Sundlaug nr.5 er laugin í Sólgarði í Fljótum - Fallega gamaldags.

Í gær föstudaginn 21. júlí var fallegur sumardagur, fjörðurinn var rólegur undir morgunþokunni en sólin beið síns tímar. Við mæðgur settumst uppí rauða Yarisinn hennar mömmu um hádegi, með nesti, nýja skó og sundföt... og keyrðum út Eyjafjörðinn. Við fengum að sjá fjörðinn okkar og nágrenni í nýju ljósi, með dulúð og leik sólar og þoku. Mjög fallegt sjónarspil á meðan við færðum okkur í gegnum göngin hvert á fætur öðrum... út á nyrta hlutan og svo stefnan tekin á skagafjörð. 

Ég var búin að finna laugina í Sólgarði í Fljótum á sundlaugar.is og það stóð allt eins og í bók. Að renna upp að húsunum, skóla og önnus þjónustu hús og íbúðarhús, var augljóst að maður var komin í sveitina, sólin skeyn og golan lék sér við syngjandi fugla og flugur... Við vorum einar á svæðinu og þuftum aðeins að bíða því laugin opnaði ekki fyrr en kl.3 á föstudögum. Biðin var bara dásamleg í fallegri náttúru og veðri, mjög góð sutnd til að flétta hárið og fá sér smá orku. 

Laugin er ekta lítil sveitalaug, gamaldags búningsklefar og aðstaða, samt allt til alls... Ef flísarnar á gólfunum gætu sagt sögu sína þá væri hún löng... dásamalega fallegar og notaðar. Sundlaugin sjálf er steipt og máluð eins og svona laugar voru í gamladaga, ekki nýlega máluð en hrein og notaleg. Ég var alein í lauginn að svammla mína 580 m. á meðan mamma æfði sína lágmarks ensku á stráknum í afgreiðslunni.

Ég fékk líka mitt fyrsta tækifæri til að prófa svona stökkbretti, við skulum muna að ég er svakalega lofthrædd og það er ekkert sérlega þægilegt en vá hvað er gaman að stinga sér úr svona apparati... ég þarf að komast í almennilega djúpa laug með svona bretti ... þá skal ég hoppa þrátt fyrir hræðsuna við hæðina... heheheee...

Allan tíman hugsaði ég, að þessi staður minnti mig óendanlega mikið á gömlu Þelarmerkurlaugin þar sem ég lærði að synda og vann í 2 sumur sem sundlaugarvörður sem unglingur. Þá byrjuðum við sumarið á að mála laugina, og mála trébekkina í klefunum... allt eins og í Sólgarði... fallegar minningar sem eru vel þess virði að upplifa sérstaklega þegar maður fær staðinn alveg útaf fyrir sig. 

https://www.facebook.com/sundlauginsolgardar

362845530_768213665061017_8204624120901744840_n

362958496_101910579659525_6726393091956957276_n

362905104_1432703590914586_4241755896022258194_n (1)

362888699_2391558737672853_6897375954537872891_n

362806946_298813712518301_2814982681643837120_n

362668367_244386825205937_1383481374851784001_n

362918811_968616501114625_607289046585348731_n

362885486_991857305183403_1226043356449840545_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband