Föstudagur, 10. október 2008
Að heyra barnið manns gráta er svo sárt...
Góða kvöldið kæru lesendur...
Já ég upplifði mjög sára upplifun áðan... en Hetjan mín fór suður fyrr í dag til að fara í mömmu frí til bróður míns og mágkonu...Hann var voðalega spenntur og langði að fara ekkert mál... svo hringdi þessi elska áðan hágrátandi og gat ekki talað fyrir ekka... og ég fékk nærri hjartastopp... en náði nú að róa hann það mikið til að heyra hvað hann var að segja... "mmmmmaaammmmmmmaaaa...... ég...ég... ég... ssssakkkknnna þínnn... ssssvvvvvooooooooooo".... jeddúdda mína hvað þetta var sárt... ég finn svo til með honum og lagaði svvvoooo mikið á taka utanum hann og hugga...Elsku Hetjan mín sem hefur endalaust þolað að láta pota í sig og kukkla... búinn að þola með rosalegum stryk síðustu mánuði að vera svona veikur... en svo fer hann frá mér í smá tíma og hann grætur meira og með meiri tilfinngu en ég hef á ævinni heyrt...
Það er ekkert skrítið að barnið sé háð mér eftir síðustu mánuði... og svo hefur einginn annar en ég og mamma mín gefið sig almennilega að barninu... Faðirinn ekkert látið heyra í sér síðustu mánuði, föðuramman aðeins látið heyra í sér inná milli... Bróðir minn og mágkona ný byrjuð að vilja taka hann... hann er 7 ára og kann ekkert annað en að vera hjá mömmu og mömmu-ömmu... ekkert skrítið að hann verði óöruggur á stað sem hann hefur bara einusinni verið á áður.
En það er víst að við höfum bæði gott af þessum aðskilnaði núna yfir helgina... en jæja.. ég ætla að ná andanum og ró minni og koma sér snemma í háttinn...
Guð geymi ykkur..
Athugasemdir
Æi litli anginn...gott að viðskilnaðurinn er ekki langur.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.10.2008 kl. 21:15
æi elsku hjartað
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 10.10.2008 kl. 22:07
Angakallinn ..manni svíður í hjartað við að lesa þetta
Ragnheiður , 10.10.2008 kl. 23:52
Knús til ykkar !!!
Jac
Jac Norðquist, 11.10.2008 kl. 06:07
Knús og endalaust knús til þin ljúfan mín. ;) ;)
Aprílrós, 11.10.2008 kl. 07:40
Stórt knússs vonandi náið þið aðeins að njóta ykkar i sitt hvoru lagi.
Kossar og knús á ykkur
Erna Sif Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 09:36
Stórt knús til ykkar.
Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 21:14
Æji, elsku litla hetjan.....og duglega mamman hans... knús og kossar á ykkur bæði,vonandi njótið þið helgarinnar
Guðrún Hauksdóttir, 11.10.2008 kl. 21:50
Elsku dúllan, ég fékk kökk í hálsinn. En þú verður að fá andrúm til að hlaða batteríin og hann hefur auðvitað gott af að kynnast fleirum.
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.