Þriðjudagur, 27. mars 2007
Áttum við okkur á því hversu berskjölduð við erum bakvið tölvuskjáinn...
... Ég verð að segja ykkur frá lífseynslu sem ég fékk í gær... og hefur hún fengið mig til að hugsa og kem ég til með að hugsa þetta áfram... en ég verð að segja ykkur þetta...
Ég settist fyrir framan tölvuna mína í gægkvöldi og var búinn að fá leið á öllu sem er í kringum mig þessa daga... skólavinnunni, atvinnuleytinni fyrir sumarið, daglega lífinu og allt það... þið þekkið þetta að ykkur langar að gera eitthvað allt annað en vanalega... hlæja kanski smá... bulla og fá að vera í friði með það... OKEY.. ég ákvað það að fara inná spjallrás og bulla soldið og fá að gleyma mér um stund, og já auðvitað í þeirri trú um að ég væri vafinn inní það hlíja teppi sem nafnleynd á netinu er... Ég vil taka það fram að ég var ekkert klúr eða neitt.. bara blaðra um allt og ekkert... veðrið og tilgang lífsinns... Jæja en ég hitti þar á aðila sem mér þótti hafa lífsýn og áhugamál í stíl við mig... og við vorum að bulla og hlæja ... þegar allt í einu skellir þessi annas góði aðili ( hann baðst fyrigefningar á eftir) upp nafninu mínu... Mér hefur sjaldan ef alldrei brugðið eins mikið... því að ég hef lennt í því að hafa fengið leiðindar sms útfrá blogginu mínu... og allskonar vesen... þannig að ég hugsaði mig um hvort það væri virkilega þess virði að beskjalda sig svona fyrir heiminum... En það kemur uppúr kafinu að fyrst að maður er að blogga svona og tjá sig... sýna fólki myndir og þannig þá þarf ekki nema lítið atriði fyrir færa menn sem kunna á kerfið til að finna út allt um mann.. Sérstaklega fyrst að maður í einlægni sinni heldur úti bloggi fyrir vini sem eru erlendis... og vanda menn sem eru deyfðir útum allt.. svona til að fylgjast með mér í skólanum og stráknum að stækka...
Mér finnst það umhugsaunar vert að maður geri sig svona berskjaldaðann og maður verður þó allavega að átta sig á afleiðingunum sem það getur heft í för með sér... Með allri virðingu fyrir þeim aðila sem ég spjallaði við í gær... sem á líklega eftir að lesa þessa færslu... Þá einmitt útskýrið hann fyrir mér hversu auðvelt þetta er í rauninni fyrir fólk að leita mann uppi... Sjálf er ég ekki svona.. ég er svo "eiföld" greinilega að ég vil að ég geti treyst fólki til að koma hreint fram... og segja mér sjálft frá sér...
En lærdómur minn var sláandi.. og þarf ég að viðurkenna að ég er búinn að berskjalda mig fyrir heiminum og halda því áfram... eða hætta þessu...
Athugasemdir
Skil svo vel að þú sért orðin leið á lærdómnum og atvinnuleitinni. Ég er líka orðin hundleið á skólanum og get varla beðið eftir að komast í páskafrí.
Hughreystunar knús
Kolla
Kolla, 27.3.2007 kl. 19:18
Ég er ekki alveg að fatta .... Var þessi aðili búinn að grufla upp netfang eða IP tölu eða eitthvað þessháttar til að átta sig á hver þú værir?
Hólmgeir Karlsson, 27.3.2007 kl. 23:58
ja í rauninni veit ég ekki betur en að hann fann bloggið mitt á 2-3 sekúntum eftir að ég sýndi honum lógóið mitt... pax-design... málið er að fyrst að við höldum úti svona bloggi þá er hægt að nota svo mikið af því sem við seigjum og gerum til að finna fram til okkar...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 28.3.2007 kl. 09:03
Best er bara að vera þar sem fólk kemur fram undir nafni og er ekki að fara í einhver hlutverk og blekkja eins og á spjallrásunum. Ég læt bullrásir eiga sig en spjalla bara við vini og vandamenn á skæpinu. Þar er líka hægt að skrifast á í stað þess að tala. Einnig eru póstforritin eins og gmail þannig útbúin að maður getur chattað. Þá þekkir maður líka þá sem chattað er við. Það getur hins vegar verið gaman að fylgjast með bullinu á hliðarlínunni. Það er annars of innantómt fyrir mig til að ég geti haft gaman af því lengi.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2007 kl. 09:11
ég er nú alveg sammála þér að þessi spjöll eru mjög innihaldslaus.. og geri ég þetta svo sjaldan að hægt er að telja á 2 fingrum... hehehee... og einmitt best að vera bara maður sjálfur og stoltur af því...
Takk Jón fyrir innlitið það er heiður...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 28.3.2007 kl. 10:31
heheheee.. ég hefði nú gaman að því að spjalla við þig... Jón Steinn... hehehe...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 28.3.2007 kl. 10:33
SKil hvað þú átt við... maður heldur sig öruggann, en er samt búinn að gefa upp allt um sjálfann sig... hef einmitt hugsað það sama og þú, á ég að hætta þessu eða halda áfram ?!?
bara Maja..., 28.3.2007 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.