Laugardagur, 6. janúar 2007
ný þvottavél og 50 ára gömu dótalest...
Þessi laugardagur er nú búinn að vera öðruvísi en þeir flestir...
Við buðum ömmu og Halla afa í hádegismat og var í boð mín landsþekkta sjávarréttasúpa með ný bökuðu brauði... Í leiðinni fékk ég ömmu til að fara með mér í kjallarann að ná í "kassan" í honum er geymd u.þ.b. 50 ára gömul leikfangalest sem er erfðargoss frá Danmörku... Það var eitt af jólaloforðunum að ná í kassan og setja lestina upp... fullt af minningum bæði góðar og slæmar ... fyrir mig.. en sonurinn er með stórar stjörnur í augunum yfir þessu... Svona í gamni mínu fór ég inná Ebay og skoðaði verðmæti þessa "dóts" sem mér sýnist á öllu eftir þá skoðun vera 150.000 - 200.000 og þá lítur maður ekki á þetta sem dót...
heldur kannski antik...eða hver veit...
Annað sem mér tókst á þessum drottins degi ... var að kaupa mér nýja þvottavél... auðvita þekkir maður góða aðila sem gera það að verkum að ég fékk hana á góðu verði... þannig að við mæðginin þurfum ekki að vera mikið lengur í óhreinum fötum.. hehehhee..
Jæja ... farið vel með ykkur og haldið áfram að kera litlu hlutina...
Athugasemdir
sjávarréttasúpa svikur aldrei
Ólafur fannberg, 6.1.2007 kl. 23:14
Í framtíðinni verður ekkert til sem heitir Antik... Og til hamingju með þvottavélina
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.1.2007 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.