Færsluflokkur: Bloggar

þörf fyrir breitingu...

Góðann daginn kæra fólk...

Núna er ég búinn að slaka á í nokkra daga... láta sprauta í bakið á mér ... er að berjast við kvef og hálsbólgu (kannski er þetta vottur af ofnæmi líka...)  Ég er komin af stað í frílansbissnes fyrir nokkur fyrirtæki hér í bæ og bætista aðeins við núna á næstunni... annas finn ég fyrir mikill þörf núna að gera eitthvað fyrir sjálfann mig og er hluti af því að mig langar mikið núna að láta klippa mig stutt... ég ætlaði alldrey að vera með sítt hár aftur en útaf skólagöngu og erviðleikum í fjárhag hafði ég ekki efni á því að fara í klippingu... en núna held ég að ég láti verða að því að klippa mig stutt... síðustu mánuðir hafa líka gert það að verkum að ég er í endalausu hárlosi og er farið að sjá á finnast mér ... ég er nú þekkt fyrir að vera með þykkt og mikið hár... en það er bara helmingur núna... einnig er það staðreind að þegar mér tekst að fitna eins og hefur gerst síðustu mánuði þá fer mér miklu betur að vera með stutt... Lína vinkona er búinn að tilkynna það að hún ætli ekki að tala við mig aftur fyrr en ég er kominn með sítt aftur... en það verður þá að hafa það...en hún hefur ekki þekkt migg öðruvísi en með milli sítt eða sítt hár... en þeir sem hafa séð mig með stutt eru alveg sammála mér... æææiii  ég er að reyna að sannfæra sjálfian mig um að ég meigi þetta.... ég má gera eitthvað fyrir mig sem mig langar... er það ekki???

Staðan á Ragnari datt 2 skref til baka um daginn... við vorum orðin mjög bjartsín á að eyrað og sárin fyrir aftirn væru að þorna en svo rifnaði þetta allt upp aftur í síðusutu viku og það fór að vell útúr eyranu allskonar drulla. þetta getur leitt til þess að hann þurfi í aðra svona stóra aðgerð eins og um páskana... Hann er að fá auka lyf því að það kom uppúr kafinu að ónæmiskerfið hans er ekki eins hraust og venjulega og virðist það vera meðfætt þannig að það ver verið að reyna að bæta það í gær í lyfjagjöf sem tók 8 tíma. Svo er heimahjúkkan okkar að fara í sumarfí og það þíðir bara eitt að við veðrum alveg föst á spítalanum í sumar... því að eins og staðan er í dag þá verður staðan ekki endurskoðuð fyrr en í byrjun ágúst aftur... Þannig að nú er bara að sætta sig við að vera svona frelsis sviftur... díla við banka og fjármálastofnari um fristingar og bíta á jaxlinn yfir því að vera ein í þessu... ( fyrir utan aðstoð mömmu og Hallgrímas). Drengurinn er  nátturulega að orðinn mjög ósáttur við sinn hlut og tekur það meira á alla í kring... Mér er lífsinns ómögulegr að skilja hversvegna sjúklingar eins og hann geta bara verði settir á hóld í lífinu t.d. núna á meðann heimahjúkkan fer í frí... kerfið bíður ekki uppá annað... og hvað þá að aðrir ættingjar geti bara hunsað það að hér sé viðkvæmur, veikur einstaklingur sem þarf á öllum þeim stuðningi sem fjölskylda getur gefið honum... Barnið er búið að vara svift sínum rétti á því að eiga fleiri að en mig og ömmu sína hér... hvernig er þetta hægt... Fyrir utan það að hann hefur ekki komist í skólnn síðann í janúar og hitt önnur börn og leikið sér eðlilega... Þvílík frelsissvifting... og ég skal alveg viðurkenna að ég er farinn að hafa áhyggjur af því að hann sé að einangrast mjög mikið og þá er ervitt að snúa til bara... það er núna sem barnið þarf á fólkinu sína að halda en ekki seinna... Það kom svo berlega í ljós um helgina þegar litlu frænkur mína komu í heimsókn hvað barnið þráir samskipti við fjölskyldu sína en því miður breiti ég ekki hugsun annara og mér er sama um mínar tilfingar og líðann en barnið á þetta ekki skilið ég geri allt sem í mínu valdi stendur... 

Mér finnst kominn tími á breitingar og ef þær verða ekki núna á næstunnni tek ég drastískar ákvarðanir sjálf... Meira um það seinna...

Kær kveðja og von um að heimurinn vakni og sjái ljósið  

 


8 dagaveisluhöldum lokið...

Jæja kæra fólk...

Nú er 8 daga veisluhöldum lokið .... hún hófst um síðustu helgi með sýningunni... útskrift á miðvikudaginn og svo veislu hjá mér í gær... Hér var semsagt standandi veisla frá 4 í gær og framm á rauða nótt... Mér finnst svo gaman að því hvað ég þekki mikið af mismunandi fólki og hvað er skemmtilegt þegar það kemur saman... því þetta eru flest allt einstaklingar með mjög ákveðnar og miklar skoðanir á öllu í lífinu... Hér minduðuðust miklar og stundum harðar samræður um allt frá frá stjórmálum, Tamiltígrar og þeirra harðræði og uppí hjáveituaðgerðir svo eitthvað sé nefnt... og einginn með sömu skoðun... hehehhee... enda var þetta bara gaman... Fólks fjöldinn semvar líklega um 40 manns dreifðist vel yfir daginn þannig að grillið kólnaði ekki frá 4 til 12 um köldið enda nóg til af mat handa öllum. Um miðnætti komu skólafélagar mínir hingað og sátum við framm á rauða nótt og spjölluðum um hönnun, listir og tónlist... svo tóku þeir lagið sem var yndislegt... einn trimblaði á borðið einn gerði bít, annar raulaði lagið og annar söng... þetta var hrillilega notaleg stund. Svo þegar mér var búið að takast að hella þá fulla fóru þeir um 2 leitið í bæinn og ég í háttinn... mað sælu bros efti vel heppnaðan dag... 

Núna liggur bara fyrir að fara í baksprautur á morgun og sinna syninum.. einnig er ég komin með nokkur frílans verkefni sem grafískur hönnuður... svo er sumarið ...

Jæja ... ég ætla að kveikja upp í grillinu núna því að mamma og Hallgrímur eru að koma í leifar.... hehehe...

Guð geymi ykkur öll... 


flottasti strákur í heimi... og ég á hann...

Hér er mynd sem Helgi Vilberg skólastjóri tók af Ragnari á sýninguninni um helgina... Ragnar ver ekkert smá stoltur af mömmu sinni ... eins og mamma er af honum...

 

ragnar á sýningu

Læknarnir eru núna að ráða ráðum sínum og verður líklega farið í annan stórann uppskurð þar sem á að hreinsa út aftur. Svo kom uppúr kafinu eftir blóðrannsókn núna að hann er með skaddað ónæmiskerfi sem er talið að hafi verið meðfætt og á að gefa honum í næstu viku einhverja sérstakt blóðprótein (skildist mér) sem gæti hjálpa þessu öllu en ef ekki þá skaðar það ekki heldur.  Nýjustu spár eru þær að allt sumarið fari í það að vara á sjúkrahúsi... allavega eru læknarnir ekki bjartsýnir á að þetta verði búið fyrr en í  fyrstalagi í byrjun ágúst....

Jæja nóg í bili... 


Tilfinning sem ég þarf að greina betur...

Já kæra fólk ... Núna má ég víst titla mig Grafískann hönnuð... Ég var að koma af útskirft sem gekk vel eins og búast mátti við...Ég fékk viðurkenningu fyrir það að vera með hæðstu meðaleinkunn í minni deild... 8,9 fyrir öll 3 árin... maður getur nú varla annað en verið ánægður með það... Samt ber ég mjög blendnar tilfinnigar núna... ég er ánægð, döpur, sátt, hamingjusöm, eirðrlaus, hugsi, söknuður, hvíði, þögul og helling annað sem blandast í eina móðu hjá mér... ég er búinn að vera pollróleg síðuastu daga og núna sit ég hér og er í einhverju rólindis tómi...Þetta er einhver tilfinning sem ég á eftir að skilgreina betur... kannski er þetta mín leið til að fá spennufall núna... ég veit ekki...  Ég veit að ég get spjarað mig mjög vel á vinnumarkaði í þessari atvinnugrein ég hef eingar áhyggjur af því ... þetta er líka eflaust blanda af óvissuni varðandi Ragnar og bara því að gefa sér tíma til að setjast niður og vera til staðar í núinu... síðustu vikur hafa verið mjög pakkaðar og einginn tími til að staldra við.

Já... ég er eigilega orðlaus og veit ekki hvað ég á að skrifa meira hér... annað en Guð blessi ykkur allir mínu kæru lesendur... ég ætla að dunda mér smá við það að takak til hér heima og fara svo snemma í háttinn... ég skal skrifa ykkur meira þegar ég hætti þessu móki og er búinn að skilgreina líðan mína...  ekki taka því þannig að ég sé eitthvað sár, fúl eða líði illa því að það er alls ekki þannig... ég bara hef ekki upplifað svona líðann áður þannig að ég veit ekki hvað þetta er... líklega er það orðið þannig að það raskar ekkert ró minni nema eitthvað varðandi strákinn... :o)

Bless í bili... 


Dagur afslöppunar...

Sælt veri fólkið...

Já í dag er dagur afslöppunar eftir langa helgi... Litla táin mín á vinstri fæti er með stærðarinnar blöðru sem kom víst útaf hégómaþörf minni... hehehe.. já það er ekki oft sem ég fer í háhæla skó en núna neiddi ég mig í þá í 2 daga í röð og ég hafði þetta uppúr því... en það er bara allt í lagi... Ég er að elda í eldhúsinu mínu í fyrsta sinní margar vikur ... það er æði... þótt syninum finnist það ekki... hann er orðinn svo vanur að vera á þeisingi hingað og þangað þannig að honum finnst eitthvað vanta í dag... og er eitthvað stúrinn en það lagast þegar hann rifjar upp hevernig þetta var hjá okkur...svo filgir líka að síðustu daga hafa amma og Halli afi verið við stjórmvölin og þau leifa honum nú að stjórna meira en góðu hófi gegnir fyrir 7 ára gutta...hehehe.... en þannig eiga ömmur og afar að vera ... tíhíhíi´.....  en auðvitað er þetta allt farið að segja til sín og farið að taka toll, þótt síðustu ikur hafi gengið mjög vel með allt mitt stress og fjarveru...  Ég bjóst alveg við að fá spennufall í dag en það hefur ekki látið kræla á sér ... jú mamma fékk það fyrir mig... eheheheh.. hún er svo meðvirk með mér þessi elska.. en ég elska hana samt útaf lífinu...

Núna er bara verið að undirbúa smá samkomu sem á að vera um helgina hér... góðar stundir með þeim sem manni þykir vænt um og hafa verið stuðningur við mig síðustu misserin... vonandi verður veðrið gott því ég heði hugsað mér að grilla.. 

Jæja ég ætla að halda áfram og reyna að ná spennu hnútnum úr maganum á mér því það er útskrift á morgun og auðvitað er ég spennt yfir einkunum og því....

Kær kveðja... Magga... 


SÍÐASTI SÝNINGADAGUR...

plakat

JÁ... í dag er síðasti sýningadagur hjá okkur... hingað til hafa 761 skráð sig ígestabókina hjá okkur og má líklega bæta 10-15% við þá tölu því það eru ekki allir sem skrifa sig í hana... þannig ekki missa af þessu...

HLAKKA TIL AÐ SJÁ YKKUR.. 


Lokaverkefnið mitt...

Já ég veit að það eru margir sem eru farinir að bíða eftir þessari færslu...Það skal viðurkennast aðmyndinrar sýna ekki alla upplifunina af þeim en auðvitað gefa þær einhverja hugmynd...

negativa

Hér er stjarna sem er 2 metrar í þvermál... skrúfuð uppá vegg 3 cm. frá veggnum og lökkuð.

veggur 1

Hér er annar plexýglerveggurinn ... hér er búið að fræas úr 8 stjörnur sem hver er um 60cm í þvermál hver. Hún er sett upp 6cm frá veggnum og lýsingu beint að honum til að fá skuggaspil á vegginn...

veggur2

Hér sjáið þið eins af þessum 8 í nálægð og skuggana sem koma á veggina með lýsingunni.

veggur3

Hér er veggur nr. 2 sem er settur upp sem mögulegur milliveggur á rýmum  

 veggur 4

Hér er nær mynd af hinum veggnum mínum sem er með 2 stórar stjörnur, í þessum vegg er leind lýsingi sem plexýglerið leiðir og þá ljómar útskurðurinn á þennan hátt.. hver stjarna í þessum vegg er 1meter að þvermáli. Hver veggur er 2,4 metrar á hæð og 1,4 á breidd...

bæklingur+nafsp

Ég gerði líka bækling og nafnspjald í sama stíl útskorið og með skuggaspili og öllu

Heimsaíðan er líka hluti af verkinu eins og þið hafið séð þá er stíllinn á hanni í sömu sveiflu og hitt allt.

Ég vona að þið sem hafði ekki séð ykkur fært á því að koma getið notið smá af því hér inni. 


Söknuður....

já ... ég sakna sonar míns... ég var að koma heim af árshátíð skólans (kl. er að verða 2). Ég sá þessa elsku svo lítið í dag og sef heima í nótt... og ég er farinn að sakna hanns svo mikið að það munaði eingu að ég færi uppá spítala og liti inn bara til að smella á hann einum kossi og strjúka hárið frá einninu... Ég veit að ég hljóma væmin en þótt ég viti að ég þarf líka að fara út á meðal fólks til að halda sönsum þá finnst mér svo mikið vanta hér heima á nóttunni ... ég er ekki með barnið mitt í herberginu við hliðinaf mér... og það er svo tóm tilfinning... Við erum orðin svo háð hvort öðru og veit ég það að þau tengsl sem hafa myndast á milli okkar síðustu mánuði eru mjög dýrmæt og verða órjúfanleg í framtíðinni... mikið vorkenni ég þeim sem hafa ekki upplifað svona tenginu við aðra manneskju hvort sem það er barn manns eða maki... Það er eins og líf mitt sé bara hálft á meðann hann er ekki í kringum  min... allur glaumur og gleði, glis og gersemar hverfa og fuðra upp þegar maður á svona gullmola eins og hann Ragnar minn er ...

Þið eru líklega farinn að fá leið á því hvað ég dásama barnið mitt mikið hér ... en í raunninn má segja að hann sé það merkilegasta og auðvitað það dýrmætasta sem lífið hefur fært mér. Sá lærdómur sem tilvera hans hefur leitt mig í gegnum er ómetanlegur... bæði andlega og líkamlega... það er auljóst að hann ætlaði sér að koma í þetta líf til að kenna mömmu sinni helling og að læra helling sjájlfur ... Hugsið ykkur hvað hann á eftri að verða sterkur einstaklingur þegar hann nær bata... með allan þennan lærdóm í þolinmæði, jákvæðni, hlíju og því að eiga samskipti... það er ótrúlegt hvað 6 ára barn getur lært margt á svona breittum aðstæðum... í raunninn er lífið að kenna honum miklu meira en jafnaldrar hann eru að upplifa núna. En samt það fallegasta sem ég heyrði frá honum um daginn var...  " mamma!! ég ætla að verða alveg eins og þú þegar ég verð stór því það er ekkert betra til í heiminu og geyminum en þú..." og þessu fylgdu yndislegt knús og hvolpa græn augu... 

 

Nú ætla ég að fara að sofa svo ég geti átt stund með snúðnum mínumí fyrramálið áður en ég far að stand sýninguna á milli 2-6... já bee the wey... það voru frábæar mótökur sem ég fékk á sýningunni í dag... fólk almennd mjög heillað... það fer alveg að líða að því að ég ssetji myndir hér inn...

Guð geymi ykkur öll... 


Um okkur í mogganum í dag...

Já... það er varið að skrifa um sýninguma okkar í mogganum í dag... og mynd og allt af okkur útskrifarnemendum.... Frábært... því miður er ég ekki áskrifandi af mogganum en ég verð að fara út í búð núna strax og kaupa mér eintak... því að greinin er greinilega lengri en hér inni á vefnum... það verður gaman að sjá hvað greinarhöfundi finna... InLove
mbl.is Vorsýning í Myndlistaskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10.svæfingin á 5 mánuðum...

Jæja kæra fólk þá er þessi föstudagur liðinn og hefði mátt endurskíran hann mínvegna sem föstudagurinn langi...ég er búinn að vara uppá sjúkrahúsi í nær allandag með soninn því hann var í sinni 10. svæfingu á 5 mánuðum... hann var á skurðarborðinu í meira en 2tíma...og svo tók það nærri allan daginn að stöðva blæðingu frá sárinu þar sem var skorið. þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla en við erum víst orðinn mjög sjóuð í allskonar spítala málum og þetta bætist bara í bankann...

En núna er kútur sofnaður þessi hetja... sem stendur sig betur en nokkur hefur séð hjá barni hér á spítalaum áður... þið ættuð að sjá hann hvernig hann tæklar dagana með brosi á vör og jákvæðninni flæðandi um allt. ég er ekkert smá lansöm að eiga þennan dýrgrip.

Núna er bara að sofa í hausinn á sér til að geta staðið sýninguna sem opnar kl.2 á morgun í húsnæði skólans...

Góða nótt kæra fólk... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband