Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 29. september 2008
Lífið bak við myndavélaina...
Síðustu dagar hafa verið mjög góðir fyrir sálartetrið... Mér er að takast að finna slóðann minn aftur og ég veit að hann leiðir mig uppá beinubrautinna á endanum...
Ég hef verið farið út á hverjum degi til að fá pásu frá lífinu, hugsa og já taka myndir... það er eitthvað sem dregur mig út í fríska loftið til að taka endalaust af ljósmyndum... það hefur verið áhugamálið mitt í mögt ár og núna á ég þessa flottu digital vél sem ég er loksinns búinn að læra almennilega á... María Jespersen vinkona mín komm líka til mín í sumar og lánaði mér 3fótinn sinn og það gerir það að verkum að ég er búinn að ná að taka myndir sem ég gæti ekki annas... þannig að María á sko knús skilið fyrir það að ná mér út síðustu dagana.. hehehe..
Í dag fór ég niður í að Glerá og naut þess að vera úti í klukkustund með cameruna .... þið sjáið niðurstöðun hér með og á Flicer síðunni minni... þar sjáið þið líka meira af myndum frá því í gær... Það er eitthvað svo skrítin en góð tilfinning að vera úti og horfa í gegnum lítið gat og íta endalaust að ýta á takka... Svo kemur maður hingað heim ferskur og með kaldann nebba inní hlítt heimilið og donlowdar myndunum inní tölvuna og fer að skoða og njóta þeirra á allt annan hátt ... því að það er svo merkilegt hvað ein ljósmynd getur vakið margar tilfinningar af öllum skalanum frá djúpri gleði í nýstandi sorg. Ég er alltaf að leita eftir að mér takist að taka eina góða mynd sem spilar endalaust á tilfingar mína... Þótt ég viti að ég eigi margar góðar þá bíð ég alltaf eftir þessari einu góðu sem ég fell killiflöt fyrir ... ég á mér nokkrar uppáhalds núna...
Ég var að finna út hvernig maður tekur mynd sem gerir varn eins og það sé flauel vegna hreifingarinnar... Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer meðvitað út til að taka bara þannig myndir. Rosalega gaman...
Hetjan mín er búinn að vera mjög duglegur og langar mig að sýna ykkur einn að 3 lyfjaskömmtunum sem þessi elska þarf að taka... Maður verður bara saddur af lyfjum þegar maður þarf að taka svona mikið magn... Við þurfum að fara uppá spítala í fyrramálið í blóðprufu þá að hvítublóðkornin hjá Hetjunni eru eitthvað lægri en vanalega þannig að það þarf að skoða nákvæmlega... Hann var svo þreyttur áðann að honum var hreinlega óglatt... elsku hetjan... en þetta verður allt að hafa sinn tíma og við tökum bara einn dag í einu...
Jæja ég ætla að fara að nudda táslur... ;o) ummm... notaleg stund..
Guð geymi ykkur....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 28. september 2008
Helgin á enda...
Þá er þessi helgi á enda og er ég svo ánægð með hana... Dagurinn í gær eins og ég sagði ykkur frá og svo þessi yndislegi sunnudagur sem núna er á enda... Við sváfum lengi og tókum okkur tíma í að koma okkur úr náttfötunum... það er svo notalegt að dúlla sér frammeftir degi á náttfötunum hér heima... halda áfram að kúra undir sæng og láta eins og ekkert annað sé sjálfsagðara... Ég sat hér í sófanum undir teppi og horfði á formúluna en hætti þegar minn maður keyrði á vegg og missti framhjólið undan... þá var sú formúla búin að mínu mati...
Svo ákváðum við Jenný vinkona að rífa okkur uppá rasss... pípp og drífa okkur út með gullmolana okkar... stefnan var tekin á Kjarna, veðrið var yndislegt ekta haustveður... kyrrt, svalt en bjart... Við mæðurnar vorum vopnaðar myndavélunum okkar og tókum líklega yfir 400 myndir í sameiningu... hehehe... bara gaman.. mynd efni dagsinns voru börnin, nátturan og við til skiptis... Jenný sagði að það hefði eingum tekist að taka góða mynd af henni þannig að ég ákvað að afsanna hana... og mér tókst það.. hehheheee... þannig að þessi dagur er búin að vera yndislegur í frábærum félagsskap...
Unlingurinn hennar Jennýar var mjög skemmtilegt myndefni og held ég að myndinrar af henni útskýri mjög vel útaf hverju hún var svona vinsælt viðfangsefni... Bleikt hár og ómótstæðilega augu.. svona er að vera unglingur í dag.. þetta var bara draumur þegar ég var á þessum aldri...
Mér fannst ég vakna mun léttari í dag en áður... léttari á sálinni... ég er örugg með það að dagurinn í gær hafði ýmislegt með það að gera... Þessi dagur gaf mér nýja sýn og nýtt upphaf í huga mér... ég náði greinilega að vinna út helling af málum með þögninni...
Hetjan mín var yndislega duglegur í dag, lék sér eins og herforingi.. það var ekki að sjá á honum að hann væri kraftminni vegna lyfja og langvarandi fjarveru frá venjulegu lífi... en hann viðurkenndi nú samt þegar við komum heim að hann væri þreyttur... sem er ekki skrítið...
jæja... ég ætla að koma mér í háttinn...
Bloggar | Breytt 29.9.2008 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 27. september 2008
Frelsið til að þaga...
Ég fékk nýtt frelsi í dag... Ég lærði dýrmæta lexíu í dag og það er að hver mannvera hefur frelsi til að þaga... þagað í núinu...þagað í lífinu eða bara þaga með sjálfum sér...
Ég fór í morgun og var þáttakandi í Kyrrðardegi á Möðruvöllum... Þegar ég settist uppí bílinn og lagði af stað byrjaði ég á því að hækka í miðstöðinni því það var kalt, kveikti á cd spilaranum því ég er með flottan disk í honum og hækkaði.. Sólgleraugun fóru á sinn stað og þá keyrt af stað... ekkert að þessu bara það daglega hjá mér... Á leiðinni hugsaði ég stöðugt... "hvernig í ósköðunum ætla ég að fara að því að þaga í meira en 7 klukkutíma?" en hugsaði samt með mér líka að ég yrði að prófa svo ég gæti myndað mér skoðun og verið til frásagnar...
Það var gengið inní kyrrðina með hugleiðslu um 10, sem var yndislegt... hugleiðsla hefur lengi átt mikinn sess í mínu lífi og langar mig að þróa hana með mér enn meira... svo var klukkan allt í einu 12 og þá var boðið uppá mat sem var yndslegur og í eftirmat var farið í hugleiðslu númer 2... og strax þá fann ég hvað ég náði betir tökum á því að sleppa mér í flæðið og náði að hugleyða mun betur en í fyrraskiptið... eftir þetta var farið í gönguferð.. rokið og rembingurinn í veðrinu gerði það að verkum að rykugi MAX gallinn var tekinn framm... ég gekk og fann ekki fyrir kulda, pirringi úta rokinu eða neitt bara var í tíma og rúmi... síminn búinn að vera á silent í 4 tíma inní bíl og ég hætt að hugsa um það hvort einhver hefði hringt í mig eða ekki...
Á þessum tímapungti var ég virkilega farin að njóta þess að þurfa ekki að tala... ég þurfti heldur ekki að redda neinu, vera einhverstaðar ég var bara ég þarna á þessum stað. Eingin fortíð, eingin nútíð og eingin framtíð, eingar áhyggjur því að það þýddi ekkert að hugsa um það þegar maður getur ekki sagt neinum frá því ... einin sorg bara gleði yfir því að hafa öðlast nýtt frelsi til að þaga og fá að vera í firði frá ÖLLU nema sjálfum manni. Eftir gönguferðina fór ég inn í yndislega gamla "Leik" húsið á Mörðuvöllum fann mér notalegt horn uppi undir súð... rúllaði út dýnu og lagðist til að hvíla bakið og útlimi.. vááá.... hvað var notalegt að lyggja þarna vitandi af fólki í kringum mann en maður þurfti ekkert að skipta sér að þvi, ekki sinna því eða vera að gefa af sér... öll orkan gat farið inná við til mín... Vindurinn reyndi sitt besta til að raska rónni með því að berja allt úti.. en ekki gaf róin sig... í lokin um 5 leitið var farið til kirkju og farið inn í íhugun 3, altarisganga og ferðabón... Það var mjög ervitt að hefja rausn sína uppá ný og gerði ég það mjög látt og að vel ýgrunduðum grunni... Þegar ég staraði bínum glumdi hávaðinn í miðstöðinnn og útvarpinu þannig að ég hrögg við..
Mig langaði ekki til baka í "hávaða! hins eðlilega líífs... og þegar ég kom yfir Moldhaugnarhálsinn og sá Akureyrir þyrmdi yfir mig streytan og kvíðinn aftur og þá fyrst áttaði ég mig á því hvað mér hafði verið gefið mikið frelsi þennan dag til að þaga ein með sjálfri mér ... losa mig í smá tíma við alla þá streytu, kvíða, arg og þras sem hefur verið í gangi síðustu mánuði... Ég á enn ervitt með að tala eftir daginn... mig langar í þögnina aftur... og það að gera ekkert annað en að vera með sjálfri mér um stund svo ég nái endalegum tökum á því að halda því sem á ekki að vera í mínu lífi frá því... Það er alveg á tæru að ég verð fyrst að skrá mig á Kyrrðardag nr.2 sem verður víst haldin eftir nokksr vikur ... þetta er tær snilld og mæli ég með að allir prófi þetta... Fyrst ég gat þagað í einn dag.... þá geta það allir og þeir sem þekkja mig vita það vel...
Mitt daglega líf hefur fengið aðra merkinu með nýrri lýsingu og hliðum á... það er virkilega hægt að kúpa sig frá öllu og gefa sjálfum sér tíma og rúm til að vera...
Og það merkilegasta sem ég uppgötvaði var að lífið mitt og tilvera fór ekkert þótt ég hafi ekki stimpaði mig inní þá vinnu í dag... ég kem bara til baka sem önnur manneskja með nýja sýn og nýja mögleika... ég er ekki ómissandi... og ég má gefa sjálfri mér tíma því að ég þarf ekki að gera allt ... Þvílíkt frelsi... ...þvílík gjöf...
Guð þakka þér fyrir þá gjöf sem þú gafst mér í dag og blessðu alla þá sem gerðu það að verkum að ég fékk hana afhenta... Guð blessi ykku röll...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 26. september 2008
Fréttir og fréttir... Bara jákvæðni núna... :o)
Góða kvöldið kæru lesendur...
Ég veit eigilega ekki alveg hvar ég á að byrja... Það er ýmislegt sem ég hef að segja í dag og alldrey þessu vant er það allt á jálvæðu hliðina... já ég skal byrja... ég fór um hádegisbilið útúr húsi í þeim tilgangi að læra nýja tækni við textílhönnunina mína... og sannið til 3 tímar voru mjög fljótir að líða í yndislegri tilfinnigu, gleði og tilhlökkun. Því að ég komst að því að það er orðið svo skemmtilega einfalt að koma öllum munstrunum mínum í það form að ég geti þarið að þrykkja á föt, púða og og.. og allt sem mig langar til...
vá ég get ekki beðið að halda áfram því þetta er SVO gaman...tíhíhíhíiiii... jeeeyyyjjj... ég missti mig í gömlum minningum úr náminu mínu í textílhönnunninni... og þetta er allt svo miklu auðveldara núna þegar ég er búinn að bæta við mig allri þeirri þekkingu sem er í Grafísku hönnunninni... þannig að þetta er yndislega frábært og núna er bara að koma sér að verki.
Um 2 leitið þá fórum við í aðra af vikulegu tékki uppá spítala... sem er nú ekki til frásögu færandi nema að ... niðurstöðurnar eru þær að Hetjan mín er á góðum batavegi og í fyrsta sinn á 8 mánuðum var ekki möguleiki á því að taka sýni úr eyranu því að hljóðhimnan er gróin og sýkillinn er á undanhaldi, eyrað er farið að líta út eins og "eðlilegt" (miðað við það sem undan er gengið). Þetta voru einkennin sem við vorum að bíða eftir... Þannig að núna á að pannta tíma í það að taka lyfjabrunnin út og það er búið að fersta öllum stærri uppskurðum fyrir sunnan... jeyjeíííiiiiiiiiiiiiiii.... Hetjan mín er að ná sér... ja.. þannig hann á eftir að vera á lyfjunum í marga mánuði enn en að losna við lyfjabrunninn gerfur honum enn meira frelsi frá þessu ... þannig að hann getur haldið áfram að vera duglesata hetja í heimi og verið sætur 7 ára strákur sem á lífið frammundan...
Það sem tekur þá við hjá okkur er að fara suður í heyrna og talmeinastöðina og fá heyrnatæki og allt það sem hann þarf til að gera verið enn meiri 7ára hetja... Annað sem ég get ekki hætt að brosa yfir er að ég átti samtal við kennarann hans í gær og hún sagði mér að hann væri að standa sig mjög vel í skólanum og í raunninni væri hann minni eftirbátur samnemenda sinns en reiknað var með miðaða við að hann er í raun 1/2 skólaári á eftir þeim ... hann er hrein og bein hetja þessi elska ... ég æti ekkki varið stoltari og glaðari með hann og hvað hann er búinn að standa sig vel...
Núna vona ég að Vildarbörn veiti okkur styrk til að hann fái stóru verðlaunin fljótlega sem hann á svo sannalega skilið ... það að fara í lególand eða Disney world.... mikið væri það tær snilld að geta farið með hann út því að hann á ekkert minna skilið...
Jæja... ég ætla ekki að skrifa neitt meira hér inn því að núna er það bara að líta á hlutina með jákvæðum augum... því þannig á lífið að vera...
Ég ætla núna að stússast aðeins hér áður en ég fer að sofa því ég er að fara í Kyrrðardag á Möðruvöllum á morgun ... oooo ég hlakka svo til að slökkva á gemsanum og skilja allt eftir í nokkra tíma og hugleiða, slaka á og njóta þess að vera til í núinu...
Guð geymi ykkur ÖLL ... þið eruð yndisleg að vera lesendur mínir og stuðningur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 25. september 2008
Einmannaleg mynd...
Ég fór í dag að ná í Hetjuna mína í skólan og þá blasti þessi mynd við mér og mér fannst þetta svo sárt að sjá. Því að í gær sagði snúður einmitt við mig "mamma! það er svo ervitt við skólann og krakkana, því þau vilja alltaf vera gera einhverja hluti sem ég má ekki gera útaf sýklinum og lyfjabrunninum."
Ég held að þessi mynd lýsi þessum orðum fillilaga...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 25. september 2008
Elsku Bjössi...Þú ert hetja..
Hann Björn Ófeigsson er gamall og góður vinur minn... við sátum lengi framm á nætur og spjölluðum um allt og ekkert á sínum tíma. Hann hefur verið mér mikill kennari á það sem skiptir máli í lífinu og tilverunni og á hann miklar og góðar þakkir og knús fyrir það skilið. Bjössi! þú ert einn af hetjunum mínum...
Guð geymi ykkur bæði um alla ævið og lengur en það ...
![]() |
Dauðinn er alltaf nálægur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Naflaskoðun tilfinnganna...
Færslan mín í morgun var ervið en hjálpaði mér að ná aðeins áttum. Eftir að hafa klárað færsluna þá grenjaði ég aðeins meira þangað til að mér verkjaði í allt höfuðið. Playlistinn var "hard rok" og sígaretturnar kláruðust hver á fætum annari... Þegar leið á hádegið voru tárin búin og höfuðverkurinn var svo yfirþyrmandi að ég ákvað að gera eitthvað í því... ég tók verkjalyf, fór í bað og hugsaði. Þegar ég var búinn að ná í rassgatið á sjálfri mér og verkjatöflurnar farnar að virka og augun þornuð gat ég farið að hugsa rétt. Þótt ég hafi farið aftur í tíman og haldið að þessi skilnaður hafi verið ástæðan fyrir sorginni þá hef ég komist að því eftir naflaskoðunina mína í dag að svo er ekki... Þessi vinur minn og okkar samband er holdgrefingur minn af hamingju, ást og gleði. Þannig að núna þegar ég loksinns er farinn að slaka á þá finn ég hvað ég hef verið einmanna, hrædd, kvíðin, sorgmædd og vonin hefur dvínað. Þá leitaði hugurinn aftur til þess tíma sem ég átti ást, skilning, hlíju, gleði og hamingju síðast og það var þegar við vorum saman. Eins og Krumma vinkona skrifaði á blogginu sína áðan...( í allt öðrum tilgangi reyndar.)
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur hug þinn, og þú munt sjá
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín.
Kahlil Gibran/ Gunnar Dal
Þannig að núna er bara aðhalda áfram... einn dag í einu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 24. september 2008
óoo... já ein dag í einu... ást sem er ekki hægt að endurgjalda...
Það er líklega kaldhæðni að sitja hér einn daginn og tala um að filla daginn sinn með uppbyggilegum hlutum og svo kemur nýr dagur og þá er staðan allt í einu allt önnur... En það hlaut að koma að því að ég fengi kallið til að takast á við erviðari tilfinningar... Ég var svo glöð með gærdaginn og þegar ég vaknaði þá fór ég með Hetjuna mína í skólan og ákvað að skríða smá stund uppí rúm og hugleiða eins og ég geri nú á hverjum degi... nema hvað að í miðri hugleiðingu þá hvoldist yfir mig minningar og líðan sem ég hef náð að halda í skefjnum í minnst 2 ár...
Þessu fylgir smá saga sem verður að fylgja... Þegar ég bjó fyrir sunnan átti ég mjög góðann vin sem var/ og er mér mjög kær... við vorum í "vina" sambandi í um 2,5ár... eingar skuldbindingar eða sambúð... bara góðir vinir í lífinu og sumar nætur líka... Við gengum saman í gegnum erviðleika sem hafa markað okkur bæði fyrir lífstíð og studdum hvort annað heils hugar í öllu sem var í gangi herju sinni... á þessum tíma áttaði ég mig á því að ég hafði alldrey elskað fyrr en ég hitti þennan vin minn... sem ég á þessum tíma var farin að elska og vildi meira. Ég átti 2 sambúðir að baki og ég sá það augljóslega að dýpri ást og umhyggju hafði ég alldrey þróað til manns áður. Svo komu þáttaskil í mínu lífi þar sem allt það veraldlega þurfti að taka völdin og ég flutti norður því ég stóð ekki lengur undir skuldum og lífinu sjálfu... þessi vinur minn var alveg sammála þeirri ákvörðun og áttum við löng samtöl í síma og nokkra hittinga eftir fluttninginn en það var mér alltaf erviðara og erviðara að kveðja hann þannig að ég ákvað að skrifa honum langt bréf þar sem ég útlisti tilfinngar mínar í smá atriðum. Hann hringdi þá í mig og sagði setningu sem ég gleymi alldrey... "Elsku Magga mín, ég elska þig líka það mikið,en ég get ekki verið með þér því ég veit að ég kæmi til með að fara með þig eins og ég vil að einginn geri." Ég veit að hann meinti þetta frá innsta hjarta og að einlægni... því að okkar samband hafði ætíð verið mjög einlægt og hreinskilið.
Eftir þetta tók það mig langan tíma að sætta mig við að elska mann svona mikið, en að ástin væri ekki endurgoldin. Það skal viðurkennast að þetta var mér eriður tími en fyrir svona 1,5-2 ári síðan hringdi hann og sagði mér að hann væri farinn að búa og væri hamingjusamur... þá fékk ég ástæðu til aðloka þessum kafla endanlega "hélt ég" og hefur hugurinn annaðslagið leitað til hans mað hlíju og virðingu... einnig sakna ég vinarinns sem ég get hringt í hvenær sem er og spjallað um allt og ekker... fengið pepp og hughreistingu hjá ... en ég virði friðhalgi þeirra heimilis og dróg mig alveg í hlé... Svo vakna ég í morgun og það hellist yfir mig gríðaleg sorg, grátur og söknuður í ástina ... einmannleikinn svíður inn að beini og ég get ekki stoppað táraflóðið yfir söknuði... Því gerist þetta núna... ??? ég hélt að ég væri búinn að sætta mig við að hann gat ekki elskað mig !! Var ég virkilega svona ómæögulega ??? AFHVERJU ..?? Ég er bara ringluð núna og grátbólgin...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Að filla daginn með uppbyggilegum atriðum...
Það er nauðsynlegt að skoða líf sitt reglulega og vega og meta hvað maður vill og hvað ekki. Núna er ég búina að fá smá "brething spce" síðustu dagana og þá finnur maður fljótlega hvað það er svo er efst á listanum hjá manni... hvað langar mig að gera? hvað langar mig að sitji eftur mig? og svo framvegis... Þannig að ég fór á ferðina í dag og fór að vinna í því sem er efst á listanum hjá mér núan... það eru allt hlutir sem hafa setið á hakanum síðan ég útskrifaðist og næra mig inn að beini að gera... það er svo gott fyrir egóið... og sjálfið... Núna vona ég bara að ég geti haldið áfram á morgun þar sem frá var horfið í dag. En málið er að taka eitt skref í einu... einn dag í einu þá er hægt að líta til bara og sjá þau stærri spor sem maður tekur i lífinu.
Guð geymi ykkur... og þennan góða dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 22. september 2008
Að læra hvað henta sjálfum sér...
Það er svo merkilegt að þegar mér tekst að vinna með hluti myndrænt þá festast þeir frekar í huga mínum... þannig að þessa dagana hef ég verið að rannskaka hugskot mín og reyna að taka til í þessum margflókna haus mínum og það er ýmislegt sem kemur upp... hehehe.. allt of flókið til að segja það hér í einni færslu ... en mér finnst alltaf svo nausynlegt að finna mínar leiðir til að verða betri "ég"... og kannski áður en ég dey verð ég loksinns búinn að finna lausnina fyrir mig... hehehhee.. hels fyrr svo ég geti notið þess og jafnvel hjálpa öðrum...
Hetjan mín var heima í dag þvi að hann var enn með hita í morgun en er orðin hitalaus núna .. þannig að það er stefnt á skólan á morgun... Þetta hefur allt sinn tíma og við tökum hverjum degi eins og hann kemur í hvert sinn...
Kannski á ég eftir að segja meira í dag... hver veit... en þetta er nóg í bili...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)