Fimmtudagur, 9. október 2008
Horft til baka...
Það er stundum sem ég leyfi mér að líta til baka og núna er ég búin að vera að skoða myndir sem ég hef tekið í þessu ferli með snúðinn minn...Að baki eru...
... 8 mánuðir bústett á spítlanum.
... 17 svæfingar og uppskurðir.
... tugir lítrar af lyfjum í vökvaformi.
... 5 mismunandi lyfjabrunnar.
... alvarlegt lyfjaofnæmi og hellingur af lyfjum sem virka ekki.
... miklar og leiðinlegar umbúðir.
... 3 ferðir suður á spítlal, sumar með litlum tilgangi.
... hundruðir plástrar og tugir metrar af mefix (lækna tape)
... tugir tíma í bið.
... hundruði mínútna í tölvuleikjum og videó gláp.
... margir, margir íspinnar.
... mis lítill svefn, aðalega minni hjá mér.
... mörg kattarböð, með svampi og pínu vatni.
og svona væri líklega lengi hægt að telja... en það er ekki þetta sem skipti máli...heldur þetta...
... virkur drengur.
... fallegur snúður.
... fyndin snillingur.
... duglegur vinnustrákur.
... og rosalega skemmtileg Hetja.
þetta er það sem skiptir máli... sonurinn minn ... Hetjan mín...
Athugasemdir
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 9.10.2008 kl. 23:15
Baráttukveðjur,knús og kossar
Guðrún Hauksdóttir, 9.10.2008 kl. 23:39
Þið eruð bæði hetjur
Kossar og knús...
Erna Sif Gunnarsdóttir, 10.10.2008 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.