Sunnudagur, 20. janúar 2008
Nú gef ég mér tíma í að skrifa smá...
Jæja... kæru lesendur, vinir og vandamenn...
Á þessum sunnudagsmorgni tók ég ákvörðun að setjast smá niður og skrifa ykkur línu. Ragnar var hjá mömmu í nótt svo að ég er hér bara í róleg heitum ein heima að vakna .
Staðan hér er þannig núna að Ragnar er ennþá með æðalegginn í henndinni... eins og boxhanski bra með allskonar krönum og slöngum. Hann er skráður inná sjúkrahúsið en annas í svokölluðu leyfi sem þýðir það að við förum uppá spítala daglega í tékk og lyfjagjöf í æð, það verður endur skoðana eftir vikur... en eftir lyfjagjöfina í æð þá bíður allavega 2vikna meðferð á lyfjum í töflu formi. Þannig að hann hefur ekkert farið í skólann eða má ekkert vera úti. Það sem gerir þetta ferli mér mun betra er að barnið mitt virðist vera svo mikill hraustmenni og duglegur að hann hefur ekkert orðið svona "veikur ... veikur" skiljið þið... ekki setið í móki, með brjálað hita, eða fundið brjálað til ... hann er búinn að vera svo líkur sjálfum sér allan tímann... haldið mataliystinni, sungið, verið frekur og hávær, á hlauðum og hoppað og skoppað uppum alllt... eins og hann er ALLTAF og er eitthvað er þá hefur það aukist á tímabilun... Lyfin sem hann er að fá eru breiðvirkustu sýklalyf sem til eru í heiminu og er mér sagt að þessi lyf séu í raun góð-vond því þau eigi það til að drepa góðar frumur líka... þannig að ég átti að fylgjast vel með matarlystinni og allt það á meðann þessu stendur... en það virðist ekki hrjá honum.
ÞESSI HETJA... hann er búinn að standa sig... það er ekki spurning... endlaust kukl í skurðinum og það að vera með þennan æðarlegg endalaust... ( ég þekki það sjálf að þurfa að vera með þannig lengi... óþolandi) hann kvartar ekki...
En eitt skal ég láta ykkur vita að eftir þessa törn hjá okkur þá tek ég ofann fyrir foreldru langveikra barna... þetta er svo ervitt fyrir mann að sjá barnið manns svona og vita hvað líka þess er að berjast við... Andlega parturinn er töff... og það að halda skiðulagi á heimilinum og með allt annað sem þarf að gera... ég hef þurft að minka við lífið bara útaf þessu... núna er það bara BARNIÐ, 20% ég og skólinn í rest.... það kemst ekkert annað að í lífi okkar núna... og það er ervitt... ég hef líka þurft að reyða mik miklu meira á mömmu en oft áður... og það er eitthvað sem mér þykir ervitt... því í hausnum mínum Á ég er sjá um mitt...
Jæja.... kæra fólk... ég byð Guð um að geyma ykkur og vernda einnig bið ég um styrk til að þroskast á þessu ferli sem er í gangi og ljós til að leiðbeina mér í rétta átt.... og þakka ykkur fyrir allan stuðninginn í þessu ferli.. Þið eruð perlur... TAKK
Athugasemdir
Takk fyrir þessi fínu orð... það er ekki létt að vera foreldri langveikts barns.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.1.2008 kl. 12:58
gangi ykkur vel
kv. úr borginni Eydís
Eydis Eyþórdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 18:26
Sendi ykkur mínar bestu kveðjur :)
Hólmgeir Karlsson, 20.1.2008 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.