Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Sannur karlmaður...
... þessi maður er einn sá yndislegasti sem ég hef á ævinni séð...
Ég vildi svo ynnilega að ég gæti kynnst honum almennilega... hann er þvílík fyrirmynd fyrir alla ... harður maður sem er tilbúinn að sýna tilfinnigar þegar hann finnur þær... ég óska þess að svona mann eða þessi maður verði í lífi okkar mæðgina...
Staðan er hér er þannig að núna erum við heima eina nótt og erum enn að láta ofnæmið sjatna ... það gengur ágætlega... svo verður skoðað á næstunni hvernig lyfjameðferðinni vegna sýkilsinns verður háttað... það eru komnar niðurstöður úr næmnisprófunum að utan og svar frá sérfræðinginum í USA þannig að nú er bara verðir að ákveða þetta og við fáum líklega að vita hvað verður á morgun eða á föstudag... Hetjan er órólegur að sofa hér heima honum finnst hann ekki öruggur en svo var hann voða sáttu þegar við skriðum upp í mömmuholu og kúrðum okkur saman...
Klemm og kyss... Guð geymi yllur öll...
Athugasemdir
Það er gott að heyra að ofnæmið fer að ganga yfir. Eins og þú veist er mömmu hola alltaf best og því vel skiljanlegt að hann sé sáttur við að vera þar. Vonandi finna þeir góða aðferð fyrir snúðinn þinn, þessa litlu hetju :)
Og ég get alveg tekið undir það að ég vona að það verði góður maður á vegi ykkar með þá kosti sem þú taldir upp hér á undan. Þið eigið það svo sannarlega skilið bæði tvö.
Kiss og knús elsku hetjurnar mínar....
Mona (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 09:31
Kannski væri Fúsi fús
fast sitt trúss að binda
Lindarkvistinn við og dús
lífsins fljót að synda
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2008 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.