Föstudagur, 6. júlí 2007
Sumarið og hvernig gengur...
Hæhæ... Já sumarið er hálfnað og það hefur verið mjög gott hingað til... Mér var ætlað af læknum mínum að taka því rólega í sumar svo að ég hef ekki verið að vinna vegna álags einkenna sem hafa einkennt mig síðustu árin. Ég var einmitt í tékki í gær og það var voða gott að sjá að áætlun okkar virkar eins og hægt er. Því að hluti af ferlinu var að sækja sálfræðing eða geðlækni einusinni í viku en það hefur ekki gengið eftir vegna sumarfría... en það kemur strax núna í byrjun ágúst og það verður gott að fara afstað í þann pakka og klára að vinna í þeim málum. Bakið er allt að koma hægt og rólega en ég er enn á mjög sterku lyfjum þegar verkirnir koma fram. Lifrin er í smá byð en það er orðið ljóst að ég er ekki með sjálfsofnæmi sem er mikill léttir en ég þarf að fara í smá aðgerð í haust til að það komi endanlega í ljós hvað er að bregaðst þar... Hægt og rólega er svefninn að koma en það tekur víst langann tíma að vinna upp svona langvarandi svefnleysi og þreytu... En það er yndislegt að finna að meður er að ná tökum á því sem hefur verið að trufla manns eðlilega líf undanfarið... og það sem er best er að fá að vera á lífi og fá að lifa í friði fyrir daglegri streitu sem samfélagið okkar er vant að setja á okkur dagsdaglega... Ég vil meina að samfélagið okkar í dag sé svo ervitt og þungt að það virðist vera þannig að margir af minni kynslóð ráði bara ekki við það ... fleiri og fleiri eru í mínum sporum núna og eiga bara ervitt með að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart því. Það eru stöðug skylirði og kröfur á alla hverja mínútu sem við öndum... ég er viss um að við myndum hafa það öll miklu betur ef við lifum í dag ekki fyrir morgunn daginn og njótum þess að vera til án skylirða ... Bara vera til og brosa...
Guð blessi ykkur öll...
Athugasemdir
Það gleður mig óskaplega að heyra að það er einhver framför á heilsu þinni og vonandi heldur það áfram á réttri braut haltu áfram að vera svona dugleg og þá mun heimurinn verða að fótum þér bestu kveðjur úr Hveró.
Sæmi (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.