Þriðjudagur, 14. október 2008
Ég á við vanda að etja ...
... Já ... það er ekki eitt heldur allt hjá okkur mæginunum þetta árið... Núna eru komnar niðurstöður með mína heilsu og það er ekki góðar fréttir... þannig að ég að við varnda að etja sem ég þarf að finna lausn á... Ég er búinn að vera síðan í gær seinnipartinn að taka allan tilfinnnga skalan á þetta, reið, sog, uppgjöf, pirruð, tuðandi og kaldhæðnina... en það er ekki lausn... ég er EKKI tilbúin að gefast upp á lífinu...
Staðan er svona í dag...
... Lifrin í mér er mjög illa veik og ég þarf að gera eitthvað í málunum núna og helst í gær, annas byrjar læknirinn að telja niður fyrir mig. Eins og hann orðaði það þá sagði hann " núna er það bara lífið sem gildir".
...Ég þarf að vera minnst 40kg. léttari helsa á morgun.
...Ég þarf að hætta að reykja og helst alldrey að hafa byrjað.
... Ég þarf að vera í topp þjálfun, í síðustu viku.
...Ég á að hætta að taka öll lyf sem ég er á.
... Ég á að minka streituna strax.
... Ég þarf að ná tökum á geðsveflunum, í fyrra helst.
...Ég á að hvílast VEL alltaf, og síðan ég fæddist.
...Ég er þarf að vera í sjúkraþjálfun 3 í viku.
...Ég er hjá geðlækni 1 sinnu í viku.
...Ég á að vara í hópefli 1 sinnu í viku.
Okey... meðan ég er ein með langveikt barn sem fer minnst uppá spítala 2 í viku í tékk + allt annað vegna heyraskaðans. Ég hef móður mína og Hallgrím til að aðstoða mig 2 seinniparta og inná milli ein og ein dag um helgar. Bróðir minn og mágkona eru með strákin 1 helgi í viku. Sonurinn fer í skólann frá 8-13 þá daga sem hann er frískur til ( sem er kannski 3-4 í viku). Plús það að ég þyrfit að vinna til að ná endum saman ( en þannig er það víst hjá öllum.)
ÉG VIL EKKI VORKUN... ÉG VIL FINNA LAUSN Á ÞESSU... svo ég geti lifað lengur með Hetjunni minni og notið þess að lifa. HVERNI GERI ÉG ÞAÐ????
Athugasemdir
úff snúllan mín.... gangi þér ofsalega vel að finna lausn og ef að það er eitthvað talaðu þá við mig skvís... ;) knús í klessu á þig duglega HETJA ;)
Þórunn Eva , 14.10.2008 kl. 15:07
Elsku Magga ég á engin orð en ég skal senda þér alla mína ást og orku þó það geri ekki mikið. Ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir þig láttu mig þá vita..... Knús og kiss
Monika Margrét Stefánsdóttir, 14.10.2008 kl. 16:55
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 14.10.2008 kl. 17:34
Æji ekki var gott að lesa þetta leiðinlegt að heyra :(Veit voða litið til að ráðleggja þér hér en ef þig vantar eitt hvað þá velkomin að hafa samband
Gangi ykkur ótrúlega vel duglega fólk
Kossar og knúss
Erna Sif Gunnarsdóttir, 14.10.2008 kl. 19:35
Æ en sorglegt eins og þú og þið eruð miklar hetjur. Ég á engin ráð en eg á knús og kærleik að gefa þér. Sama og hinar ef eg get gert eitthvað þá bara hafa samband. ;) Knús knús knús knús
Aprílrós, 14.10.2008 kl. 20:49
Ég vildi ég ætti svör, en það er ekki svo vel.
Þegar ég hef staðið frammi fyrir vandamálum sem eru þrúgandi og erfið hef ég eitt ráð og það gerir hlutina bærilegri, ég hugsa ekki meira en 2 klukkutíma fram í tímann.
Það gerir manni auðveldara fyrir.
Kveðjur á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2008 kl. 20:54
Elsku Magga ... Æ hvað getur maður sagt sem maður veit ekki hvort er vorkunn eða hvatning, því það fer svo mikið eftir túlkun orðanna.
Ég veit þú ert baráttukona og getur snúið vörn í sókn ,... þú þarft allavega að byrja á huganum ... koma honum í sókn, því ekkert verður betra en það sem þú leifir þér að vona og trúa að það verði.
Risa blogg knús á ykkur mæðginin :)
Hólmgeir Karlsson, 14.10.2008 kl. 22:12
og kærleikskveðjur.
Halldór Jóhannsson, 14.10.2008 kl. 23:43
Æj elsku kellingin mín, ég vildi að ég hefði ráð fyrir þig...ég hef bara svona rafrænt knús og góðar óskir
Ragnheiður , 15.10.2008 kl. 00:03
Æi þetta er erfitt......sendi þér góðar hugsanir og knús
Svanhildur Karlsdóttir, 15.10.2008 kl. 00:14
Ekki gleyma því, að þú ert snillingur og átt eftir að komast langt
Sturla Snorrason, 15.10.2008 kl. 00:18
hæhæ sæta mín... knús í klessu og p.s ef ég ætti fullt af peningum myndi ég bjóða okkur saman tveim til NY i nokkra daga að hafa það gott og dröslast um og skoða okkur um ;)
þú veist allavegana núna að ég er sko BIG TIME að hugsa til þín og vildi að ég gæti gert eitthvað smá til að létta undir með þér.... ;)
LOVE á þig sæta mín ;)
Þórunn Eva , 15.10.2008 kl. 22:25
Elsku stelpan mín á svona stundum veit maður hreinlega ekki hvað maður á að segja, sendi þér knús og sól í hjartað, þið tvö eruð í bænum mínum
Jokka (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:20
Knús í hús einsog alltaf.
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 16.10.2008 kl. 08:58
knús.
Guðrún Hauksdóttir, 16.10.2008 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.