öruggt að það hafi mun fleiri nemendur sennt inn. Sá sem vann er íslenskur nemandi í Belgískum Listaháskóla... þannig að það má segja að ég er besti nemandinn í íslensku skólunum hehhehehee... smá grobb... en ég er mjög sátt við mína frammistöðu.
Verkið sem ég fékk viðurkenninguna fyrir verður sennt áfram í Evrópu keppnina sem er haldi í sumar og verkið og allt um mig kemur í stórri Evrópskri hönnunarbók (Bestu hönnuðir Evrópu 2008) ... þannig að ég er kominn með vissan stökkpall útí lífið sem grafískur hönnuður.
Hér er verkið sem ég fékk viðurkenninguna fyrir...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 22. febrúar 2008
fyrsta nóttin og hint um leindóið...
Jæja... þá er fyrsta nóttin af ég veit ekki hvað mörgum á sygehusinu búinn og var hún nokkuð góð fyrir utan það að þurfa að láta skipta um æðarlegg um miðja nótt.. en við höfum það af eins og allt annað...
Ragnar er strax orðinn hitalaus og farinn að finna minna til í haunum þannig að það er pús í líðann hans...
smá hint um leindóið ... svona svo þið skiljið útafhverju ég er að KAFNA úr spenningi...
Ég fékk símhringingu og beðin um að koma suður og vera viðstödd á þessu... hér...
segi nánar frá því í kvöld... Guð geymi ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Framhaldið...
Jæja þá er komin áætlun um framhaldið í því að "láta sér batna"
Við hófum lyfjagjöf í dag og það kemur uppúr kafinu að hann þarf að fá lyf á 6 tíma fresti... í minnst 6 vikur... það þýðir að við þurfum að vera nær allan tíma á sjúkrahúsinu. Við getur farið heim á milli gjafa á daginn. Það er líka á planinu að fara suður í næstu viku í uppskurðinn stóra.
Þannig að ég sé ekki frammá að ná að blogga mikið.... hvað þá vera heima hjá mér... en við ætlum að láta okkur batna...
Jæja en ég skal nú samt láta ykkur vita varðandi leindóið á morgun... og Guðrún, maður þarf alltaf að fara úr feldinum þegar maður er búinn að vera ein eins lengi og ég hef verið... en ég er ekki að fara að sýna mig neitt sérstaklega í þessari ferð. Þessi ferð verður aðalega góður stökkpallur fyrir framtíð mína í hönnun...
Reyndar er nú þegar fatið að berast símtöl þar sem mér er boðið störf í framtíðinni... þannig að núna er bara verið að huga að framtíðinni... sem er bara flott mál.
Jæja kæra fólk... takk fyrir stuðninginn undanfarið og megi Guð geyma ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Til hamningju ....
Hún Sigga Rósa vinkona mín var að eignast frumburann sinn... Stúlku 15 merkur og 52 cm.... og þeim heilsast öllum vel.... ( hehehehe... kannsi tengdadóttir mín sé kominn í heiminn...hehehe neinei segi bara svon, nett grín hjá okkur vinkonunum)
Elsku Sigga og Einar til hamingju með stúlkuna og megi gæfan fyljga ykkur alla ævi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Upplýsingar að utann...
Jæja... þá eru niðurstöður úr næmnisprófinu að utann komið... mér til mikillar undrunar því ég var búinn að búa mig undir að bíða í viku til tíu daga í viðbót.... EN AUÐVITAÐ FRÁBÆRT og hefst lyfjameðferð í fyrramálið ... og kemur hún til með að taka mánuð með einu lyfi í æð 3 á dag... þetta er allavega þar sem á að byrja... Við förum suður í aðgerðina í næstu viku þannig að núna framm að páskum verðum við uppá sjúkrahúsi. Okkur hlakkar bara til að fara að takast á við það að láta okkur batna...
Ég er að klára síðasta kennsluáfangann minn í skólanum á morgun ... svo er það bara LOKAVERKEFNIÐ... Reyndar er eitt mjög spennandi að gerast hjá mér á föstudaginn... en þið fáið ekkert að vita um það fyrr en í fyrsta lagið þá um kvöldið... usss... ég má ekkert segja... Segjum það þannig að það krefst ferðalags, handsnyrtingu, nýja klippingu og fínni föt.... hehehheee.... nú segi ég ekki meira...
Jæja... núna ætla ég að REYNA að róa mig niður og leggja mig...
KNÚS í bloggheim...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 18. febrúar 2008
Biðin verður lengri...
Sælt veri fólkið...
Já ... biðin eftir svörum verður lengri og núna segja þeir að þetta verði komið FYRIR 28.feb....
Já... ég veit... ég þurfti líka að endurtaka það...
En ég get víst ekki annað en treyst læknunum... eða... hvað á maður annað að gera??
Ragnar er aðeins skárri í dag en í gær... við fórum í allskonar tékk á sjúkrahúsinu í dag... það er varið að leita eftir því hvort honum hafi tekist að ná sér í flensu, influensu eða eitthvað ofaní allt anna... ofnæmiskerfið er jú upptekið að vinna á berklaveirunni... þannig að hann er ónæmari fyrir öðru áreiti...
Það var líka útskýrt fyrir mér útafhverju þeir byrja ekki með almenn berklalyf... því að hún er svo fljót að vinna sér upp óþol gegn lyfjum þannig að er lyfin eru ekki rétt þá er þetta mun erviðar að ná því niður.
Þannig að við erum bara enn að læra þolinmæði...hummmm...
ég hef svosem ekkert meira um málið að segja að þessu sinni... Er að verða NeTTT þreytt á BIÐINI...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 17. febrúar 2008
hiti og súkkulaði...
Jæja það kom að því að sonurinn skildi "veikjast" ef má orða það þannig... í hádeginu var hann kominn með 39 stiga hita...og bað einn læknirinn mig uppá sjúkrahúsi að láta vita og koma með hann þangað ef hann færi yfir 38,5 þannig að við fórum á sjúkrahúsið í dag og vorum innskrifuð það. Ragnar er með dúndrandi hausverk og beinverki og mjög slappur. Það var tekin blóðprufa hjá honum og kom þá í ljós að hvítublóðkornin hafa ekki verið lægri en núna...Reyndar fengum við að fara heim og sofa þar í nótt og svo verður samráðsfundur allra læknanna í fyrramálið og má ég fara með hann uppeftir ef hann breitist eitthvað meira. Þannig að líkami hans er farinn að gefa eftir greinilega þannig að núna byð ég um það að niðurstöðurnar að utann komi á morgun svo að það sé virkilega hægt að fara að gera eitthvað því núna er þetta farið að taka of mikinn toll af honum. Hetja mín... mikið sem hann er nú samt góður...
Þannig að við fórum hér heim og buðum mömmu og Hallgrími í súkkulaði veislu og nutu allir samverunnar og svo spiluðum við soldið til að dreyfa huga allra...
Jæja ég ætla að skríða uppí "mömmuholu" til hans og horfa með honum á Transformers...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)