Sundlaug nr. 2 er Sundlaugin í Hrísey - Að sigla í sund.

Í dag var farið í sundlaug nr. 2 og varð sundlaugin í Hrísey fyrir valinu. Ég reikna ekki með að sigla í aðrar sundlaugar en þetta var skemmtileg ferð. Ég hef alldrey komið í þessa sundlaug en hún er virkilega flott og snyrtileg, vel viðhaldið greinilega og bara allt virkilega til fyrirmyndar. Hún er reyndar stutt 12,5 m. og því var hellingur af viðsnúningum en ég náði mínu settu 500 m. og meira að segja 50 meira og svo auðvitað er kalt kar þarna og skellti ég mér í það eftir sundið.

Það er  mitt mat að það er virkilega þess virði að fara í sund í Hrísey ef fólk er á svæðinu og ég tala nú ekki um í svona dásamlegu veðri og var í dag. Það skemmdi ekki fyrir að vita að einn af sundlaugarvörðunum þarna er hún Hanna sem vinnur í Akureyrarlaug á veturnar og einn af mínum allra uppáhalds, maður fékk bara knús þegar ég mætti... Dásamlegt, með í þessari ferð var einn af uppáhalds ferðafélögum mínum með, hún mamma sem naut þess að finna sjáfar ilminn og horfa á fuglana... það minnir hana á æskuna á Ísafirði.. 

Þetta er virkilega þess virði að segja á dagskrá hjá öllum...

skip

sundl2

vordur

dagsverk2

eg

vid2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband