Reykjavík og uppskurðurinn...

Jæja ég náði núna að komast í tölvu sem er nettengd til að segja ykkur smá af okkur.

Við erum á Barnaspítala Hringsinns núna... Uppskurðurinn á fimmtudaginn tókst bara ágætlega, hann tók 3,5 tíma og virtist vera soldið flókinn fyrir læknana... þeir þurftu að taka hljóðbeinin því þau voru orðinn að mauk... þannig að það er orðið öruggt að hann missti heyrina alveg á hægra eyra, Reyndar er séns fyrir hann í framtíðinni að fá heyrnatæki sem gæti hjálpað eitthvað til. Læknarnir voru lengi framm á fimmtudaginn hræddir um að sykingin hafi náð að eyðileggja taugina sem stjórnar andlitun... og voru þeir hræddir um að hann yrði lamaður hægrameginn fyrir vikið... en það gekk til baka og þeir eru nokkuð öryggir núna um að hann sleppi...þeir gátu ekki notað fyrri skurðinn og er hann núna með tvo stóra skurði bakvið eyrað... þessi sem var gerður á fimmtudaginn er mjög vel gerður... það lítur út fyrir að þeir hafa skorið í kringum eyrað allt nema þann hluta sem snýr framm þannig að hann kemur til með að fela sig sjálfur.  Ragnar er búinn að vera mjög kvalinn síðustu daga og eru lyfina og allt farið að taka sinn toll á hann núna... hefur lítið sem ekkert borðað síðustu daga...og ældi öllu í nótt og hefur sofið lítið. Við eigum að hitta sérfræðinginn á morgun og þá kemur í ljós hvenær við komum heim... og erum við kominn með mikla heimþrá...

Takk allir fyrir fallegar hugsanir og hlýhug... Guð geymi ykkur öll...

'Eg skrifa meira seinna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Angakallinn, kær kveðja til ykkar og góðan bata. Vonandi er þetta þá komið í lag núna hjá honum

Ragnheiður , 16.3.2008 kl. 12:40

2 identicon

Elsku kallinn minn duglegi og sterki og mamman þín líka...mikið svakalega vildi ég að ég gæti tekið utan um ykkur...sendi ykkur ljós og yl og risa-stórt knús, er hjá ykkur í huganum...búin að hugsa svo mikið til ykkar undanfarna daga  

Vona að allt sé núna á uppleið svo að þið komist fljótt heim til Akureyrar....Magga mín þú ert að standa þig vel, mundu að leyfa þér að fara niður svo leiðin upp verði auðveldari

Guðrún (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Sturla Snorrason

Aumingja litli karlinn, vonandi klárast þetta núnakveðja og ósk um góðan bata.

Sturla Snorrason, 16.3.2008 kl. 22:53

4 identicon

Vonandi er þetta þá endirinn á þessu leiðinlega enn lærdómsríka "námskeiði" sem þið eruð að ganga í gegnum.

Kær kveðja

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 23:28

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sendi ykkur hlýjar hugsanir og mínar bestu kveðjur :) Vona bara að þetta fari allt að verða uppávið fyrir ykkur núna elsku Magga.

Hólmgeir Karlsson, 16.3.2008 kl. 23:43

6 identicon

Magga mín, ég fylgist með úr fjarlægð eins og sjálfsagt margir gera. Gangi ykkur allt í haginn, þú sýnir mikinn styrk og kútur er heppinn að eiga góða að.

kv. Ásdís

Ásdís (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 11:31

7 identicon

Gangi ykkur vel

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband