Sundlaug nr. 8 Laugardalslaugin- Eins og falleg gamalt barn síns tíma.

Jæja ... Núna er ég að byrja ári seinn að safna einni og einni laug aftur... Ég er auðvitað búinn að fagna 50 ára afmælinu en markmiði er það sama að safna 50 sundlaugum þótt tímamörkin sé önnur...
Þessa dagana er ég komin á suðurlandið í smá hjálparstarf en í leiðinni þá er stundir inná milli sem ég nýti í hluti sem ég annas ekki geri... Á þriðjudaginn var Þráinn vinur minn í hnéaðsgerð og ég þurfti að nota smá tíma sem ég gerði með því að safna 8. sundlauginni ... Það var Laugardalslaugin.
Laugardalslaugin kom mér dásamalega á óvart. Mér finnst hún eins og dásamlega falleg gömul kona sem heldur sér frábærlega en er í leiðinni barn síns tíma. Það er augljóst að öllu þarna er vel við haldið og þrifin hafa verið góð í tugi ára... það þarf nefnilega ekki langar vanrækslu til að maður sjá það hér og þar. Húsið og laugarnar hafa verið vel hannaðar frá upphafi og hentar sundlaugarmenningu okkar Íslendinga frábærlega.
Það eins sem mér fannst verra þar en heima á Akureyri er að sundlaugarnar bæði útilaugin og innilaugin eru hafðar 28 gráður og það er að mínu mati aðeins of heitt til að taka 1500 - 2000m. æfingu. Heima er keppniglaugin höfð 26 gráður og mér finnst það fullkominn hiti... Pottarnir heitir og kaldir alveg frábærir.
Annas var þetta frábær upplifun og ég á eftir að fara þangað aftur.
 
449399284_507701794944337_8619515121595890963_n449157723_1173654570334060_5033332350625774293_n

Sundlaug nr.7 Sundlaug Húsavíkur - Góð laug byggð á gömlum grunni.

Þá er ég loksinn byrjuð að synda aftur eftir 3 mánaðar veikindafrí. Það er magnað að vera kominn af stað aftur. 
Í dag var laugardagsrúnturinn tekinn til Húsavíkur. Sundlaug Húsavíkur vel búin og góð laug með allt sem þarf fyrir góða sundlaug.

Vel búnir búningsklefar, hreinir og rúmgóðir. Sundlaugin er á gömlum grunni, stutt, hlí og flott fyrri börn og leik. Þarna er líka gott úrval af pottum og flott kalt kar... Allt í fluttu standi og vel viðhaldið. 

Frábær laug til að njóta. 

 

395892159_682398017173856_2612340551271008840_n396628920_345915444682282_371265744160374327_n

369925843_345252641370024_5926726809866955903_n


Smá óvænt hlé á sundlaugasöfnun...

Þar sem ég var búin að opinbera þetta sudlaugarbras mitt þá finnst mér líka ég þurfa að láta vita að það er búin að vera smá pása á þvælingi síðasta mánuð vegna óvæntra breytinga á viðbrögðum líkam míns við aukinni hreyfingu. Þannig er mál með vexti að ég fékk mjög mikla meðgöngueitrun þegar ég gekk með son minn fyrir ca.23 árum, síðan hef ég barist við of háan blóðþrýsting á allskonar stigum... EN fyrir ca. 4 vikum fór ég að finna fyrir einkennum sem ég þekkti ekki frá líkma mínum, svima, heilaþoku, taugaverki, hausverki, hjartaverki og allskonar smá bras... ég er bara búin að vera leiðindar veik... en svo fyrir 15 dögum fékk ég tíma hjá lækninum mínum og fór að mæla blóðþrýstinginn 6 sinnum á dag og hef ég séð tölur sem ég hef alldrey séð... lægst hef ég farið í 100/51 sem er lágt... þannig að ég hef ekki verið ferðfær eða með neina orku fyrir ferðalög. Ég hef reynt að fara rólega í sund hér á Akureyri til að missa ekki taktinn en núna bíð ég eftir lækntíma 7.sept. og vonandi kemst ég þá í einhverjar heimsóknir áður en ég fer svo í uppskurð 26.sept.

ÉG ER ALLS EKKI BÚIN AÐ GEFAST UPP... ALLDREY... ÉG HELD ÁFRAM ÞEGAR ÉG GET... ;)

kVEÐJA Þessi skít slaka... 


Sundlaug nr. 6 er Sundlaugin á Hofsósi - Best Instagrammaða laug landsinns.

Þegar maður er kominn í Sólgarð er Hofsós bara steinsnar frá, á leið manns inn Skagafjörð. Mín allra fyrstu kynni af Hofsósi var þegar ég náði mér í Skagfirðing sem kærasta á síðustu öld, en þá var þorpið í mikilli niðurnýslu og við keyrðum vanalega eins hratt og við gátum framhjá... En það hefur breist á síðustu 20-25 árum... Í dag er þetta einstaklega krúttlegt þorp og gamli hlutinn í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðgum.

Þorpið er líklega með því allra fallegasta útsýni sem landið bíður uppá enda er sundlaug staðarinns mest myndara svæði landsinns. Það er alls ekki tekið frá þeim að byggingin og svæðið er einstalega vel valið fyrir laugina. Húsnæðið er mjög nútímalegt og flott, það kítlar auðvitað hönnuðinn í mér að fara á svona staði. Mér fannst búningsaðstaðan sniðurlega upp sett með sýrum svæðum , þurrsvæði og blautsvæði... vel hannað. Byrtan í klefunum er skemmtilega því veggirnir eru einskonar frosið gler og sturturnar eru þær allra bestu sem ég hef notað hingað til. 

Laugin er 25 m. sem er kunnuleg stærð fyrir mig, hrein og notaleg... ég klaraði 625 m. svamli innan um lítið sturtaða úrlendinga í leit að besta skotinu til að pósta á Instagram. Þrátt fyrir merkta sundbraut var það ekki virt af öðrum gestum á svæðinu. Það sem mér þótti allra verst fyrir þessa flottu laug að sundlaugarsvæðið var rosalega draslararalegt, dót, skór, föt, handklæði og allskonar drasl útum allt... Ég hef séð betri þrif á WCum og sturtum, og sýnir það líklega að álagið á þessa litlu laug er meira en hægt er að viðhalda vel. Ég vil samt minna á að ég er smámunasöm og þegar ég sé svona flotta aðstöðu, vel hannað og umhverfið æði þá þarf líka lítið til að þetta fari á hvolf. 

Það er samt alveg magnað að synda beint í norður og sjá Drangey blasa við þegar maður lyftir sér til að anda, því synti ég meira bryngusund til að njóta umhverfisinns í botn.

https://www.facebook.com/sundlauginhofsosi/?fref=ts

Við mæðgur fengum okkur gott að borða á Retro Mathús niðri við höfinan áður en við kláruðum hringinn heim... og ég held bara að ég hafi hitt draumaprinsinn minn þar líka (ekki alveg nógu hávaxinn fyrir minn smekk en)...

https://www.facebook.com/retromathus

362903898_1213047552722738_4499353473340811454_n

362936835_298839659261338_3939446360916527919_n

362657535_1330662691202087_5881917239983684022_n (1)

362907709_1305486967072459_38458918019953822_n

362886291_572055678232302_4076848901372515874_n (1)

362704560_606372398270153_6949220266703903535_n (1)

362665618_287979277243656_95545864157661260_n

 

 


Sundlaug nr.5 er laugin í Sólgarði í Fljótum - Fallega gamaldags.

Í gær föstudaginn 21. júlí var fallegur sumardagur, fjörðurinn var rólegur undir morgunþokunni en sólin beið síns tímar. Við mæðgur settumst uppí rauða Yarisinn hennar mömmu um hádegi, með nesti, nýja skó og sundföt... og keyrðum út Eyjafjörðinn. Við fengum að sjá fjörðinn okkar og nágrenni í nýju ljósi, með dulúð og leik sólar og þoku. Mjög fallegt sjónarspil á meðan við færðum okkur í gegnum göngin hvert á fætur öðrum... út á nyrta hlutan og svo stefnan tekin á skagafjörð. 

Ég var búin að finna laugina í Sólgarði í Fljótum á sundlaugar.is og það stóð allt eins og í bók. Að renna upp að húsunum, skóla og önnus þjónustu hús og íbúðarhús, var augljóst að maður var komin í sveitina, sólin skeyn og golan lék sér við syngjandi fugla og flugur... Við vorum einar á svæðinu og þuftum aðeins að bíða því laugin opnaði ekki fyrr en kl.3 á föstudögum. Biðin var bara dásamleg í fallegri náttúru og veðri, mjög góð sutnd til að flétta hárið og fá sér smá orku. 

Laugin er ekta lítil sveitalaug, gamaldags búningsklefar og aðstaða, samt allt til alls... Ef flísarnar á gólfunum gætu sagt sögu sína þá væri hún löng... dásamalega fallegar og notaðar. Sundlaugin sjálf er steipt og máluð eins og svona laugar voru í gamladaga, ekki nýlega máluð en hrein og notaleg. Ég var alein í lauginn að svammla mína 580 m. á meðan mamma æfði sína lágmarks ensku á stráknum í afgreiðslunni.

Ég fékk líka mitt fyrsta tækifæri til að prófa svona stökkbretti, við skulum muna að ég er svakalega lofthrædd og það er ekkert sérlega þægilegt en vá hvað er gaman að stinga sér úr svona apparati... ég þarf að komast í almennilega djúpa laug með svona bretti ... þá skal ég hoppa þrátt fyrir hræðsuna við hæðina... heheheee...

Allan tíman hugsaði ég, að þessi staður minnti mig óendanlega mikið á gömlu Þelarmerkurlaugin þar sem ég lærði að synda og vann í 2 sumur sem sundlaugarvörður sem unglingur. Þá byrjuðum við sumarið á að mála laugina, og mála trébekkina í klefunum... allt eins og í Sólgarði... fallegar minningar sem eru vel þess virði að upplifa sérstaklega þegar maður fær staðinn alveg útaf fyrir sig. 

https://www.facebook.com/sundlauginsolgardar

362845530_768213665061017_8204624120901744840_n

362958496_101910579659525_6726393091956957276_n

362905104_1432703590914586_4241755896022258194_n (1)

362888699_2391558737672853_6897375954537872891_n

362806946_298813712518301_2814982681643837120_n

362668367_244386825205937_1383481374851784001_n

362918811_968616501114625_607289046585348731_n

362885486_991857305183403_1226043356449840545_n


Sundlaug nr. 4 er sundlaugin á Grenivík - Heitur pottur með magnað útsýni.

Þegar umferðin á Akureyri er orðin þyngri en á Miklubrautinni í borginni er svo sannarlega kominn tími til að láta sig hverfa úr skurðinum. Stefnan var tekin út fjörðinn að litlu krúttlegu þorpi sem kúrir utarlega í Eyjarfyrði, Grenivík. Veðrir var rólegt, sól og nokkuð hlítt... 

Sundlaugin er efst í þorpinu og hægramegin þegar maður kemur inní það, ekki alveg augljóst en ekki falið heldur. En þegar þú labbar inní húsið þá er það greinilegt að því er vel við haldið og vel með farið... Aðstaðan er stórglæsileg og sundlaugin og allt svæðið virkilega flott.

Þetta er alls ekki strórt en ég var nærri því "Palli var einn í heiminum"... Það var sér sundbraut merkt frá leiksvæði, pottarnir vel hannaðir og fullkominn hiti... svo verð ég að taka það framm að þarna er dásamlegt kalt kar... það eru LAAAAAANNNgur tími síðan ég hef komist í almennilega kalt og gott kalt kar... Þótt að ég elski fullkomna kælingu þá var toppurinn alls ekki það, heldur útsýni sem maður gleymir sér í frá heitapottinum (reynda frá öllu svæðinu) en ég var agndofa...

Ég átti smá samtal við starfsmann sem fékk hrós frá mér og viðkomandi sagði nokkuð sem ég skil reyndar ... að það er vandamál að auglýsa þetta ekki um of því það þarf ekki mikið til að svæðið verið of troðið... Þannig ekki hafa það eftir mér að þetta er algjög gullmoli og svo sannarlega nærandi fyrir sál og líkama...

20230707_144019

20230707_144012

Screenshot_20230707_162558_Connect

IMG_20230707_162150


Sundlaug nr. 3 er Sundlaugin á Illugastöðum í Fnjóskadal - Perla við endan á malbikinu.

Í dag á meðan norðanvindurinn "hlíjaði" okkur hér í skurðinum ákvað ég að fara í gegnum göngin og inní fallega dalinn sem heitir Fnjóskadalur og er skogi vaxin. Þar sem malbikið endar er staður sem heitir Illugastaðir og er dásamlegur staður. Þangað náði norðanvindurinn ekki en rigningin og þokan vafði staðinn dulúð. Sundlaudlaugin lætur ekki mikið fyrir sér fara og minnti mig á gömlu  laugina í Þelamörk þar sem ég byrjaði að svamla. 

Allt í tengslum við laugina er einstaklega vel við haldið og hreint, í gömlum stíl en notalegt og blandað vissri nostalgíu sem tengist minningum æskunar. Laugin er grunn og hlí (ca.31 gráður) og því frábær fyrir góða útrás og leik fyrir krakka á meðan foreldrarnir hvíla sig í heitum potti. Laugin er 16,67 metrar að lengd og ég svamlaði 20 ferðir sem gera þá ca. 666 mertra.

Ég mæli eindregið með því að rúnta þessa 27 km. í gegnum göngin og til enda malbiksinns til að njóta góðrar stundar í fallegri perlu í þessu fallega dal. 

20230705_140526

20230705_140329


Sundlaug nr. 2 er Sundlaugin í Hrísey - Að sigla í sund.

Í dag var farið í sundlaug nr. 2 og varð sundlaugin í Hrísey fyrir valinu. Ég reikna ekki með að sigla í aðrar sundlaugar en þetta var skemmtileg ferð. Ég hef alldrey komið í þessa sundlaug en hún er virkilega flott og snyrtileg, vel viðhaldið greinilega og bara allt virkilega til fyrirmyndar. Hún er reyndar stutt 12,5 m. og því var hellingur af viðsnúningum en ég náði mínu settu 500 m. og meira að segja 50 meira og svo auðvitað er kalt kar þarna og skellti ég mér í það eftir sundið.

Það er  mitt mat að það er virkilega þess virði að fara í sund í Hrísey ef fólk er á svæðinu og ég tala nú ekki um í svona dásamlegu veðri og var í dag. Það skemmdi ekki fyrir að vita að einn af sundlaugarvörðunum þarna er hún Hanna sem vinnur í Akureyrarlaug á veturnar og einn af mínum allra uppáhalds, maður fékk bara knús þegar ég mætti... Dásamlegt, með í þessari ferð var einn af uppáhalds ferðafélögum mínum með, hún mamma sem naut þess að finna sjáfar ilminn og horfa á fuglana... það minnir hana á æskuna á Ísafirði.. 

Þetta er virkilega þess virði að segja á dagskrá hjá öllum...

skip

sundl2

vordur

dagsverk2

eg

vid2


Sundlaug nr.1 af 50 er Þelarmerkur sundlaug - Þar lærði ég að synda.

Ég semsagt stakk mér til sunds í Sundlauginni á Þelarmörk í dag og svamlaði það mína 500 m. og að sjálfsöðu var kaldakarið nýtt líka.

Þessi sundlaug varð fyrir valinu sem laug nr.1, því að þarfna lærði ég að syndi og þau sundtök og tækni sem ég nota í dag eru öll fra Helga íþróttakennar. Þarna æfði ég sund með UMSE á síðustu öld.

Þelamerkulaugin er nú reyndar ekki sérlega góð laug til að synda mikið í vegna þess að hún er höfð heitari en venjulega og því mögnuð til að njóta og slaka á í... Aðstaðan og laugin öll til mikillar fyrirmyndar og er hún í miklu uppáhaldi hjá mér.

 www.horgarsveit.is

354054319_2279036162275349_3002918437868548631_n

þeló laugin


Áskorunin: 500m. í 50 sundlaugum fyrir fimmtugt.

Það eru orðin ca. 9 ári síðan ég hef skirfað færslu inná þessa síðu en núna fyrir nokkrum vikum var skorað á mig og datt mér í hug að nota gamla bloggið mitt til utanumhalds á því verkefni.

Þannig er staðan að ég varð 49 ára í síðustu viku og áskorunin snýr að því að ég syndi 500 m. í 50 sundlaugum á Íslandi áður en ég verð fimmtug á næsta ári. 'Eg hef síðustu 10 mánuði synt mikið og hefur mér þótt það ferðalag skemmtilegt og hef semsagt ákveðið að taka þessari áskorun.

Hér inn langar mig til að segja ykkur frá þessu ævintýri sem ég er að fara í. Ég er mjög vanaföst kona og það á eftir að vera verkefni að mæta í allar þessar sundlaugar sem ég hef ekki komið í áður . En þetta verður líka svolítill þvælingur til að ná þessu og sé ég framm á að ég þurfi að fara í dagsferðir til að synda í 1-2 sundlaugum sama daginn... Það er nú ekki málið að synda nokkrum sinnum því ég er vön að synda 1700-2000 m. á æfingu 5 daga vikunar þannig að 500 m. er vel viðráðanlegt. 

Þar sem það var verkfall hjá BRSB á afmælisdaginn minn gat ég ekki byrjað þá, og svo fór ég suður á þriðjudag til að vera peppgella í annasri 50 áfmælis áskorun sem kveikti endanlega í mér... Á Leiðinni heim/norður í dag kom þetta til mín... í dag hef ég 11 mánuði og 25 daga til að ná Vinkonu minni í aldri... (við erum jafn gamlar í 5 daga á ári) 

Þannig að þetta hefst núna...

Let´s do this...

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband