Tíðindi dagsinns...

Daginn kæru lesendur...

Já það dynja yfir okkur landsmann allskonar tíðindi þessa sólahringana, allskonar upplýsingar sem er varla fyrir hin venjulega borgara að skilja því að þessir menn tala allt annað tungumál er við hin... Þýðir þetta að maturinn hækkar?? þýðir þetta að launin okkar lækki?? þýðir þetta að lánin manns verði óbærileg í greiðslu eða er komin upp sú sataða að manni tekst kannski að semja um þau?? Þýðir þetta að sjúkrakosnaður og lyf hækki?? Hvað þýðir þessi aðgerð fyrir hin almenna borgar... Jú ég sá eitt mjög jákvætt í dag... Bensínið lækkaði LOKSINNS... er það eitthvað sem við komum kannski til með að sjá á öðrum hliðum lífs okkar... ég trúi því ekki að þegar endalaust er verið að tala um "ervið skref", "samstöðu", "kreppu" o.s.f. að hlutir fari lækkandi... eða?? er það kannski einhver staðreind.. ég veit það ekki ... thota.jpg

En jæja ég ætla nú ekki að babla meira um þessi mál hér núna því að það er margt annað sem er í gangi hér í mínu litla hagkerfi... Við fáum ekki að fara til útlanda með Vildarbörnum, ég fékk sinjunarbréf í dag... og mér finnst það svo sárt að geta ekki látið draum hetjnnar minnar rætast núna þegar allt er á réttri leið...og ég hreinlega veit ekki hvernig ég á að segja honum það ... því ég veit að það verður honum ervitt að heyra, því hann langar SVO og er búinn að vera svo yndislega duglegur síðasta árið... ég þarf að hugsa þetta allt uppá nýtt... ( kannski einhverjir aðrir vilji bjóða okkur út eða hjálpa okkur að láta þetta verða að veruleika.) 

Ragnar 30.05.08

Annað sem er sárt fyrir okkur er að við erum að missa liðveisluna okkar... ekki útaf því að við eigum ekki rétt á henni heldur að hún er að hætta að starfa fyrir Akureyrarbæ...Við eigum eftir að sakna hennar Sisu mjög mikið því að við bæði eigum margar góðar minningar með henni... og ég veit eigilega ekki hvað ég á að gera ... því það er virkilega komin þörf á að ég sinni minni endurhæfingu og löngu kominn tími á að ég fari að vinna eitthvað til að ná endum saman ... 

Hetjan mín er að fara undir hnífinn á morgun og á að taka lyfjabrunninn... það átti að gera það í næstu viku en því var flýtt því að hann stíflaðist í gær... Blóðbúskapurinn hjá honum ennþá frekar slæmur en lyfin við sveppasýkingunni í munninum eru að virka.. þannig að þetta er allt í ágætis ferli... það verður mikil bót að losna við lyfjabrunninn og hlakkar honum mikið til. hjarta_615890.jpg

Ég var hjá hjartalækni í dag og hann ákvað að það þyrfti að breita lyfjum hjá mér svo að blóðþrístingurinn jafni sig... og hann gerði það sama og allir læknarnir ýtrekaði að ég yrði að komast áfram í endurhæfingun ef allt á ekki að fara á versta veg... Ég er að fara til Örorkulæknisinns á föstudaginn og lifrapróf á mánudaginn þannig að í næstu viku hef ég alla stöðuna svart á hvítu fyrir framan mig... Ég fór í fyrradag og fjárfesti einmitt í sjálfri mér og er í samráði við sjúkraþjálfann minn að koma mér hægt og rólega afstað í ræktinni aftur... Það var yndislegt að fá að svitna aftur.. þótt það skal viðurkennast að ég er að drepast í dag í bakinu og allstaðar... en það er bara núna til að byrjameð.. svo þarf ég bara fljótlega að komast í baksprautur aftur...  Lyfin sem geðlæknirinn lét mig hafa um daginn eru að byrja að virka þannig að ég er farin að geta sofið aðeins betur en síðasta árið... og þakka ég Guði fyrir það því það var LÖNGU komin tími á að sofa meira en 2-3 tíma lúra... á nóttu eða þegar maður nær sér niður.

En Póllýanna er mætt til starfa hér á bæ og við ákveðum bara að láta lífið halda áfram einn dag í einu...

Guð geymi ykkur öll...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Æi mikið er leiðinlegt að heyra að Hetjan komist ekki í ferðina, hann hefði átt það svo skilið.........

Ég vona að allt gangi vel á morgun og farðu nú vel með þig dugnaðarstelpa

Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 7.10.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Magga mín það er ekki það versta að komast ekki í utanlandsferðina....ef þú setur dæmið þannig upp fyrir Ragnari þá getur mótlæti styrkt börn alveg eins og fullorðna......gangi ykkur vel á morgun...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.10.2008 kl. 20:12

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Já ég veit vel að það er alls ekki það versta sem getur gerst er að geta ekki farið til útlanda... og ég efa það alls ekki að þetta styrkir hann... það sem geri þetta erviðast er að við erum búin að fresta ferðinni svo oft.. við ætluðum út í fyrra sumar, svo í sumar, svo í haust... svo hefur stenfan alltaf verið ÞEGAR sýkillinn er farinn og hann er ekki heimskur og veit vel að þetta er á þeirri leið... ég talaði sem betur fer alldrey við hann um að ég hefði sótt um hjá Vildarbörnum... þannig að þetta er allt ókey framm á vorið... Ég þarf bara að SPARA MIKIÐ þangað til..

Margrét Ingibjörg Lindquist, 7.10.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Aprílrós

Gangi ykkur vel í dag og alla daga. Og gleðilegt að lesa að allt er á réttri leið með bata. Þið eruð bæði hetjur í mínum augum því það er jú þú sem ert uppistaðan i litla hetjunnar lífi, ert svo dugleg og mér finst ekkert skrítið að eitthvað hafi brugðist i þinni heilsu en ert svo ákveðin að halda áfram og komast út úr þessu þunglyndi. Megi þið eiga góða, bjarta og skemmtilega framtíð. Ég set ykkur á bænar listann minn ;)

Aprílrós, 8.10.2008 kl. 09:00

5 Smámynd: Þórunn Eva

ömurlegt að heyra með vidarbörn og vonandi getur einvher aðastoðað ykkur í að komast,,,, knús i klessu

Þórunn Eva , 8.10.2008 kl. 12:21

6 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Innlitskvitt og gangi ykkur vel hetjur :)

Hólmgeir Karlsson, 8.10.2008 kl. 22:08

7 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

 

Guðrún Hauksdóttir, 8.10.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband