Færsluflokkur: Bloggar

Ætti maður að byrja að blogga aftur... ?!?!

Ég hef alltaf vissa þörf fyrir að skrifa og þeur sem þekkja mig best vita að það hefur fleitt mér yfir allskonar verkefni. Það sem skelfur mig núna eru nettröllin og fólk sem hefur þörf fyrir að draga ókunnuga niður í skít og drullu, ég er ekki viss um að hafi bak í árásir... en kannski er það einmitt lærdómurinn sem mig vantar, gagnrýni og að læra að standa með minni skoðun ( hvort hún sé rétt eða röng). bara standa með sjálfri sér...

Þegar ég byrjaði að blogga hér var þessi heimur og minn heimur allt öðruvísi, sonurinn barðist við erviðan sjúkdom og ég í frammhaldinu... núna er baráttan við unglinginn, reikningana, makaleitina-deitin, lífið hjá fertugri Dívu sem er líka öryrki í baráttu fyrir því að fá að lifa mannsæmandi lífi...

 

Það er þess virði að hugsa það hvort ég taki bloggtörn...  :)


Menning eða hótelherbergi...

Hugur minn er flöktandi þessa dagana vegna óöryggis varðandi verkefni sem ég hef verið hlutaðeigandi síðustu árin. Þannig er mál með vexti er að ég hef verið í stjórn Félagagasamtaka sem heita Grasrót Nýsköðun / Iðngarðar sem er staðsett í gamla slippnum á Akureyri. Við erum að fara inní 4 starfsárið okkar og við höfum alldrey fyrr verið eins nálægt markmiðum okkar og nú. EN núna er rekstri okkar stofnaði í mikla hættu vegna þess að það er komið kauptilboð í húsnæðið sem við erum búin að vera í síðustu 3 árin. Kauptilboðið er fá aðilum af höfuðborgarsvæðinu og markmiðið er að bæta við enn einu gistiheimilinu hér á Akureyri. Hjá okkur eru núna ca. 25 einstaklingar og félagasamtök sem vinna með handverk, hönnun og listir, við höfum verið í góðu samstarfi við Atvinnuleysis stofnanir og fólk sem vill verða sjálbært í sínu fagi. Hjá okkur er að komast í gang gott samstaf fólks og þekkingar sem var alltaf grunn markmið samtakana... og þegar svona samstaf verður til þá gerast ótúlega skemmtilegir og spennandi hlutir sem styrkja innviði samfélagst á svo sterkan og góðan hátt... þar er styrkur sem mér finnst ekki má eyðileggja, kraft og gleði sem má ekki kæfa...

Ég er sjálf öryrki og ekki með neinar tekjur en oft hefði ég viljað að peningar væru ekki vandamálið... ég vildi að samfélagið sjái hag sinn í því að tryggja okkur húsnæði, við erum búin að sanna að starfsemi okkar er á réttum kyli og við erum ekki búin að vera mikið í styrkjum eða öðrum fjárveitingum... Við áttum okkur augðvitað á því að peningar vaxa ekki ár trjánum eða fjölfaldast svona eitnn tveir og tíu... en ég get ekki hugsað það til enda að það eigi að slökkva á þeim neista sem er búinn að taka 3-4 ár að byggja upp.

Akureyri menningarbærinn ... ég veit eigilega ekki alveg hvað mér á að finnast um það núna... 

Guð ... ef menning er meira virði en gistirými sem eru með kannski 30% ársnýtingu þá erum við örugg með húsnæðið okkar... 

menning og virðing... Heart


Einelti og stríðni... skóli eða foreldrar.

Það er búið að vera mikið í umræðunni á samskiptavefum og í vefmiðlum fjölmiðla undanfarið umræðan um einelt. Það eru byrt á vefnum allskona bréf og textar þar sem fórnalömb eineltis segja sögur sínar og bjóða því fólki sem hefur unnið því mein byrginn.

Ég er þolandi eineltis en á einhvern hátt hef ég ekki þörf fyrir að nafngreina einstaklinga, skóla eða svæði þar sem ég upplifði þetta. Ég vil ekki skrifa nána lýsingu á atburðum fortíðar en ég vil nota reynslu mína til að önnur börn í dag líði ekki það sama.

Það er frábært að umræðan sé að opnast og að fólk sé færara um að ná töku á líðann sinni eftir svona árásir en hvað er verið að gera í skólunum í dag... eða mikilvægara hvað eru foreldrar að gera svo að börnin þeirra verði ekki gerendur eða þolendur.

Ég hef þurft að taka slaginn fyrir son minn og það er lengt frá því að vera létt og ég finn vel hvað það skiptir máli að allir foreldrar séu vakandi og viljugir til að vinna að þessum málum í sameiningu. Því miður er ég að sjá sömu andlitin sem ég þekkti sem barn en í dag eru þetta foreldrar barna sem í skólakerfinu í dag þar sem er verið að vinna með einelti... Það er alls ekki bara skólinn sem þarf að gera heimavinnuna sína í þessum málum heldur foreldrar líka... og að mínu mati miklu meira foreldrar en skólinn.

Börnin segja og framkvæma eins og það sem þau sjá og heyra heima fyrir... börn eru fullkmnir speglar á foreldra sína... sonur minn er spegill af mér og hann lærir það sem ég hef fyrir honum. Þótt að hann sé miklu þroskaðari en ég var á hans aldri og hann skilur líka betur aðstæður  en ég gerði á sínum tíma. t.d. þá sagði hann nokkuð sem sem mér fannst frábært og ég vildi að ég hefði haft þennan skilning þegar ég var á hans aldri. Hann sagði, þegar við vorum um daginn að ræða um barn sem honum linti ekki við á fyrstu skólaárunum en í dag segir Hetjan mín... " mamma, hann er svona hrekkjóttur og stríðinn sem er gaman en á meðan xxxxxx eru grimmir og særandi." þvílík snilld af 11ára barni að þekkja muninn á þessu... og þá var ég 100% viss um það að líðan hans vegna samskipta er sönn.

Ég hef alldrey farið í vinnu með barninu mínu nema að ræða það opinskátt hvaða hlut hann á í málunum, já... ég veit að fólki finnst ég kannski hörð núna en ég veit það í dag að þegar ég var barn að takast á "eineltið" mitt þá var ég líka að takast á við erviða hluti á öðrum svæðum og það speglaðist í hegðunn minni í skólanum og ég bætti ekki ástandið á neinn hátt... ef eitthvað var þá olli ég ekki síður erviðleikum ... en við vorum bara börn, ekki með þroska til að skilja orsök eða afleiðingu gjörða okkar.  Hetjan mín er skapstór og ákveðinn... við vitum að það eru auðvelt að ná honum uppúr öllu ...varðandi þetta ber ég ábyrð á því sem foreldri að kenna honum að vinna með sitt skap og sína hegðun... og annara foreldra að sjá um sín börn. Ég vildi að umræðan myndi taka þetta sterkar inn því að þarna er hlekkur sem skiptir öllu máli til að ná árangri í því að kenna börnnum okkar mannleg samskipti og virðingu. Þessvegna skora ég á foreldra að taka ábyrð og vinna að þessum málum með börnunum sínum og skólakerfinu ekki á móti. 

Viðring og vinsemd Smile


Sól úti en dregið fyrir inni...

Það er merkilegt hvað veður hefur áhrif á okkur mannskepnurnar. Núna er frost úri og sólin skín sínum fallegu geislum á okkur hér fyrir norðan en stundum vill maður vara draga fyrir og skríða undir sæng og setja eyrnatappa í eyrun svo að það sé á hreinu að ekkert af skynfærunum skinjar sólina og næringuna sem í henni felst. Því er maður svo myrkur stundum að maður hleyður ekki einusinni sólinn að manni? hver slillti þetta í forriti heilasn? við sjálf eða einhver / eitthvað annað... auðvitað vitum við það best sjálf og þurfum að vakna og vera í núinu til að skilja hvað við erum orðin ómeðvituð um gerðir okkar, við erum stundum eins og formötuð vélmenni sem sýnir eingin viðbrögð eða tilfinningar, svo vöknum við einn dag og hugsum hvert er ég komi? hvað er ég að gera hér?? ég vil ekki vera hér ... ég ákvað þetta ekki... en við ákváðum að vera á sjálfsstyringu og því erum við hér.. Við ákváðum !

Megi dagurinn færa þér byrtu og gleði... ég er farinn út í sólina... Wink


Söknuður eftir skilnað við matarvenjur mínar.

Góða kvöldið ...

 Ég ákvað það fyrir 24 dögum að hefja för mína í fráhald í GSA ( GreySheeters Anonymous ).  

Í þessu prógrami er maður að halda sér frá sykri, sterkju og hveiti. Ég ætla ekki að segja að þetta sé allt ekkert mál og skítlétt... Það að breyta mataræðinu sínu er mjög ervitt... en það sem kom mér á óvart í þessu ferli er hversu mikið sálrænt þetta er. Ég er allls ekki svöng en samt er hausinn á mér endalaust að segja mér að honum langi í "eitthvað" hvað er þetta eitthvað... það er ekki matur.. eitthvað vekur hjá mér allskonar tilfinningar, depurð, einmannaleika og tómleika... Mér líður síðustu daga eins og ég hefi ferið að skilja úr ártarsambandi... ástarsambani mínu við mat... hann brást mér og var alls ekki góður við mig... þannig að núna lít ég á þetta svo tilraun minni að heffja ástarsamband við sjálfan mig... 

Það að takast á við andlega og sálræna hlutið sem snúast um mat... var nokkuð sem ég hefði alldrey sett samasemmerki við það. Vonandi verður þetta ekki langan tíma í kollinum á mér og ég get farið að snúa huga mínum að öðru en mér finnst líklegt að mér finnist gott að gagga þetta út á veraldarvefinn og vinna mig þannig frá þessu hægt og rólega...... ;o)

Blessings ... M


Góður dagur að baki....

Já... það er gott að upplifa góðan dag... það er langt síðan mér hefur liðið svona vel eins og akkúrat á þessari mínútu... og ég er að njóta þess í botn... Wink Ég vil trúa því að nýja lyfið sem ég byrjaði að fá í dag sé ástæðan... Það er eitt sem ég hef ríg haldið í síðustu mánuðina... því ef maður hefur ekki von þá er ekkert eftir ... Grin en svo er það svvvoooooo gott að finna fyrir betri líðan sem kemur óþvingað hún er bara... og með henni fylgir innra bros sem ég er svo þakklát fyrir... InLove þegar maður missir heilsuna þá missir maður mjög mikið ... og veikindin fara að stjórna lífi þínu... en svo þegar maður fær stund og stund sem er verkjalaus, þreytulaus bara líðan sem maður fær að njóta alls þess fallega sem til er... það er ómetanlegt að fá áminningu að það er til betra líf...

takk fyrir þá ró og sælu sem ég er að njóta þennan fallega dag... takk fyrir soninn fallega sem er búin að sína að hann getur tekist á við allt í heiminum.. takk fyrir að móðir min er að ná heilsu líka... takk fyrir þau tækifæri sem mér eru veitt ...  takk takk.... þakklæti og von er góður staður að vera á...  InLove

 


Fáfræði mitt...

Kæru vinir og vandamenn... !!

í þessu bloggi er ég hugsi um hversu fáfróð ég viriðs vera um það sem er að gerast í heiminum. Ég hef ferðast víða þekkt mikið af fólki fá hynum ýmsu þjóðernum og löndum, ég hef alltaf talið mig víðsýna og algerlega lausa við fordóma sem og fundist ég bera virðingu fyrir skoðun annara... Ég tel þetta enn í dag en samt finnst mér ég vera fá fróð og jafnvel soldið naív í hugsun... Ég stóð frammi fyrir þeirri reynslu fyrir nokkru að ráða ungan einstakling í tímabundna vinnu og við tóku 2 einstaklinga í viðtöl og voru þeir báðir af erlendu bergi brotnir og frá menningu sem ég þekki ekki meira til en úr fréttum. Þegar farið var að ræða vinnutíma og framkvæmd vinnunar kemur uppúr kafinu að vegna trúarlegra ástæðna gat annar aðilinn ekki unnið á laugardögum og svona smáatrið sem eru svo sjálfsagt að bera virðingu fyrir en ég hafði bara ekki einustu hugmynd um... ég sat eftir full af vilja að bera virðingu fyrir trú og daglegu lífi þessara einstaklinga en vanhæf því ég viss ekkert um hvað er í lagi og hvað ekki...

Svo núna eftir árásirnar í Noregi þá finnst mér ég koma af fjöllum þegar ég les og heyri um þau áhrif sem leiddu til þessa voðaverka. Ég reyna að lesa mig til um allar þessar stefnur og þessar heimspeki hugsanir sem liggja að baki sem virðist vera... Mig langar að skilja heiminn betur, þær mismunandi leiðir sem fólk velur til að ná lífshamingju (ef má kalla það það) mig langar er geta mindað mér skoðanir en veit ekkert um málið til þess. Það eina sem ég get hugsað hvað hefur ferið úrskeiðis hjá einstaklingi sem þeim sem olli þessum harmleik í Noregi?? hvar fór þessi annas fjallmyndalegi maður útaf brautinn?? hvernig getur svona gerst?? Það eru eins harmleikir að gerast allstaðar í heiminum dag hvern þótt þeir séú bara í minni stærðargráðu... eitt líf sem tapast í heimilisofbeldi eða vegna reiði eða öfundar er ekki síðus harmleikur ... er rótin sú sama...?? það er bara spurning hveru margir er svo óheppnir að fera á þeim stað á þeim tíma..?? 

Á maður bara að lifa í fáfræði sinni eða á maður að gefa sér tíma og stað til að læra betur um þessi málefi þá í gegnum mannfræði, heimspeki, sálfræði, sögu og trúarfræði... það freistar mín en ég veit að í mínu perónulega lífa verður þessi lærdómur að bíða... en ég á einhvern hátt á ervitt með að láta þessa hugsun vera... ég get ekki lengur slökkt á tvinu eða tölvunni og sagt þetta kemur mér ekki við ... þetta er ekki hér á landi ... ég er heppin að vera ekki í svona samfélagi... útaf því að þetta kemur mér við og barninu mínu sem er að alast upp, álíka harmleikir gerast líka hér á landi (kannski ekki þessar stærðargráðu ) og ég á heima í samfélagi sem er álíka og samfélagið í Noregi t.d.. Þannig hvar liggja mörg okkar, hina venjulegu leikmanna í svona málum??  ber manni ekki viss skilda til að hafa einhverja haldbæra vitnesku og skoðanir í svona málum... ekki bara dóma vegna tilfinniga heldur vitneskju út frá einmitt sögunni, mannfræðinni, heimspeki, sálfræðinni og trúarbrögðum... getum við lifað í fjölþóða samfélagi ekki með vissa þekkingu... Ég sagði alltaf ... ef ég vil búa í landi sem er með x túngumál, vinna þar og lifa þá finnst mér eðlilegt að ég leggi mig farm við að tala tungumáli þess lands... og þessa skoðun hef ég haft varðandi þá sem vilja búa og lifa á íslandi.. OKey... mér finnst þessi skoðum bara ekki duga mér leingur... ég veit ekki af hverju eða hvers vegna þetta bankar uppá hjá mér núna, kannski er þetta hluti af því að þroskast og vera fullorðin... það er þá óskandi að ég geti leitað mér þeirra svara sem hafa vaknað og skilið þessar áhyggur mína betur...

Kv... Margrét

 


Vinir í raun...

Ég ver þess heiðurs njótani í dag að upplifa sanna vináttu ... ég veit að ég hef oft og mörgum sinnum upplifað vináttu í sínum ýmsustu myndum... en ég fann svo vel í dag hvað sönn vinátta getur rist djúft og hvað ég er þakklát fyrir hana. Þetta er svo björt tilfinning og öryggistilfinningin að maður er metin eins og maður kemur til byranna og þarf ekki að búa neitt til eða vera eitthvað annað en maður sjálfur... ;o) þótt maður hafi ekki verið duglegastur í að hringja eða fara í heimsókn ... Ég er svo þakklát að eiga svona yndislega vili...

Dagruinn í dag var "beti dagur lífsinns" að sögn sonarinns... það gerir mömmuna líka glaða og snortna... þá er tilgangi dagsinns náð... ;o) og allir fara saddir og sælir í háttin á þessum meðrka sunnudegi...

Gleði í hjarta og kær kveðja...


... 10 ára ...

Góðann daginn...

Fyrsta myndin... Ragnar nýfæddur

Kl. 10:07 verða 10 ár síðan Hetjan mín fagra fæddist í þennan heim... Og það er ekkert lítið sem hann hefur tekist á á þessum árum... Ég gæti ekki verið stoltari og ríkari mamma... ;o)

InLove  Wizard  InLove  Wizard  InLove   Wizard  InLove   Wizard  InLove   Wizard  InLove  

 


finnst eins og ég sé að hangsa...

Ég tók þá ákvörðun að segja mig frá ýmsum verkefnum vegna veikinda minna... það þýðir að ég er hér heima og finnst ég vera að hangsa en finn ekki orku til að gera það sem ég á í rauninni að vera að gera... þrífa, pakka, klára skrif, baka fyrir afmæli og allt sem þarf að gera á meðal heimili. þetta er líklega fyrsti dagurinn sem ég er ágæt í langan tíma og ég get ekki gefið sjálfri mér augnablik í pásu... ég byrja að traðka á sjálfri mér fyrir að gera ekki hitt og þetta.... mig langar að vita afhverju ég læt svona því í ósköpunum get ég ekki leyft mér að vera í smá fríi... því... ?!?!

Reyndar þá fer illa í mig þetta leiðindarveður ... maður fær ekki sólina og hlíjuna... ég verð þunglynd á því að þurfa að kveikja ljósinu hér heima eins og á hausti... mig langar svo upp á fjall að tína jurtir... hef ekki getað það vegna kulda og roks, rigningu og kulda... Maður finnur það svo vel eftir kaldan vetur hvað líkaminn og andlega heilsan þráir sól og sumar... Ég verð samt að trúa því að þetta fari nú að koma... ég þarf að ákveða hvað ég ætla að leggja áherslu í jurtatínsluni... 

Núna er málið að baka og taka til fyrir 10 ára afmæli sem er á  sunnudaginn... það eru samt erviðar tilfinngar sem fylgja því ... það hefur alltaf verið ervitt því að fólk er auðveitað í fríum og á ferðinni... þannig að það eru svo fáir koma og mér finnst það alltfa svo ervitt fyrir hetjuna mína.. ég vildi svo að allir í hans fjölskyldu væri hér svo þetta gætu verið stór veisla fyrir hann því að hann á ekkert annað skilið en að hans veisla verði æði og fullt af fólki að heiðra hann... þessa elsku...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband