Fjölskylduhátíð fyrir eldri en 18 ára... er það hægt??

Sælt veri fólkið ...

Ég er nú kannski ekki vön því að skrifa hér inn harðorðar greinar um það sem er í gangi hér í bæ en ég verð að viðurkenna að ég skil lítið í því sem er í gangi hér þessa dagana.

Já málið er að hér á að halda "fjölskylduhátíðina" halló Akureyrir eins og síðustu ár um næstu helgi. Allt gott og blessað með það... auðvitað reynum við líka að laða að okkur fólk og ná að búa til skemmtun fyrir það. Reynslan hafur sýnt það sýðustu árin að hingað hafa líka leitað mikið af unglingum og ungu fólki sem eru að leitas eftir "djammi og drykkju" og hafa margir hér í bæ fengið uppí kok af þeirri umgengni sem hefur verið á bænum á þessum helgum. Umgangurinn hefur verið hræðilegur, maður hefur læst extra vel að sér og ekki þorað að fara með börnin á þá dagskrá sem er ætluð þeim því að þá blasir við þeim illa drukknir unglingar og drasl um allan bæ.  Nóg um það... en það sem mér liggur á hjarta núna er...

... að hér á að halda sömu hátíð enn eina ferðina nema... hér verða eingin afmörkuð svæði fyrir þetta unga fólk sem hingað kemur... hér verður eingi sérstök gæsla vegna þeirra... aldurstakmark á tjaldsvæðum er frá 18-20 ára... það verður ekkert aukið samstarf með sjúkrahúsinu... það verða haldnir 2 stórir unglingadansleikir, þannig að það verður hellingur um að vera fyrir þessi börn. Mér skilst að forvarnavinna vegna eitulyfa verði lítil  og vinnsla með fórnarlömbum nauðganna... Akureyrirar bær fyrrar sig allri þeirri ábyrða á þessum börnum/unglingum... Það skal einginn segja mér að þau komi ekki hingað um næstu helgi... en hvar verða þau... um alla sveitir undir eingu eftirliti... ölvunarakstur og slys... líkamsárásir og það sem því fylgir... ég veit að gistiheimil á svæðinu ákveða frekar að vera með laus herbergi heldur en að hleipa fólki að ... Það vilja fæstir í samfélaginu hér hafa þetta svona hér... Hver ber ábyrðina...??? Af hverju að halda hátíð sem allir eru velkomnir á en... samt ekki allir... Hér verður dagskrá fyrir alla... en eingin gæsla, aðhald eða eftirlit... ég fæ í magann við tilhugsunina ... Kannski sem betur fer á veðrið að verðal leiðinlegt.. en ég held að það sé ekki hægt að skíla sig bak við það... 

Jæja.. best að róa sig og hætta þessu... En hvað finnst þér??? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband