Helgin... Byrjun á sumarfríi okkar Ragnars.

Hér kemur smá innsýn í helgina hjá okkur mæðginunum...

                                                                                                                                                                  gásir-sumar2007Fyrst byrjuðum við á laugardaginn á því að fara á Miðaldarmarkaðinn á Gásum. Þar gengum við um og skoðuðum mikið af fallegum hlutum og fólki... mjög gaman. Eftir smá stund ákvað ég að setjast í móann og fá mér sígarettu í sólinni og fallegu umhverfi... ég sat þarna í soldinn tíma og naut þess að sitja í laut fullri af Vallhumli, ljónslöpp, sóleyjum, blóðbergi, Fíflum, fjólum og fleiri og fleiri fallegum blómum. Ég sat þarna og fór að vefja kransa eins og ég gerði mikið í gamladag úr sápublómum en ákvað að gera hann úr öllum þessu falegu blómum þarna í kring í staðinn... og vakti þetta mikla athygli og var ég beðinn um að vera með þarna næsta sumar ... Mér þótti það mjög gaman ... og er ég mjög til í það.Smile

 Hér sést Ragnar með sinn fallega krans... Blóma-prina víkingurinn minn.

 

 

 

eldur-sumar2007Næst áttum við sólarhring á Öngulstöðum í góðu yfirlæti þar... í vinnu og leik... Svo þegar við vorum búinn að hjálpa til þar eins og við gátum ákváðum við að drífa okkur til Þráinns í sumarbústaðinn þeirra rétt hjá laugum. Þeir feðgar tóku auðvitað yndislega á móti okkur. Það að eiga vini í lífinu sem eru svona magnaðir eins og Þráinn er vinur minn... það gerir líf manns svo miklu litríkara og betra... Takk Þráinn fyrir að vera sannur vinur í gleði og sorg. Þar vorum við í sólahring í afsllöppun og næringu... Þeir feðgar höfðu undirbúið lítinn varðeld sem við kveiktum á þegar fór að rökkva og við hituðum sykurpúða og það var vinsælt hjá guttunum... SYKURRRRRRRRRR.... uuuu...  

Hér eru strákarnir að hita sykurpúðana. 

Þegar ró var komin á strákanna skriðum við  Þráinn í heitapottinn og það var himneskt... logn, þoka, hiti, rökkur og rigning... ég hefði getað verið þar alla nóttina...ég hlít að hafa verið hafmeyja í fyrra lífi... YNDISLEGT í alla staði. 

 

ragnar-sumar2007Þegar dagurinn í dag rann upp hlír, fallegur og algert logn þá var ekki hægt að fara alveg strax út sælunni. þannig að við dúlluðum okkur þarna á náttfötunum framm yfir hádegi en þá ákváðum við að koma okkur af stað því að Elín og Ásrún voru á leiðinn norður og við vildum taka á móti þeim. Á leiðinn heim hringdi Maja frænka (frá Malmö)... uppáhalds frænkan mín og vildi kíkja í heimsókn. Þrátt fyrir símtalið ákváðum við að stoppa við Goðafoss og skoða þá mögnuðu náttúru sem er þar og fossinn auðvitað líka... Þagar við komum til akureyra var mamma búinn að ná í stelpurnar og við hittumst öll heima hjá mömmu og Maja frænka líka. Þar áttum við  skemmtilega og notalega eftirmiddagsstund. Maja.. knús þú er frábær frænka.

Núna erum við mæginin kominn heim þreytt og sæl eftir yndislega og fallega helgi með góðum vinum og fjölskyldu. Á morgun er stefnan tekin á Hrísey með alla krakkan og mömmu... enda veðurspáin frábær.

Þannig að ég segi bara Guð geymi ykkur öll...Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Thats live :) .. Bros og kveðja

Hólmgeir Karlsson, 24.7.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband