Vonin kveiknar aftur...

Góðan daginn kæra fólk!

Já gærdagurinn vera bjatari en síðustu dagar hafa verið... Örvæntingin og hræðslan hjá mér hvarf og vonin kom í staðinn eftir fundinn með læknunum... þeir sögðu mér að það góða í stöðunni er að sýkillinn hefur ekki dreyft úr sér og er bara staðbundinn við þetta sama svæði. Hann liggur ekki upp við heilahimnur. Þetta er ekki banvænt á meðann það er bara á þessu svæði og dreyfir sér ekki, þannig að þar létti mér mikið. En það er helling af sýkli eftir að drepa og langur tími eftir í þessu ferli.. við erum í rauninnni á byrjunarpungti ennþá því við eigum eftir að sjá hvort lyfin ná hægt og rólega að drepa kvikindið... svo eru líka möguleikar á  flóknum uppskurðum til að taka þetta en það er eitthvað sem verður skoðan næstu daga... En það er allavega ekki mikil þörf á panikk núna á þessum pungti.

Það sem bjargaði líðann minni síðustu dag er líka sú yndislega og frábæra hjálp sem Hallgrímur maðurinn hennar mömmu hefur veitt mér, hann hefur tekið við hlutverki hennar á meðann mamma var frá útaf bakinu. Hann svaf uppfrá í tvær nætur í röð í vikunni sem hafa gert kraftaverk fyrir mig. Það er ekkert smá mikill gjöf að eiga svona góða að sem standa svona saman á erviðum tímum. Takk fyrir það... Hallgrímur, ykkur þykir óendanlega vænt um þig!!

Mamma er að braggast og hefur verði að sperra sig meira og meira með hverjum deginum sem líður og það er gott mál því að það virðist vera að þetta hafi allt tekist frábærlega... 

Jæja... núna er ég að fara að ná í lokaverkefnið mitt niður á Flitjanda ...er að springa úr spenningi... að sjá þetta í fullri mynd úr framleiðslu...

Guð gefi ykkur öllum vend og ljós og þakkir fyrir ómetannlegann stuðning. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Æji en yndislegt að heyra  vona að þetta fari nú að ganga hjá prinsinum :)

bataknús.

Guðrún Hauksdóttir, 26.4.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Sæl Magga,

Þetta eru mjög góðar fréttir,ég er búin að fylgjast með ykkur hér á síðunni og ætla að skrifa þér þar sem mér fynnst ég þurfa að segja þér frá sem ég vil ekki að fari í aths. Þú gafst mér upp netfangið þitt og ætlaði að skrifa þér fljótlega en veiktist og er ekki orðin hress enn þá langar mig að biðja þig að senda mér netfangið þitt í pósti svo ég týni því ekki aftur.

Guð veri með ykkur,

Góð kveðja,

Elísabet

Elísabet Sigmarsdóttir, 27.4.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Þú ert þvílík hæfileika manneskja að það er með ólíkindum. Þú mátt vera mjög hreykin af verkum þínum.

Með von um að heyra frá þér.

Góð kveðja,

Elísabet

Elísabet Sigmarsdóttir, 27.4.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband