Mánudagur, 26. mars 2007
Það er augljóst...
... að það eru að koma kosningar. Manni er kannski best að segja ekki mikið um það en ég á nokkra bloggvini og flestir þeirra (ekki allir) eru með allskonar kosningatend-blogg... Sjálf er ég ekki flokkstengd en hef svosem skoðanir á því hvernig bið rekum landið okkar, hvernig ég vil sjá það þegar sonur minn tekur við í brúnni... ( ef það má orða það þannig.) Mér finnst þetta allt farið að snúast uppí baknag og tuð á persónur og persónuleika andstæðinganna. Mér finnst pólitík snúast mikið um það hversu mikið getum við lofað og svo þegar kosningar eru búna þá gerist mjög lítið.
Ég vil sjá að flokkarnir komi með hnitmiðaða stefnuskrár... 1. gera þetta... 2. gera þetta... o.s.v.f. svo vil ég sjá að þeim sé treistandi til að standa við málefnin, ég hata að það sé farið á bakvið mig, ég hata að það sé sagt eitt en annað gert... framkvæmið það sem er sagt... standa við loforðin. Mér er nokkurnveginn sama hvaða menn eða konur eru í flokkunum... ég dæmi fólk ekki nema út frá gjörðum þeirra... presónuleikar, útlit eða fatnaður er hégómi að mínu mati í þessum málum.
Tölum svo ekki um ALLA þá peninga sem fara í þetta allt... ég verð eigilega bara smá reið þegar ég hugsa útí þetta...en... svona er ísland í dag...
Ef einhver hér getur sannfært mig og gefið mér skýr svör... þá væru þau vel þeginn því ég er farinn að hata kosningar...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.