Þriðjudagur, 30. janúar 2007
það er verið að hæðast að mér...
Ég er ein af þeim í heiminum semkann ekki einusinni að lesa svona tölur... hvað þá via hvað þær þíða... en eitt veit ég að miiig vantar 500.000,- til að geta lifað eðililegau lífi... sem er náttúrulega KLÍNK... miðað við þessar tölur.... HVERT FER ÞESSI PENINGUR??? mér er spurt .. og hvaðann kemur hann.. óóójá.. alveg rétt þetta eru hlutatil vextirnir sem ég þurfta að borga að lánunum vegna verðbólgu og vegna veikinda minna á sínum tíma... aaaaa... og já þetta eru öll gjöldin sem bankinn tekur til að lána mér pening svo ég geti átt í matinn handa stráknum....og mér stundum... og já það eru þettir menn sem handa veislur með mínum og þínum peningum... Ég bið ekki um að verða rík... væri alls ekki betri manneskja ef ég ætti nóg af þeim... EN ÉG BIÐ UM AÐ FÁ AÐ LIFA MANNSÆMANDI LÍFI... eiga peninga í mat og svona það sem kemur upp eins og nýir skór á strákinn eða föt... ( ekki á mig... það bíður) . segjum að það séu 20.000 heimili eða einstaklingar hér á landi sem þurfa þó það væri ekki nema smá hjálp til að geta notið lífsinns aðeins betur... okey... þeilum þessum upphæðum á þá.. þá er það 800.000....á mann. Með þessum peningum er hægt að vera með gjaldfrjálsa leikskóla... ókeypis íþrótta aðstöðu fyrir börn... VITIÐ ÞIÐ... ÉG GET EKKI ORÐA BUNDIST .. yfir þessum tölum... og mér finnst verið að hæðast að mér og minni baráttu fyrir að lifa aðlilegu lífi...
Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna 163,7 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru ótrúlegar tölur og ég skil vel hvað þú átt við, ég var einstæð móðir með 2 börn og ég skal alveg taka undir það að þetta er töff líf, Þeir litlu peningar sem maður hefur undir höndunum eru fljótir að fara og maður fyllist gremju að sjá að menn eru að halda risa veislur með peninga almennings, Og sjálfur er maður ekki að ná endum saman, leiga, rekstur á bíl, leikskóla gjöld, rafmagn og hiti, RUV, Lán og aðrir reikningar..þetta samsvarar mun meiri peningum heldur en maður á og eftir stendur maður með tóma vasa og tómann ískáp !!! Þetta er fáránlegt og mér fynnst að ef þessir menn þurfa vera nota okkar peninga til veisluhalda og annars munaðar þá er óþarfi að nudda því upp í andlitið á manni...huff puff..
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 08:22
Hæ Margrét,.... já þetta eru stórar tölur. En veistu hvað!?,.. það vantar eitt núll í þetta hjá þér, því ef þú deilir þessu á 20.000 heimili þá er það rúmlega 8 milljónir á hús ... en ef við höldum okkur við 800 þús kallinn þinn, þá ættu bankarnir samt eftir 147,7 milljarða. Heimilin í landinu eru reyndar fleiri, ca 100 þús, en þó þau fengju öll að njóta góðs af sæi samt lítið á upphæðinni ...
Hólmgeir Karlsson, 30.1.2007 kl. 16:25
Já... ekki kemur það mér á óvart að það vanti eitt núll...... því að eins og ég sagði þá kann ég ekki einusinni að lesa svona tölur.... en hugsaðu þér þetta er þá 1,6 miljónir á hvert heimili á landinu... þetta er ólýsanlegt... HREINLEGA... OFAR MÍNUM SKILNINGI...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 30.1.2007 kl. 17:45
Jebb ..... og ekki leggja of mikið á þig til að skilja og réttlæta þetta, því þú verður ekki betri manneskja af því
Hólmgeir Karlsson, 30.1.2007 kl. 17:54
Neinei... ég veit að ég væri ekki bættari með "peninga" .... og hreinlega vorkenni ég þeim sem þurfa að bera það böl með sér að vera fastir í vef efnishyggjunar. Því ég veit að ég er mun hamingjusamari en flestir þeirra... Sjálf hef ég þurft að berjast fyrir hverjum eyri og ég hef séð marga þurfa berjast í bökkum og missa allt sitt.. sjál stóð ég í því að missa allt veraldlegt .. en það sem truflar mig er hvernig landinu okkar er stjórnað og hvernig munurinn á milli fátælra og ríkra eikst með hverri mínútu sem líður og það er ekkert sem þessir aðiðlar gera til að hjálp... Ég hef misst fólk útaf baráttunni við PENINGA... Sjálf er ég bara svo sanngjörn og þetta finnst mér MJÖG ósanngjarnt...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 30.1.2007 kl. 21:19
Gæti ekki verið meira sammála:) bilið milli ríkra og fátækra er alltaf að aukast og það er ekki góð þróun. Þeir ríku meiga líka vera ríkir fyrir mér, en það er ekki sama hvernig peninganna er aflað. Það þurfa að vera skilyrði í samfélaginu til þess að "venjulegt" launafólk hafi mannsæmandi kjör og leikreglurnar séu réttlátar.
Bestu kveðjur og vona að þú vinnir "bjórmiðakeppnina" .... því þá verðurðu kannski rík, he he ... og kaupir þér svo seinna einn banka eða svo
Hólmgeir Karlsson, 30.1.2007 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.