Föstudagur, 23. mars 2007
Þessi umræða sem tröllríður blogg heiminn núna...
... gerir það að verkum að ég hrekk aftur til 16. ágúst í fyrra þegar við misstum hana Lindu ...
Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfingu að missa barn eins og hana í umferðaslysi... svoleiðis skarð verður ALLDEY fillt og því miður er það stundum það eina sem virkar á fólk til að það átti sig á því hvað er dýrmætt í lífinu. Sjálf breittist ég mikið þegar ég eignaðist soninn... Auðvitað hafði ég keyrt hratt en ekkert þessu líkt... ég fór þó aðrar leiðir og tók þátt í ralli og þvíum líku... sem er í rauninni meiri útrás en mótorhjólin... En af eiginni reynslu með adrenalínkikk útaf hröðum akstri þá jafnast ekkert á við það að sjá barnið sitt vaxa úr grasi og er ég tilbúinn að missa af öllum þeim möguleikum sem lífið leyfir mér að fá til að keyra hratt bara fyrir það. Ég fé lika hnút í magann hugsandi til þess að þessi gullmoli minn er með mótorsportgen í báðar ættir þannig að ég held að það sé óumflíanlegt að ég eigi eftir að sitja og hvíða þess þegar hann kemst á ökutæki sjálfu og væri ég til í að leggja mikið á mig til að tryggja það að hann gæti þá lært og stundað akstur og keppnir á vernduðum og löglegum svæðum. Einnig er mér hugsað til allra þeirra sóma manna sem misstu líf sitt eða limi síðasta sumar... það er hrillingur að vita til þess að menn á besta skeiði lífsinns þurfa að sitja heima hjá sér allan daginn og meiga ekkert gera í framtíðinni vegna líkamlegrar örkumlunar eftir slys...
Við öll sem ökumenn berum ábyrð á hegðun okkar og ökutækjum því að margir vanrækja öryggiskröfur ökutækja sem valda líka slysum hér á landi. við sem mannverum berum ábyrð... ÖLL sem eitt... SÝNUM HANA og högum okkur eins og menn ekki eins og Guð eða bavíanar...
Núna held ég að ég fari að hætta að tjá mig mikið meira í dag ... ég veit ekki hvort skrif mín ná til einhverra þarna úti en ég yrði voðalega glöð ef ég bara gæti vakið þó það væri ekki nema einn ...
Guð blessi ykkur öll
Athugasemdir
Ég hef líka haft mitt tímabil með hraðakstri og ógávulegum akstri. En maður eldist og verður aðeins vitrari.
Það er mjög sorglegt að hugsa til þess hversu margir tapa lífinu og heilsunni í bílslysum á hverju ári.
Kolla, 23.3.2007 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.