Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Mamma Míaaa....
Jammm ... hann Hallgrímur okkar var svo inndlislegur að bjóðast til að sofa á spítalanum í nótt. Þannig að Hlím mágkona mín bauð mér í bíó... hehehee...já langt síðann ég haf farið í þannig... en OMG hvað ég skemmti mér mikið...
Við fórum augljóslega á myndina Mamma Mía... :o) vá hvað ég hló og fannst hún skemmtileg tilbreiting í mínu líflausa lífi... Þótt ég hafi ekki verið ung þegar þessi lög voru hitt þá kunni ég þau öll og hvernig þau eru sett saman við söguþráðinn fannst mér skemmtileg. Myndin er tekin á yndislega fallegum stað og væri ég sko meira en til í að eiða fríi á einum slíkum... ummm hún allavega fékk mig til að brosa og hlæja, það er visst afrek.
Þegar myndin var búinn ákvað ég að fara í fjöruna við leiru og fá mér smá göngutúr með myndavélina... Hún er mér við hlið alla daga núna... því hún er viss leið fyrir mig til að fá útrás fyrir líðan mína og sköpunarþörf... þannig að það eru hellingur sem ég sé í gegnum linsuna sem tjáir það.
Það er af Ragnari að frétta að hann er byjaður á nýjum lyfjum og ef þau virka þá ættum við að labba út af spítalanum í febrúar -mars 2009... Hann bregst vel við þessum nýju lyfjum allavega ekkert komið uppá hingað til. Hann er ekki alveg sáttu við að þurfa að fara í skólan í haust en það er aðalega útaf því að hann er hræddur um æðarlegginn sinn og að hann betti á höfuðið og brjóti það þar sem það er við kvæmast.... það er ekkert komið á hreint hvernig þetta fer með skólagöngu hans... en líklega fáum við eitthvað að vita í næstu viku.
Hugur minn er að skýrast í þessu öllu þótt ég hafi ekki enn fengið útskíringar eða pning frá Tryggingarstofnun þá er verið að vinna fyrir mig í þessum málum...
Ég læt þetta duga í bili... Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Gangi þér vel Magga mín, þú ert algjör hetja. Erfiðleikarnir eru líka ákeðinn þroskaferill hvort sem við viljum eða ekki og vissulega er þín reynsla svo fjarri því eithvað sem við biðjum um. En með því að taka á móti reynslunni með afstöðu jákvæðri afstöðu til þroskans út af fyrir sig þá getum við kannski notað það það okkur til styrks, og það held ég að þú sért að gera.
Ætla að horfa á kertaljósi á borðinu mínu um stund og senda þér góða strauma, megi dillandi logar þess senda ykkur baráttuorku
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 01:12
Ég rakst á síðuna þína og vildi bara senda baráttukveðjur. Gangi ykkur allt í haginn litla fjölskylda. Vonandi eru komin lyf sem virka á drenginn, ég get ekki ímyndað mér hvernig ykkur líður. Vonandi fer TR að taka við sér og hjálpa þér. Ég segi já við styrktarreikning fyrir Ragnar því hann þarf á þér að halda og það getur ekki verið gott að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á allt saman.
Kveðja Rakel Rós
Rakel Rós (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 18:57
Skil þig vel með myndavélina og slökun, þetta er ámóta og mússík eða einhver önnur listsköpun. Fallegar myndirnar þína sem þú hefur verið að birta undanfarið og flott Flicker síðan þín. Knús og kveðja:)
Hólmgeir Karlsson, 12.8.2008 kl. 22:06
Hæ snúllan mín, ég er að fara í annað skiptið á myndina í kvöld hún er algjör snilld: Gott að heyra að nýju lyfin eru að virka. Heyri í þér Magga mín,
kv Sveina
Sveina Björk (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.