Færsluflokkur: Bloggar

hugsi..!!

Ég er döpur og þreytt… ég er döpur yfir því að ég áttaði mig heiftalega á því í dag að ég er ekki bara hver sem er lengur. Ég er ekki bara stelpan sem er nágranni eða bara einhver útí bæ... Ég hef leitað hingað inn í samfélag bloggara vegna þess að ég er einangruð í mínu lífi og hef ekki marga til að ræða við um allt og ekkert svona á daglegum grundvelli. Ég er búinn að átta mig á því að einlægni mín og opnar hugsanir eru nokkuð sem hafa sært eða komið sér illa fyrir fólk og það var alldrey meiningin mín með þessu bloggi… Skoðana skiptin og álit sem ég hef fengið hér inni hafa hreinlega haldið í mér lífi … svo ég tali nú ekki um öll þau fallegu orð og hugsanir sem hingað hafa streymt… Það hefur skipt okkur miklu máli… MJÖG miklu… Ég hef líka haldið þessu bloggi úti því að það eru margir af mínum nánustu erlendis eða annarstaðar á landinu.

Mér er hinsvega ljós núna að ég þarf að fara að ritskoða vandlega hugsanir mínar og skrif hér inni og er ég ekki viss um að mér finnist það gaman né eins gefandi… en til að hafa alla ánægða í kringum mig hef ég ákveðið að svo verður nú eða þá kem ég til með að setja lykilorð á það…
Til allra þeirra sem skrif mín hafa komið sér illa fyrir þá biðst ég velvirðingar á því … mikið af því sem ég hef skrifað er þegar ég er mjög þreytt, niðurlút, andlega og líkamlega úrvinda eða örugt í  mikilli gleði og ánægju… Það hefur verið mér stirkur að geta skirfað hér inn síðustu árin um líðan mína, tilfinnigar, gleði og sorgir… en því miður get ég það ekki lengur…  Ég hefði svosem geta sagt mér það sjálfri að þetta kæmi til baka til mín einhvern daginn…

ÆÆiii ég þarf að hugsa þetta allt betur og sjá hvað ég geri ... eins og er langar mig að hætta alveg að blogga... en þið fyrirgefið mér... ég er voða hugsi...

Guð geymi ykkur...


smá frá okkur...

... jamm mig langar að segja ykkur smá... eins og ég sagði hér fyrr í vikunni þá er búið að vera hellingur í gangi hjá okkur mæðginunum annað en veikindi eða orkuleysi... hehehe... en í dag var það opinbert að ég er að flytja í byjrun janúar... LoL við erum að bæta aðstöðu okkar til muna með þessu og kostar það mig aðeins 5000,- meira á mánuði... Okkur hlakkar báðum til að fá meira pláss... Við komum líka til með að vera í bakgarði Síðuskóla, sem er skóli Hetjunnar minnar. Hann þarf ekkert að fara yfir neinar götur til að fara í skólann og er mér mikið létt með það þvi að heyrnaleysið hans er nokkuð sem hann þarf tíma til að læra á ... Þannig að það verður notaður tíminn á milli jóla og nýjárs að pakka og flytja svo strax á nýju ári... Það sem ég hlakka mikið til er að ég hef pláss þar fyrir hluta af lokaverkefninu mín frá því í fyrra...

Svo var verðlana afhending hjá nemendum mínum í dag á Glerártorgi þar sem það var veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir veggspjöld gegn kynbundnu ofbeldi... þetta var unni í samstafi Myndlistaskólans við Jafnréttisstofu og karlar með ábyrð... Það voru Karlar með Ábyrð veittu verðlaunin og voru þeir svo hrifir að það eru líkur á því að það verði frammhald af samstafi nemendanna minna við þá ... sem er frábært...Smile þetta er svona alvöru verkefni sem lifir og það er svo gott tækifæri fyrir þau og ekki síður gaman fyrir mig að hafa geta klára með þessum verkefni almennilega með þessum aðilum... Mín pínu stolt af krökkunum sínum ...Cool Hér má sjá frétt um þetta mál...

Hetjan mín fór í alsherjar rannsókn uppá spítala í dag ... svona bara til að vera viss um hvað væri í gangi og það kom ekkert útur því nema að þetta sé eðlilegt miðað við álagið sem líkamii hans er að takast á við þessi misserin. Han var reyndar nokkuð hressari í dag þannig að það er tekin stefna á skólann á morgun... allavega smá stund svona til tilbreytingar...  SmileSmile þótt ég vilji ekki að hann fari út eins og er...  Matalystin kom aðeins í dag og það er gott merki... Það eina sem læknarnir vildu breita er að hjálpa honum aðeins meira að sofa almennilega en það er ekkert öðruvísi en það var í sumar... þannig að þegar svefninn lagast lagast líklega hitt líka... eins og hægt er... en hann er allavega hressari í dag en í gær... Smile þannig að það er flott mál... 

Ég hinsvega er að vona að ég sé ekki að fá einhverja pest...heheheee... það væri eftir þessu... en ég ætla SNEMMAA í háttin til að hindar það... LoL

Guð geymi ykkur ... 


já... lífið er svona...

... núna þessa dagana er lífið nokkuð sem maður verður bara að þrauka því ég veit að þetta líður hjá... Hetjan mín er ekki hress þessa dagana... hann er mjög máttfarinn, sefur lítið sem ekkert, borðar lítið og það sem hann borðar vill leita til baka út á gólf... Frown hann stendur varla undir sjálfum sér vegna orkuleysis... hann er svo máttfarinn þessi elska að hann er búinn að liggja fyrir núna í 3 daga... en hann er ekki með neinn hita í þessu þannig og það truflar læknana soldið... en við erum að fara í mikla skoðun á morgun og blóðprufur... Vonandi kemur eitthvað gott útúr því... Hann er voða niðurlútur yfir þessu því hann langar að fara í skólann og vera eðlilegur... hann langar svooo í leikfimi en auðvitað hefur hann einga okru í það núna... hann kemst ekki heldur í skólann... en svona er þetta við verðum bara að halda áfram að vera eins glöð og við getum... og láta okkur hlakka til þegar þetta líður hjá... LoL

Mér finnst voða leiðinlegt að geta ekki verið allar stundir niðri í skóla með nemendum mínum því þau eru að gera svo mikið af skemmtilegum hlutum en ég læt mér duga að fylgi þeim hvert fótmál í gegnum netið... það er svo frábært þetta net að maður getur kennt í gegnum það ...Tounge en þau eru að gera skemtilega hluti og þá langar manni að sjá þá fæðast almennilega.. en þetta er allt að koma í ljós... bara gaman... Grin

En jæja... núna ætla ég að fara að klára daginn og koma mér í háttinn stór dagur á morgun... það verður verðlaunaafhending hjá nemendum mínum á morgun kl.15 á Glerártorgi... við vorum í samstarfi við Jafnréttisstofu... bara skemmtilegt...og fyrir þá sem eru hér fyrir norðann endilega koma og sjá...

Guð geymi ykkur öll...


Það skal viðukennast....

... að blogga er nú ekki alveg efst á framkvæmdarlistanum mínum núna þessa dagana... en mér fannst nú samt kominn tími á það að láta vita að ég er á lífi ..."ennþá" eins og Jenný vinkona sagði í dag... En ástæða fjarveru minna hér inni er sú að staða mín launalega var í svo mikilli óvissu fyrir svona 1 og hálfum mánuði að ég er búinn að sökkva mér í vinnu síðustu vikurnar... og á ég eftir 2 vikur í kennslunni og svo 3 helgar í jólahlaðborðinu á Öngulsstöðum.. en það skal líka viðurkennast að ég var voða glöð að fá örorkumatið mitt í gegn í síðustu viku því að það er á tandur hreinu að ég hef eingan veginn líkamlega getu né andlega orku til að vera í fullustarfi núna... þótt að það sé hrillilega gaman að vinna og ég er mjög ósátt við að geta það ekki.. þá vil ég frekar vinna að því að ná mér svo ég geti farið að vinna aftur full orku og getu...Öryrkinn sjálfur er var t.d. að vinna 13 tíma í gær... og 10 tíma í dag... þetta er nátturulega ekki eðlilegt.... svona er ég ... endalaust að.. mér er lífsinns ómögulegt að stoppa ekki nema að líkaminn minn kyrrsetji mig ... heheee... en ... ég lifi ennþá...og hlakka til að komast í jólafrí...

Annas er svosem ýmislegt í gangi hér á þessu heimili eins og vanalega eingin lognmolla í kríngum okkur en ég vil síður tala um það mikið fyrr en í fyrsta lagi á morgun... þá fást skírari línur fyrir framtíðina hjá okkur..

Hetjan mín er hress á þann hátt sem hann getur... hann er endalaust að passa sig og alltaf að vinna að því að láta aðstæðurnar ekki stjórna sér... en það er stundum ervitt fyrir 7ára snúð... en hann er soddan hetja og mikill baráttu maður... og það er svo merkilegt hvað hann er jákvæður nærri alltaf... hann reyndar missti stjórn á skapi sínu í skólanum um daginn og tók sig til og lamdi 2 stráka sem greinilega voru búnir að reyna á þolrifinn hjá honum þann daginn... og satt  best að segja þá skil ég hann vel því ég hef séð til sumra aðila úr bekknum hans hvernig þau leifa sér að koma framm við hann og aðra ... ég væri löngu búinn að fá nóg af endlausu poti, hrindingum, stríðni og munnsöfnuði ... ég vissi ekki að 7 ára börn gætu hagað sér svona... það virðist ekkert vera gert til þess að útskýra fyrir þeim líðan og þá erviðleika sem Hetjan mín er búinn og er að ganga í gegnum... hvað er uppeldið sem snýr að samúð og skilningi.. þessi kríli eru farinn að nota orð eins og farðu til helvítis, ég ætla að stúta þér og hóta með hnífum og ég veit ekki hvað... minn snúður kom um daginn skelkaður heim og spurði hvað "stúta mann" þýddi.. því að samnemendur hans hefðu notað þetta á hann.. og svo kallað hann aula og aumingja eftir það... ég bara skil ekki svona uppeldi.. hvaðan hafa börnin þetta..?? mér er spurn... en það er víst ekki mitt að ala annara manna börn upp... sem betur fer... 

en jæja.. ég ætla að koma mér í háttinn því að er smá spenna í gangi fyrir morgundeginum... ég segi ykkur það seinna...

Guð geymi ykkur...


Home Sweet Home...

Já við mæðginin erum komin HEIM...og við vorum sammála því að þetta væri besti staður í heima... LoL

Morguninn gegg bara vel ... við vorum reyndar í allskonar tékkum og skoðunum og prófum í 2 og hálfan tíma... niðurstaðan var sú að hann fær vara heyranatæki fyrir vinstri eyrað núna á meðan sýkillinn er ennþá á lífi í hinu... heyrnatæki í það eyra gæti bara aukið sýkingarhættuna til muna þannig að það tekur einginn þannig áhættu... Smile En þetta tæki ætti að hjálpa honum eitthvað með heyrn á vinstra... vonandi léttir það eitthvað á álaginu á hann þessa elsku. Hetjan mín var náttúrlega eins og 7ára drengur getur verið þegar svona álaga er... og líka það að við vorum í Rvk... og hann veit sko að það eru STÓRAAr dótabúðir þar... Samt var ekkert á dagskránni að fara að versla en við fórum að skoða og skrifa niður á óskalistan fyrir jólin ...LoLLoLLoLLoL ekki seinna vænna... Tounge Svo hittum við náttúrulega Ingu Felixsd. mína kæru góðu langtíma vinkonu og höfðum við jú helling um að ræða þannig að við mæginin ákváðum að fara frekar í kaffi til hannar og fjölskyldu hennar frekar en að keyra okkur úta á einhverju búðarápi... Miklu skemmtilegra fyrir okkur bæði því að Inga á stelpu sem er árinu eldri en Ragnar og þau náðu yndislega vel sman... svo að við vinkonurnar fengum fínnann frið til að spjalla um allt ...LoLTounge Það eru margir sem hefðu gaman af því að vera fluga á vegg þegar við vinkonurnar komum saman... það er bara yndislegt... 

Það vesta við þessa ferð var aðflugið að Akureyriar fluglvelli... það var hræðilegt... það slæmt að ég rétt náði hingað heim áður en ég ældi öllu sem ég hef borðað í dag og beið eftir því að inniflin kæmu með...vibbi... ég skil ekki afhverju þetta aðflug hingað heim þurfi ALLTAF að vera svona leiðinlegt. ég þyrfti að komast á svona flughræðslunámskeið ... svo að ég geti nú flogið eitthvað það sem eftir er lífsinns... Tounge þetta hlítur að eldast af manni...hehehehe...Tounge 

Jæja ... það er LÖNGU kominnn háttatími á mig... það var lítið sofið í nótt... 

Guð geymi ykkur


Ein í hugarflugi...

Halló kæri lesandi...

Ég sit hér um miðja nótt fyrir farman tölvuna og nýt þess að geta hlustað á tónlistina mín hátt án þess að vekja Hetjuna mína... Já hann er í "mömmufrí" í Reykjavík... hann var svo flottu þegar hann fór í nýjum gallabuxum og pólóbol sem hún yndislega vinkona okkar hún Hrefna keypti þegar hún var í USA í haust. Hann vildi sko vera flottur þegar hann færi þannig að við settum belti á buxurnar í stíl og svo fann hann flotta úrið sem ég gaf honum í jólagöf í fyrra og allt passaði saman... Grin alger töffari... og hann var svo spenntur að fara ... Elskulega dúllan mín... það þarf svo lítið til að gleðja þessa elsku... Ég horfði á hann svona töff í tauinnu og svarandi spurningum um hvort hann væri ekki flottur... hann er ekkert smábarn lengur !! hann hefur skoðanir á því hvernig hann vill vera klipptur, í hvernig fötum hann vill ganga, hann veit hvernig honum líður tilfinningalega og talar opinskátt um það, hann hefur sínar eigin skoðanir á flestu og meira að segja ég verð stundum bit yfir því sem kemur útúr honum stundum... hann talar stundum eins og gamall fræðimaður... 7ára guttar tala ekki svona... en hann er einstakur þessi elska í alla staði. Ég er svo stolt af honum því að kennarinn er alltaf að segja mér hvað hann er duglegur og að hann sé ekki eftirbátur jafnaldra sinna... þrátt fyrir allt... ekkert smá stolt mamma hér..InLove

Ég er farinn að foraðast fréttamiðla þessa vikurnar því að ég nenni ekki að lesa endalausa neikvæðni og bölsýnir, reiði og hótanir. Þetta er svo lýjandi og hreinlega skaðlegt fyrir sálina að vera endalaust að velta sér uppúr þessum málum. Það er meira að segja orðið skemmtilegra að lesa slúðrið um fræga fólkið en innlendar fréttir... og þá skal ég segja ykkur að það er langt gengið í mínu tilfelli því að ég hef alldrey áður lesið slúðrið... heheheee.. en ég geri það frekar en að filla líf mitt af neikvæðni og reiði. 

Þið meigið ekki miskilja mig ég hef skoðun á því hvað hefur gengið á hjá okkur... ég vil að fólk taki ábyrð á sínum málum, ég vil að stjórnendur sýni sómann sinn í því að víkja úr starfi þegar þeir gera mistök og hleypi öðrum að sem geta þá unnið vinnuna sína hlutlaust. Ég vil fá kosningar, nýjan stjórnendur í bæði Seðlabankan og Fjármálaeftirlitið.. svo ég nefni nú ekki Forsætisráðherran ... En málið er að ég get vel haft sterkar skoðanir á málefnum samtímans án þess að fara um með neikvæðni og ofsa... því að ég hef trú á því að maður nái lengra og betri árangri ef maður beitir jákvæðninni frekar...  jæja nóg um þetta ...

Það skal viðurkennast að það er farið að læðast að mér smá tilhlökkun til jólamánaðirinns... ég er soddan jólastelpa Halo finnst þessi hátíð ljós og friðar svo falleg... það fylgir henni gleði og byrta sem ég get ekki lýst með orðum, ég sé allt í myndum enda hönnuður og myndlista kona ekki rithöfundur... hehehee... þannig að ég hef hug á því að þegar við mæðginin komum heim í vikunni af fara að ná í jólakassan minn niður í geymslu og setja upp nokkrar jólaseríur í gluggana.. aðeins fá smá meiri byrtu í hýbíli okkar mæðginanna...

jæja... ég ætti kannski að hætta þessu hugarflugi núna... ég er með myndatöku á morgun og líklega líka að hjálpa nemendum mínum áfram... þannig að ég ætti að komar mér í háttinn...

Guð geymi ykkur öll...


Hélt uppá titilinn með...

... með því að leggjast í flensu... ég held meira að segja að það séu mörg ár síðan ég hef verið svona veik eins og ég var í gær og í dag... ég var algerlega búin á því, gat ekki borðað, talað, með mígreni hausverk og maginn í keng, fyrir utan hitan. En það þýddi víst ekki að leggjast alveg þannig að ég kenndi í gagnum netið í allan gærdag framm á kvöld og mætti svo í skólann í morgun því að það voru mikilvægar manneskjur að koma til okkar. EN í hádeginu fröslaðist ég hingað heim og varð meðvitundarlaus í 2-3 tíma ... stein sofnaði á meðann mamma var með Hetjuna mína... Það var þvílík gjöf að fá að leggja sig svona því að núna er ég mun betri. Þannig að núna sit ég hér og er að vinna upp það sem ég gerði ekki í dag. Elskulegu nemendurnir mínir eru ennþá duglegir að vinna á kvöldin þótt að það sé helgi og það er frábært. Þau eiga að skila stóru verkefni á mánudagsmorguninn og eru sumir vel stressaðir fyrir það. Hetjan mín er að fara suður á morgun til Óttars bróðurs og ætla ég að vera í vinnuni með krökkunum um helgina... þannig að mánudagurinn verði ekki eins hræðilegur í þeirra augum.

Svo hefst nýr og allt örðuvísi áfangi hjá mér eftir helgi... það verður bara gaman að skella sér útí það. 

Já Hetjan mín lagðist með mér í rúmmið í gær en ekkert alvarlegt...hann var bara þreyttur eftir 2 stóra þemadaga í skólanum... þessi elska þolir ekki mikið ... en hann er búinn að ná mætti til að fara til RVK á morgun... Svo fer ég líka suður á mánudag til að geta farið með hann í Heyrna og talmeinastöðuna á þriðjudagsmorguninn.... það verður gamgn að skoða öll flottu heyrnartækin sem eru til... 

Jæja.. það er kominn háttatími á mig... Guð geymi ykkur..


Daglegt líf... eftir Evróputitil...

Góða kvöldið kæru lesendur...

InLove Í byrjun vil ég byrja á því að þakka ykkur fyrir yndislegar heillaóskir hér á síðustu færlsu... Það hlíjar mér ómetanlega um hjartarætur að fá svona falleg orð og hugsanir...  InLove

Það er svo skrítið að þegar maður hefur heyrt þakkaræður fólks þegar það fær stóra viðurkenningu þá er vanalega umræðuefnið hversu mikils virði stuðningur, fjölskylda og vinir eru í þeirra lífi ... ég hef stundum furða mig á því hvernig þessu fólki líði og t.d. þegar fólk fellir tár af geðshræringu ... mér hefur stundum fundist þetta vera smá corný... og ekki haft mikinn áhuga á því að hlusta á svona... En í gær upplifði ég tilfinningu sem ég á ervitt með að lýsa... daginn fyrir var ég bara hrædd og stressuð... en svo þegar Hörður Lárusson formaður FÍT fór að tala við afhendinguna í gær þá helltist yfir mig svo róleg, hlí og þétt tilfinning af þakklæti, gleði, hamingja og ynislegt ljós til allra sem hafa verið þátttakendur í lífinu mínu síðustu árin... Ragnar, mamma, Hallgrímur, Jenný, Mona, Inga svilkona, Þráinn, Dóra, Guðrún, Helgi Vilber skólastjóri og Soffía kona hans  ... og miklu miklu fleiri... Ég var pollróleg og inní mér var hlír straumur, óendalegt þakklæti og væntumþykja til alls þessa fólks. Á tímabili í ræðu Harðar fann ég að mamma tók í hendina á mér og kreisti svona til að leggja áherslu á hversu stolt móðir hún er og í þann mund þurfit ég að hemja mig til að fella ekki tár... Ég er ennþá í rauninni í flóði þakklætis því það er mjög góð tilfinning. Þetta er upplifun sem ég hef ALLDREY fundið en er í rauninni life-turning tímapungtur í lífi mínu...

Það kom mér soldið á óvart hvað ég er róleg og glöð inní mér núna... ég t.d. fór í búð í dag til að versla í matinn eins og maður gerir allavega 1-2 í vikur... ein í mínum huga og í rauninni bara að hugsa um að drífa mig í gegnum búðina til að komast heim til Hetjunnar minnar sem beið mín með óþreyju. Ég var ekki komin nema að körfunum þegar þrammaði að mér maður til að taka í hendina á mér og óskaði mér til hamingju... og var það ekki eini aðilinn í þessari búðaferð... og alltaf kemur mér það á óvart hvað fólki langar að óska mér til hamingju... en frábært... ég bara kann ekki að taka svoan á móti hamingjuóskum á almannafæri.... hehehee... hóværðin að gera útaf við mig... hehehe.. en mér finnst þetta ekki síður sigur greinarinnar "grafískar hönnunar" og skólans... og fannst mér það komast ágætlega til skila í viðtali við mig og Helga skólastjóra á N4 í gær... HÉR... 

Jæja ... ég ætla að hætta núna að tala um þetta ...finnst nóg komið ... hehehee... en enn og aftur TAKK FYRIR heillaóskirnar og falleg orð í minn garð...

Guð geymi ykkur...


Staðreind varð að veruleika...

Já... ég ætlaði bara að setja hér inn mynd af gripnum mínum... Smile ég ætla að tjá mig meira um daginn síðar í kvöld eða á morgun...

ver_laun1.jpg

ver_laun2.jpg

Nú er þetta staðreind og sett í sögubækur Grfískrar Hönnunar ....

Takk fyrir allar heillasókirnar sem mér hafa boðist... ég er eigilega orðlaus núna og hrærð yfrir þessu öllu... TAKK InLove


Ég titra, skelf, svitna og nötra... af stressi...

... já ... þetta eru blendnar tilfinningar... á morgun kl.11:30 hefst athöfn þar sem á að afhenda mér Evrópumeistaragullið mitt... Það hrúast inn á mig allskonar tilfinningar núna... ég er skelfingu lostina af hræðslu, í 7 himni af gleði, svíf á bleiku skýi og titra af stressi... þetta er ekki auðveld blanda... heheheee... Hér heima í mínu verndaða umhverfi leyfi ég tilfinningunum að koma framm en ég er líka búin að ákveða að setja þetta í hendur míns æðri máttar... og sjá bara til... Njóta þess að vera á lífi og með þó þá heilsu sem ég og sonurinn höfum... og brosa framan í hvern dag sem kemur... Núna er ég búin að taka allt til sé ég þarf að taka með mér á morgun... þvottavélin er að kláta að þvo það sem á að hylja mig á morgun... ég á eftir að pressa skokkinn og fara í bað... svo verður það bara bólið SNEMMA...

jæja.. nóg um það... Guð geymi ykkur... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband