Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 26. júlí 2008
Sólin í ýmsum myndum...
Það er merkilegt hvað sólin gerir manni gott...
Snúðurinn minn ákvað að ná sér í verkfæratöskuna sína og nokkra lurka og setjast út á svalir og dunda sér... vonandi nær sólin smá á kissa fölu kinnarnar hans því að núna þegar allir eru búinir að vera úti í sólinni í sumar þá sést mun betur að minn maður er búinn að vera veikur því hann er svo fölur þessi elska...
Ég er líka búinn að vera með myndavélina mér við hlið síðurstu daga og taka myndir af kvöldsólinni hér er ein... Ég þreitist alldrey á því að skoða litina eða hvernig sólin speglastí skýjunum ... Þið getið sér fleiri myndir sem ég hef verið að taka á Flicker síðunni minni ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 25. júlí 2008
Hugur og lífið...
Ég er alltaf að hugsa mjög heimspekilega um lífið og titlverunar...og það eru pælingar sem ég kem líklega aldrey hætta að hafa... það er auðvitað alltaf skemmtilgra að hafa einhvern til að tala um þessi málefni við en ég er ennþá að hugsa um þær umræður sem spunnust upp hér um daginn þegar 2 frænkur mínar komu í heimsókm ... hér sátu 4 mjög ólíkar manneskjur sem höfðu hver sína sýn á hvar lífið sníst um...Þótt ég ætli ekkert sérstaklega að ræða þá umræðu hér þá hafur hún komið af stað hugsunum hjá mér... Ég er alltaf að leita að leiðum til að skilja sjálfan mig betur og þar að leiðandi lífið ... ég stnd mig að því að sitja hér fyrir framan tölvuna kvöldum saman og horfa á allskonar fræðandi efni um trúarmál sem er mér mikils virði... er ný búina að horfa á mynd þar sem kristinn maður ber saman öll hin stærstu trúarbrögð saman við krisnina og eins og ég vissi er sami
boðskapurinn í öllum trúarbrögðum... Ég hef í gagnum tíðina verið að vinna að þessu hugðarefni mínu lengi að bæta mig sem manneskju... og hefur það verið svo makalegir leiðrangrar að grasið hefur verið grænna eftir það og sólin sýn allt örðuvísi.... Geta blöð og gras orðið grænna en það nú þegar er..?? er sáns að sólin líti örðuvísi út síðar ...þetta eru nátturulega allt mínar dælingar og upplifanir... sem segja mér að það er ég sem stjórna hvernig ég lít á hlutina... Ég stjórna viðbrögðum mínum... Vá hugsaðu þér maður sjálfr stjórnar öllu sem er í lífi manns... og vá maður þarf ekki og hefur eingann rétt til að stjórna öðrum... Þessi uppgötvun var mér mikils virði og gerði það einmitt að verkum að ég sá heiminn í allt öðru ljósi... hver einn og einasti hlutur... ég fann að tilfingar mínar urðu skírari og ég fann í fyrsta sinn hvað ást var og svo framvegis... Núna nokkrum árum eftir þessa upplifun langar mig í meiri fróðleik um það hvernig ég gget orðið enn betri ég... Ég spyr ekki, er það nokkuð hægt... nei ég spyr hvernig...og ég veit það líka að ég fæ þau tækifæri þegar mér er ætlað að ná lengri og meiri þroska...
Það er mér líka auðveldara að leita svona því ég er ekki háð neinum fullornum í þessarri leit... en það kemur þá að því sem tengist sambödum og er líka skemmtileg pæling það eitt að eigar maka og samvega fólks við maka sína... ég á marga gifta vini, vini í sambúðum og svo framvegis... Það að vera í sabúð með maka er sú vinna sem flest öll pör gleyma... því ef lítur ekki á sambönd sem vinnu þá þroskast fólk líklega fyrr eða síðar í sundur eins og margar tölur hér á landi benda til. Ég á reyndar vini sem er par sem ég lít óendalega upp til því að þau eru svo góð við hvort annað og saman eru þau yndisleg... þau virða svo óskuldbundið hvert annað og uppskera þá líka hreinar og tærar tilfinnigar ... samband þeirra gefur mér alltaf von í hjartanau að ég eigi eftir að finna minn ssvona mann... þetta er yndisleg tilhugsun...
Það er líka annað sem mér er mikið hugsað til núna síðustu missarin eru vinir og hverja á maður að kalla vini sína... Ég er nefnilega ein af þeim mannskjum sem hef í gegnum síðustu ár verið endalaust að þroskast úr vinasamböndum líka þótt að sembetur fr eru fleiri en færri sem þroskast með mér það eru þá augljóslega vinir sem maður hefur valið rétt og skinjað rétt að væru á sömu leið og maður sjálfur...mér finnst samt alltaf sárt að finna þessa tilfingu að maðu sé á öðrum stað en aðeili sem maður hefur átt mikil samskipti lengi... það hlítur að vera visst sorgar ferli að finnast maður þurfa að kveðja vininn og færa hann niður í kunningjahópinn aftur... En það sem mér finnst skipta mestu máli í lífinu er að muna alltaf að vera samkvæmur sjálfum sér og standa með líðan sinni ... því ef ég stend ekki með mér, hver á það að gera það...
Jæja.. ég held að ég sá búinn að vera nógu heimspekileg í dag...Góða nótt..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 25. júlí 2008
útskirftagjöf sem verður lengi í hávegum höfð...
Ég fékk síðbúna er frábæar útskiftargjöf í gær... frá mínum kæra vin Þróni...
ég fékk Pink Floyd Pluse DVDdiskkana.. GEÐVEIKIR tónleikar... vá hvað þeir eru góðir...
Það er ekki nein smá nostralgía gagnvarg nokkrum lögum þarna...maðuru verðru unglingu aftur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Ég stenst þetta ekki...
Mér er lífsinns ómögulegt að standast það að horfa og stundum þá stenst ég ekki heldur að taka myndir...
Það er lífsinns ómögulegt að standast svona tæra fegurð og ró... maður heyrir varla andadráttinn... það tekur mig samt sárt að sjá öll örin sem snúðurin minn er kominn með... Ég finn til í hjartanu þegar ég horfi á þetta yndi svona fallegann endalaust tengdann við slöngur... er þessu ekki að ljúka því mér finnst þetta yndi búið að læra og þroskast nóg... ef ástæða þessa mála sé til þess... svo ekki sé talað um það sem hefut skaðast á þessum lærdómi... andvarp... æææiii ég er bara eitthvað meir í dag finnst þessi elska búinn að þola nóg núna... en ég veit að þetta tekur allt sinn tíma..
Jæja... það er víst kominn hátta tími...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Vöxtur og keila...
Sælt veri fólkið...
Mig langaði að segja ykkur frá gróðurdeginum mikla sem var í dag... Ragnar og Sisa fóru í morgun og náðu í mold og þegar þau komu heim var ýmislegt gróðursett í hana.. tómatafræ, gúrkufræ, paprikufræ, apríkósusteinn og avokadó ...Hér er mynd af vexti laukana hans Ragnars, amma hans gaf honum einn sina pínulítinn í fyrra en núna eru þeir ornir miklu fleiri og dafna frábærlega við umhyggju hans og ást.
Þau fóru líka í keilu í morgun og Ragnar kom eins og sólargeisli heim eftir það ... það var svvoooo gaman... það gleður mig svo hvað hann er glaður með hana Sisu okkar ... það eina sem kemur upp hjá mér núna er pínu depurð yfir því að hafa ekki orku í að gera þetta sjálf með honum en ég veit að ég geri helling af öðrum hlutum með honum... og eins og er verður það að dugi í bili... þetta er svo gott fyrir okkur bæði...
Annas komu fréttir frá Bandaríkjunum í dag frétti ég ... læknirinn sagði mér smá um það en ég get ekki alveg útskýrt það núna því að hún þurfti aðeins og skoða þetta betur og setja upp plan.. þannig að ég segi ykkur frá því síðann en það eru allavega einhverjar hreifingar í gangi sem er af hinu góða... þessi sérfræðingur í Texas vildi endlilega fá sýni af þessari veiru okkar sem hann ætlar að rannsaka líka...
En ég læt þetta duga núna... Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. júlí 2008
færsla númer 444...
hehehee... ég var eitthvað að fikta í sjónborinu hér og komst að því að ég er búinn að setja hér inn 444 færslur... úff... vá hvað er hægt að fara aftur í tímann minn hér á þessari síðu og lesa mikið um það sem ég hef verið að hugsa og gera síðustu árin... þetta er að verða komið efni í heila ævisögu... hehehehe... bara svona smá til gamans gert...
Guð geymi ykkur öll...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 21. júlí 2008
Frábær viðbót...
Góðann daginn ...
Já mig langar að segja ykkur frá þeirri frábæru hjálp sem við erum komin með... Hún heitir Steingerður og kölluð Sisa... hún er liðveislan hans Ragnars sem kemur hingað til okkar alla virka daga frá 10-13 ... Hún nær frábærlega til hans og voru þau t.d. í 2 tíma útí Kjarna í morgun... og Ragnar kom skrámaður og skítugur til baka svona eins og 7 ára strákar eiga að vera það var svo yndislegt... hann er svo ánægður og kátur með hana og virðist hún ná frábærlega til hans, það er nokkuð sem er ekki öllum fært... hún meira að segja er betri í því en ég að fá hann út með sér og það er líka frábært... þannig að ég er voða glöð með þetta. Hún Sisa er yndisleg viðbót við okkar annas litlu fjölskyldu. Henni er líka borgað fyrir það að þrífa hjá mér einu sinni í viku fyrir utann tímann sem hún er með Ragnar ... þannig að ég er búinn að sitja hér í hreinu heimili með glaðann strák og er að reyna að skipuleggja sjá sjálf tíma.. ég kann það varla lengur.. en, það kemur...
ég er allavega farinn að sjá ræktina í hillingum aftur og þarf bara að finna mér pening til að endurnýja kortið mitt og þá get ég farið þangað á þessum tíma , ég hlakka mikið til þess... ég byrjaði reyndar hjá sjúkraþjálfanum aftur í síðustu viku sem er góð byrjun á því að koma sér af stað aftur...
Svo sá ég að Gróa læknirinn okkar er kominn úr sumarfríi og við erum enn að bíða eftir svörum að utann... en það kemur ég er viss um það...
Hér er enn ein gömul mynd sem mig langaði að sýna ykkur...
Jæja kæra fólk látum þetta duga í bili...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Eitt fyrir vin minn...
Hér er eitt fyrir hann Þráinn vin minn...
Gaman að vita að þú ert kominn heim í sumarfrí... hlakka til að sjá þig...
Bloggar | Breytt 21.7.2008 kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. júlí 2008
Laugardags-þanka-gangur...
Góða kvöldið...
Það er ervitt að blogga um alltaf það sama.. sérstaklega þegar það er ekkert nýtt að segja.. ég vildi svo gjarnar geta sagt ykkur góða og nýjar fréttir ... Það eru bara eingar þannig fréttir... því miður...
Þessi veikindi eru orðin hin mesta ráðgáta fyrir alla heilbrygðisstéttina hér á landi og núna vona ég að sérfræðingarnir í útlöndunum viti eitthvað meira en þeir hér á landi...
ég er á fullu núna að reyna ekki að missa vonina aftur eins og í vor... því ég veit að það er það eina sem ég má ALLDREY missa hana... ALLDREY...
Ég er búinn að vera að vinna í gær og í dag.. ég er búin að vera ein á vaktinni og hef haft mikinn tíma til að hugsa um allt og ekkert... Það er bæði gott og slæmt, því ég get verið með mikið ýmindunarafl...
en jæja ég ætla að hætta þessu núna...
Guð geymi ykkur...
Hér er ein gömul mynd af þessari yndislegu hetju minni...
hér sýnir hann strax púkasvipinn sinn sem okkur ölluum þykir so vænt um...
hann ver ekki farinn sitja þarna og er á leiðinni út í vagninn sinn...
Bloggar | Breytt 20.7.2008 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
157 dagar...
Góða kvöldið...
já það eru 157 dagar liðnir af verkefnun sem við mæðginin erum að takast á við þessa dagana... (22vikur og 3 dagar). Á morgun fer Hetjan mín í sína 13. svæfingu síðan í janúar... æðarleggurinn sem hann var með rann útúr æðinni í morgun, æðarlegur sem átti að græðast inní hann... jamm hann festist greinilega ekki betur en þetta... þannig að hann fær nýjann... nýtt skott... eins og við köllum það...
Mér skilst að það séu allir læknar sem eru að vinna á barnadeildinni í dag að vinna að því að finna lausn á þessum sýkli sem við erum farinn að kalla gæludýr ... það eru menn í Hollandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Danmörku og Englandi að skoða hvað er hægt að gera til að losa Hetjuna mína við sýkilinn.
Ég veit ekki hvort ég var búinn að segja ykkur frá því að það kom uppúr kafinu um daginn að annað lyfið af tvem sem Ragnar fékk er búinn að valda því að hann er kominn með heyrnaskerðingu á vinstra eyra líka... þannig að því lyfi var snarlega kippt út... þannig að hann fær bara eitt lyf núna og það lyf hefur ekki fulla næmni á sýkilinn ... þannig að núna er verið að leita hörðum höndum að nýjum lyfum en við meigum ekki vera bjartsýn á það... En við verðum að halda í voninina...
Læknarnir segja að við meigum búast við mánuðum í viðbót í þessu ferli, þannig að ég er að reyna að átta mig á því hvernig ég get skipulagt næstu mánuði. Það er ýmislegt í gangi sem þarf að skipuleggja. Það er augljóst að reikningarnir hætta ekki að koma þótt líf okkar sé sett á holde... þannig að ég sendi ábygðarbréf til bankana í dag þar sem ég er að byðja þá um hjálp með lánin mín.
Það er komið í gegn að ég er að fá liðveislu... það verður frábært að geta farið að sinna minni eiginn endurhæfingu. Já... lyfrarprufan kom þannig út að ég er líklega á leiðinni inná Kristnes í haust eða vetur... lifrin virkar ekki vegna of mikillar fitu og streitu... Þannig að það er ekki seinna vænna að ég fari að taka á kílóunum aftur... það er bara þannig... hvað sem það kostar...
Jæja kæru lesendur þá verður það ekki fleira í bili... Guð geymi ykkur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)