Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Hausinn á fullu... Um mannlegsamskipti...
Það er svo merkilegt að stundum þá get ég ekki sofnað því að hausinn á mér er á fullu þversum og endilangt... Núna sem og áður þá er hugur minn á fullu útaf mannlegum samskiptum...Afhverju þurfa þau alltaf að vera svona flókin??!!! eða eru þau kannski ekki flókin !! Persónulega finnst mér þau ekki þurfa að vera flóknari en það að maður er heiðarlegur, samkvæmur sjálfum sér og viljugur til að hlusta á skoðanir annara.. þá er það ekkert flóknara... Maður þarf ekki alltaf að vera sammála þeim sem maður á í samskiptum við bara að bera virðingu fyrir skoðunum og aðstæðum annara. Þetta er ekkert flókið er það??!! Þetta er það sem ég legg upp með þegar ég eignast vini og kunningja... enda þeir sem þekkja mig best vita alltaf hvar þeir hafa mig og hvað mér finnst... við erum ekki alltaf sammála en við virðum það við hvert annað. Þegar það er svona skilningur og heiðarleiki í samskiptum þá er maður líka tilbúinn að fórna ýmsu fyrir aðra... tíma, vinnu, peningum eða hverju sem er... enda kalla ég það vináttu.
Svo gerist það stundum að maður er í rólindum sínum að sinna sínu lífi og þá fréttir maður eitthvað um sjálfann sig og samskipti sín við aðra sem er ekki satt... Segjum sem dæmi að ég var á erviðum stað í lífinu um daginn og sagði eitthvað ákveðið við manneskju sem ég taldi vin minn og að hún myndi skilja að ég væri undir álagi og þyldi ekki mikið... ég trúði því allavega að ég hefði rétt á því að hafa lágan þröskuld inná milli... jæja... svo líða dagarnir og núna frétti ég það út í bæ að ég sé í deilum við heilan hóp af fólki... hummmmm.... þetta passar ekki... og mér sárnar þegar mér er ekki sýnd sú virðing að vera mannlega að takast á við ervið verkefni ... hvað þá að mér sé gerð upp einhver sök sem er ekki rétt... þá fer ég að hugsa hvað í ósköpunum á maður að gera .... á maður að ljúga, svíkja, eða vera falskur... kemur það manni frekar áfram í lífinu !!!... Einhverstaðar stendur: Kondu fram við nágranna þinn eins og þú villt að sé komið fram við þig... Ég nenni ekki svona ... ef fólk getur ekki komið hreint fram við mig eins og ég geri það, lít ég á það sem þeirra svar um að það kunni ekki við að eiga samskipti við mig... Persónulega þá hefði mér þótt heiðarlegra að segja það við mig sjálfa ekki að bera það út um allan bæ..
Þvímiður þekki þetta kjaftasögu ferli mjög vel ... og það virðist vera leið fólks til að ná sér í athygli... þá er þeim það velkomið því að það kallar einginn vini sem koma svona fram. Ég þakka þá bara fyrir að hafa fengið þessar upplýsingar áður en leingra er haldið í þessum samskiptum. Annað sem er líka svo eðlilegt er að fólk kemur og fer út lífum okkar, það er óhjákvæmilegt, málið er að læra á sjálfann sig í þeim samskiptum og átta sig á þvi hvort maður vara samkvæmur sjálfum sér í þeim. Líta í eigin barm og taka ábyrð á sínum hluta og bæta fyrir hann ef hægt er... Meira getur maður ekki gert... því auðvitað stjórmar maður ekki öðrum og ef þeir velja það að frara hina leiðina eða aðra þá er það þeirra val. Þá komum við að minni miklu uppljómun... það var þegar ég áttaði mig á þvi að ég hef val... ég hef val til að velja vini mína, val til að stjórma lífi mín, val til að vera eða segja það sem mér finnst skipta máli. Með vali kemur ábyrð sem maður verður líka að vera tilbúin að bera. Ég tek ekki þá ákvörðun að tala um presónuleg samskipti mín við vini mína, við jón og pál útí bæ... og þessvegna finnst mér það sárt að það sé gert við mig...
En mergur málsinns er að það er vinna að rækta upp heilbrygð og gefandi samskipti við aðar manneskju... vinir þurfa að vera tilbúnir að sína skilning, trúnað, virðingu og vilja til að rækta þau samskipti... kannski kallar það á hörð orðaskipti en það er líka hægt að ákveðað að vera ósammála... það þýðir líka að aðilar skilji og virði aðstæður hvers annas... það þarf allatf 2 til að eiga samskipti, jákvæð eða neikvæð.
Ég er allavega komin að þeirri niðurstöðu að það er ekkert sem ég vil gera öðruvísi en ég hef verið að gera... vera mannleg, vera samkvæm sjálfri mér, trúa á sjálfan mig, sína heiðarleika og heilheit, og koma hreint fram... líf mitt hefur verið eins og opin bók síðustu árin og ef fólk getur ekki skilið það þá er ég sátt við það að þurfa ekki aðeiga samskipti við það... en þar á móti veit ég að það er hellingur af fólki sem nýtur þess góða sem ég hef uppá að bjóða og ég get kallað sanna vini!!...
Ég held að ég sé núna búinn að skrifa mig frá þessu hugsana flóði sem heltók mig áðan og þá get ég farið inní rúm og farið að lúra mér... Það er svo gott að geta tekið hugsanir og komið þeim í orð og setningar því þá vanalega leisast málin í huga mér fyrr... og ég næ að púsla saman einhverju sem ég kallast skoðun á málum... og þá er tilgangnum náð...
Góða nótt þið yndislega fólk... það eru alltaf einhverjar pælingar í gangi hjá mér .... og kem ég líklega til með að skrifa mig frá því hér síðar... það eru um lygar og svik foreldra gegn börnunum sínum... ég ver einnmitt að lesa mjög spennandi lesningu frá Blátt áfram samtökunum ... ;o) það er næst...
Athugasemdir
Kæru mæðgin.
Sæl Margrét ég þekki þig ekki persónulega en veit hver sonur þinn er og þekki þig auðvitað í sjón þar sem ég vann á krógabóli í nokkur ár,en er nýhætt.Ég vildi bara óska þér til hamingju með allt sem þú hefur náð að géra bæði í skólanum og sem móðir með veikt barn,þú ert algjör hetja í mínum augum.Auðvitað veit ég að það koma erfiðir dagar annað væri óeðlilegt en þú og Ragnar standið ykkur svo vel í þessum erfiðu veikindum og ég trúi ekki öðru og veit að einn daginn standi þið upp sem sigurvegarar.Margrét það er alveg rétt að þessi mannlegu samskipti geta verið svo erfið enda alltaf best að vera bara maður sjálfur og segja það sem manni finnst. En bara gangi ykkur rosalega vel með allt og vonandi fara nú að koma bjartari tímar í hönd hugsa til ykkar á hverjum degi,og sendi Ragnari stórt faðmlag.
Bestu kveðjur Kristín Reykjalín.
Kristín Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 13:42
Takk kærlega Kristín... það er alltaf gott að fá svona klapp á bakið... það eru þau klöpp sem hjálpar manni í gagnum daginn...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 17.8.2008 kl. 14:36
Ps. ég skal skila knúsinu til Ragnars með glöðu geði...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 17.8.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.