Menning eða hótelherbergi...

Hugur minn er flöktandi þessa dagana vegna óöryggis varðandi verkefni sem ég hef verið hlutaðeigandi síðustu árin. Þannig er mál með vexti er að ég hef verið í stjórn Félagagasamtaka sem heita Grasrót Nýsköðun / Iðngarðar sem er staðsett í gamla slippnum á Akureyri. Við erum að fara inní 4 starfsárið okkar og við höfum alldrey fyrr verið eins nálægt markmiðum okkar og nú. EN núna er rekstri okkar stofnaði í mikla hættu vegna þess að það er komið kauptilboð í húsnæðið sem við erum búin að vera í síðustu 3 árin. Kauptilboðið er fá aðilum af höfuðborgarsvæðinu og markmiðið er að bæta við enn einu gistiheimilinu hér á Akureyri. Hjá okkur eru núna ca. 25 einstaklingar og félagasamtök sem vinna með handverk, hönnun og listir, við höfum verið í góðu samstarfi við Atvinnuleysis stofnanir og fólk sem vill verða sjálbært í sínu fagi. Hjá okkur er að komast í gang gott samstaf fólks og þekkingar sem var alltaf grunn markmið samtakana... og þegar svona samstaf verður til þá gerast ótúlega skemmtilegir og spennandi hlutir sem styrkja innviði samfélagst á svo sterkan og góðan hátt... þar er styrkur sem mér finnst ekki má eyðileggja, kraft og gleði sem má ekki kæfa...

Ég er sjálf öryrki og ekki með neinar tekjur en oft hefði ég viljað að peningar væru ekki vandamálið... ég vildi að samfélagið sjái hag sinn í því að tryggja okkur húsnæði, við erum búin að sanna að starfsemi okkar er á réttum kyli og við erum ekki búin að vera mikið í styrkjum eða öðrum fjárveitingum... Við áttum okkur augðvitað á því að peningar vaxa ekki ár trjánum eða fjölfaldast svona eitnn tveir og tíu... en ég get ekki hugsað það til enda að það eigi að slökkva á þeim neista sem er búinn að taka 3-4 ár að byggja upp.

Akureyri menningarbærinn ... ég veit eigilega ekki alveg hvað mér á að finnast um það núna... 

Guð ... ef menning er meira virði en gistirými sem eru með kannski 30% ársnýtingu þá erum við örugg með húsnæðið okkar... 

menning og virðing... Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I really love what you do, bravo! Thank you very much for sharing with us this article .

Voyante (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband