Mánudagur, 4. febrúar 2008
Niðurstaðan... að nokkru leiti... ENNSTÆRRA ÁFALL... Berklar í beinum
Já... Ég ætla að reyna að koma þessu frá mér hér inni en þið verðið að afsaka ef þetta kemur á einhvern hátt ruglingslega út...
Niðurstaða dagsinns er sú að við erum í raun á núllpúngti eða núllpungtur +3vikur... þannig að við erum í mínur.
Það er komið úr ræktuninni og niðurstaða málsinns er sú að sonurinn minn er með eina týpu af berklum... Ekki samatýpa og veldur lunglaberklum heldur svona sýkingum í beini. Þeir geta ekki greint þetta betur hér á landi þannig að sýnin voru send til Danmekur í svokallað næmnispróf til þess að komast að því hvaða lyf virka á þetta. En það er óumflíjanlegt að fara suður í stóra aðgerð á þessu svæði til þess að hreynsa út alla sýkingu og svo verður það lyfjagjöf í æð allavega í 3 vikur eftir það...
Þannig að núna bíðum við bara að eftir því að fá að vita hvort við förum fyrst í litla aðgerð hér fyrir norðann í fyrramálið og svo suður eða hvort við förum suður strax í stóru aðgerðina... Mikið ætla ég að vona að mótaka fyrir sunnan verði betri heldur en síðast...
En við mæginin erum búinn að ákveða það að "LÁTA ÞETTA BATNA" þannig að við getum farið í fínu skemmtiferðina okkar til Danmerkur í sumar... VIÐ ÆTLUM að láta þetta batna... ákváðum við
Hetjan mín tekur þessu bara með jafnaðar geði eins og honum einum er lagið... eina sem honum fannst leiðinlegt er að þurfa aftur að fá krana í hendina... en ef að það verður búið fyrir sumarfrí þá er hann sáttur... hehehe.. hann er ótrúlegur og hefur miklu meira æðruleysi en ég nokkruntímann og ég óska þett að hann nái að halda sínum styrk áfram því það gerir þetta allt svo miklu auðveldara fyrir mig þótt undir niðri kraumi alltaf alvarleikinn í huga mér. Þetta er nátturulega mjög alvarlegt mál en við ætlum að láta þetta lagast.
Guð geymi ykkur og okkur líka...
Athugasemdir
Magga ég er nánast orðlaus....en feginn samt að það skuli vera búið að finna hvað veldur.
En í guðanna bænum hlúðu líka að sjálfri þér líka ...heyri í þér á morgun..
sendi þér hundrað faðmlög og væntumþykju.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.2.2008 kl. 20:50
Gangi ykkur vel
kv Eydís
Eydis Eyþórdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 21:23
Elsku Magga og Ragnar,
ganig ykkur alveg ofsalega vel, gott að það er búið að finna hvað er að og ég vona að allt eigi eftir að ganga vel. Ég hugsa til ykkar
Sigga Rósa
Sigga Rósa (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 21:55
"þið látið þetta lagast", það er rétta hugarfarið hjá ykkur Magga. Það góða í stöðunni er að nú vita læknarnir hvað þeir eru að takast á við.
Sendi ykkur hlýjar hugsanir og bið englana að gæta ykkar alla leið í þessu stríði

segi svo eins og Hrafnhildur, gleymdu ekki að hugsa um sjálfa þig meðan þið eruð að ganga í gengum þetta, því þú þarft að vera hress og full af orku þegar þið farið í Danmerkurferðina ykkar :)
Hólmgeir Karlsson, 4.2.2008 kl. 22:24
Stuðningskveðjur


Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.2.2008 kl. 22:53
Æji vondar enn samt góðar fréttir!! Kær kveðja frá Landinu(græna)
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 00:40
Hæ Magga mín, ég óska ykkur alls hins besta og að þetta gangi framar vonum. Haltu í trúna, hún er ómissandi þegar stór verkefni eru framundan.
Kv. Hanna
Hanna (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 09:38
Vonandi gengur fljótt og vel að ná bata hjá honum hef nú trú á því að hann kippi í kynið og verði duglegur og fljótur að ná sér
sendi ykkur hlýja strauma og góðar kveðjur. guð er með ykkur í þessu
kv sæmi
Sæmi (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 14:18
Kæra fólk...
TAKK kærlega fyrir öll þau fallegu orð og hugsanir sem þið sendið okkur á þessum dögum.
Þið eruð yndisleg og frábært að vita af ykkur á bakvið mann á þessum erviðu sögum.
TAAKKK.........

Margrét Ingibjörg Lindquist, 5.2.2008 kl. 19:07
Elsku, elsku gaurinn minn! Það á ekki af þér og ykkur mæðginum að ganga...
Hef fulla trú á ykkur og ég veit að þið "látið þetta batna..." Ég hugsa til ykkar, vona að það veiti ykkur styrk...æji ég fékk alveg sting í hjartað bara!
Hlýjar kveðjur, Guðrún
Guðrún (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.