Laugardagur, 13. september 2008
Laugardagur ... héðan og þaðan hugleiðingar.
Góðann daginn... Þá er 2.í mömmufríi runnin upp og ég er ara brött eftir mikla skemmtun í gærkvöldi... það eru ár og aldir síðan ég hef innbyrgt þetta magn að alkoholi... hlegið svona mikið þannig að aldlirið rann niður á bringu í nokkur skipti... dansað og sungið svona mikið að fæturnir eru aumir núna og röddin ekki komin til vinnu enn... Það skal viðurkennast að þegar ég kom heim rétt um 3 þá var ég orðin aðeins of mikið enda búin að vera að síðan um 7 um kvöldið... en það er það góða við mig núna að ég fer bara heim þegar ramanið fer á kárna... þá gerir maður eingar vitleysur af sér ... en eins og ég segi þá eru MÖRG ár síðan að ég hef grátið að hlátir og hreinlega ekki getað hætt... Það er svo gott að upplifa það að maður getur þetta ennþá... maður yngist um 20 ár...
Ég er búinn að era hugsi síðustu daga á meðan ég hef brásað netið.. ég tók sérstaklega eftir því í gær að á hverri fréttasíðu hér á landi voru fleiri en ein frétt um dóma í kynferðismálum gegn börnum eða féttir af kynferðisbrotum gegn börnum um allan heim...er ég sú eina sem finnst þetta orðið síðustu daga/vikur mun meira en áður?? ég hreinlega þurfti í gær að hætta að skoða frétta vefina því mér ofbauð öll þessi brott á svona viðkvæmum sálum. Málið er kannski að samfélagið er að opnast í umræðu um þetta málefni og það er dæmt í fleiri málum en áður sem er frábært og þarf í rauninni að vera meira. Sem þolandi kynferðisofbeldis þá tek ég ofan fyrir þeim sem fara með málin alla leið og tala um þetta opinskátt í fjölmiðlum því að það þarf að uppræta þessi alvarlegu brot. Sjálf gerði ég það ekki en ég get talað um það núna.
En á móti finnst mér líka mikið talað um langveik börn í samfélaginu og verndun barna í samfélaginu eins og einelti...Það eru styrktartónleikar fyrir Ellu Dís og Umhyggju, söfnun fyrir Barnaspítala Hringsinns og svo framvegis... svo má ekki gleyma því frábæra framtaki sem hún Ingibjörg Baldurs er að ýta úr vör varðandi einelti. Mér finnst þetta allt mjög gott mál í alla staði ...
Mig langar líka að segja ykkur að ég er loksinns að fá evrópu gullið mitt ... ég fékk bréf að utan í gær þar sem þeir segja að það sé verið að undirbúa að senda gullið og viðurkenningaspjöldin... þau fara reyndar suður fyrst til Félag íslenskra teiknara FÍT og þeir eiga að koma því áfram til mín. Þannig að hver veit nema að ég þurfi að fara suður til að veita því viðtöku...
Það skal viðurkennast að ég sit hér og er að reyna að gera upp við mig hvað ég ætla að gera í dag.. en núna sakna ég Hetjunnar minnar ... en ég veit að hann er að skemmta sér með bróður mínum, mákonu og dætrum þeirra... uppáhalds frænkunum og Kol hundinum þeirra... ég þarf að læra að lifa án hans smá líka en eftir allt sem undan er gengið erum við orðin svo náin ... naflastrengurinn hefur gróið enn fastar... en það er líka gleðitilfing sem fylgir þessu því hver vill ekki eiga náið samband við barnið sitt?? hver vill ekki vera "besta mamma" í heimi í huga barnsinns mans.. og annað... sú tilfinning að við getum allt saman... við erum búin að standa sem mæðgin í gegnum ótrúlegar raunir og við styrkjumst með hverjum degi...þetta er svona sigurtilfinng...
Jæja kæru lesendur þetta er búið að vera bland í poka færsla... en svona er hugurinn minn... útum allt um allt og ekkert... vonandi eigið þið yndislega helgi og nótið þess að vera til... BLOGGKNÚS...
Athugasemdir
ég held það sé því miður alltaf jafn mikið af viðbjóði að gerast þarna úti, bara misjafnt hvað það er mikil gúrkutíð hjá blaðamönnum, þegar lítið merkilegt er að gerast er viðbjóðurinn notaður til að fylla upp
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 13.9.2008 kl. 17:05
já kannski er það rétt hjá þér... mér fannst í gær þetta bara vera aðeins of...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 13.9.2008 kl. 18:14
Hæ elskan.... Mikið er gott að þú skemmtir þér vel í gær, var alveg komin tími til :)
Kiss og knús dúllan mín og reyndu að njóta þess að vera ein, þarft að læra það aftur líka.....
Mona (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 20:00
Já þegar þu nefnir það með afbrotamennina þá er það rétt.
Gott að þú skemmtir þér vel í gærkv.
Knús til þin ;)
Aprílrós, 13.9.2008 kl. 20:26
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.