Einelti og stríðni... skóli eða foreldrar.

Það er búið að vera mikið í umræðunni á samskiptavefum og í vefmiðlum fjölmiðla undanfarið umræðan um einelt. Það eru byrt á vefnum allskona bréf og textar þar sem fórnalömb eineltis segja sögur sínar og bjóða því fólki sem hefur unnið því mein byrginn.

Ég er þolandi eineltis en á einhvern hátt hef ég ekki þörf fyrir að nafngreina einstaklinga, skóla eða svæði þar sem ég upplifði þetta. Ég vil ekki skrifa nána lýsingu á atburðum fortíðar en ég vil nota reynslu mína til að önnur börn í dag líði ekki það sama.

Það er frábært að umræðan sé að opnast og að fólk sé færara um að ná töku á líðann sinni eftir svona árásir en hvað er verið að gera í skólunum í dag... eða mikilvægara hvað eru foreldrar að gera svo að börnin þeirra verði ekki gerendur eða þolendur.

Ég hef þurft að taka slaginn fyrir son minn og það er lengt frá því að vera létt og ég finn vel hvað það skiptir máli að allir foreldrar séu vakandi og viljugir til að vinna að þessum málum í sameiningu. Því miður er ég að sjá sömu andlitin sem ég þekkti sem barn en í dag eru þetta foreldrar barna sem í skólakerfinu í dag þar sem er verið að vinna með einelti... Það er alls ekki bara skólinn sem þarf að gera heimavinnuna sína í þessum málum heldur foreldrar líka... og að mínu mati miklu meira foreldrar en skólinn.

Börnin segja og framkvæma eins og það sem þau sjá og heyra heima fyrir... börn eru fullkmnir speglar á foreldra sína... sonur minn er spegill af mér og hann lærir það sem ég hef fyrir honum. Þótt að hann sé miklu þroskaðari en ég var á hans aldri og hann skilur líka betur aðstæður  en ég gerði á sínum tíma. t.d. þá sagði hann nokkuð sem sem mér fannst frábært og ég vildi að ég hefði haft þennan skilning þegar ég var á hans aldri. Hann sagði, þegar við vorum um daginn að ræða um barn sem honum linti ekki við á fyrstu skólaárunum en í dag segir Hetjan mín... " mamma, hann er svona hrekkjóttur og stríðinn sem er gaman en á meðan xxxxxx eru grimmir og særandi." þvílík snilld af 11ára barni að þekkja muninn á þessu... og þá var ég 100% viss um það að líðan hans vegna samskipta er sönn.

Ég hef alldrey farið í vinnu með barninu mínu nema að ræða það opinskátt hvaða hlut hann á í málunum, já... ég veit að fólki finnst ég kannski hörð núna en ég veit það í dag að þegar ég var barn að takast á "eineltið" mitt þá var ég líka að takast á við erviða hluti á öðrum svæðum og það speglaðist í hegðunn minni í skólanum og ég bætti ekki ástandið á neinn hátt... ef eitthvað var þá olli ég ekki síður erviðleikum ... en við vorum bara börn, ekki með þroska til að skilja orsök eða afleiðingu gjörða okkar.  Hetjan mín er skapstór og ákveðinn... við vitum að það eru auðvelt að ná honum uppúr öllu ...varðandi þetta ber ég ábyrð á því sem foreldri að kenna honum að vinna með sitt skap og sína hegðun... og annara foreldra að sjá um sín börn. Ég vildi að umræðan myndi taka þetta sterkar inn því að þarna er hlekkur sem skiptir öllu máli til að ná árangri í því að kenna börnnum okkar mannleg samskipti og virðingu. Þessvegna skora ég á foreldra að taka ábyrð og vinna að þessum málum með börnunum sínum og skólakerfinu ekki á móti. 

Viðring og vinsemd Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

This blog is wonderful, thank you propose. Glad to see new projects! I wish you much success .

voyante serieuse par telephone (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 09:40

2 identicon

Halló,
Ég uppgötvaði síðuna þína fyrir nokkrum dögum síðan, þetta er staður þar sem ég líður vel. Þakka þér fyrir allt!

consultation voyance

Sophinez (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband