Miðvikudagur, 27. júlí 2011
Góður dagur að baki....
Já... það er gott að upplifa góðan dag... það er langt síðan mér hefur liðið svona vel eins og akkúrat á þessari mínútu... og ég er að njóta þess í botn... Ég vil trúa því að nýja lyfið sem ég byrjaði að fá í dag sé ástæðan... Það er eitt sem ég hef ríg haldið í síðustu mánuðina... því ef maður hefur ekki von þá er ekkert eftir ... en svo er það svvvoooooo gott að finna fyrir betri líðan sem kemur óþvingað hún er bara... og með henni fylgir innra bros sem ég er svo þakklát fyrir... þegar maður missir heilsuna þá missir maður mjög mikið ... og veikindin fara að stjórna lífi þínu... en svo þegar maður fær stund og stund sem er verkjalaus, þreytulaus bara líðan sem maður fær að njóta alls þess fallega sem til er... það er ómetanlegt að fá áminningu að það er til betra líf...
takk fyrir þá ró og sælu sem ég er að njóta þennan fallega dag... takk fyrir soninn fallega sem er búin að sína að hann getur tekist á við allt í heiminum.. takk fyrir að móðir min er að ná heilsu líka... takk fyrir þau tækifæri sem mér eru veitt ... takk takk.... þakklæti og von er góður staður að vera á...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.