Mánudagur, 2. nóvember 2009
Halló ... Mig langar að segja ykkur pínu af okkur hér... :o)
Jæja ... það er nú langt um liðið að ég hafi fengið þá þörf að skrifa hér inn... en ég í rauninni svo margar góða að hér inni þannig að mig langar að segja ykkur smá af okkur gegninu hér...
Héðan er allt mjög gott að frétta... hellingur búin að gerast síðan síðast. Hetjan mín er úrskrifuð og stendur sig eins og hetja auðvitað...!!! Hann er fyrirmynd mín í svo mörgu... Hann er ljós mitt og ég á ekki til nógu sterk orð yfir það hvað hann er yndislegur. Mamma er öll að koma til eftir sitt áfall og breitingar en þetta tekur tíma og hann vinnur með henni eins og okkur hinum líka. Ég er að fara inná Kristnes í endurhæfingu (loksinns) og ég hlakka svo til...
Þetta verða 5 vikur bara að hugsa um eigið rassgat... hehehheee...
Hetjan er komin með frábæra stuðningsfjölskyldu sem hann verður hjá á meðann svo ég geti einbeitt mér að því sem ég þarf að gera til að geta haldið í við hann í framtíðinni... Hann er svo sáttur hjá þeim og kemur svo glaður og flottur frá þeim og það finnst mér svo yndislegt... hann er loksinns búinn að fá innsýn í fjölskyldu mynstur sem er eðlilegt og þroskandi ... "föður og systkyni" ég vil meina að ég sé mamman.. hehehe... en þetta er allt svo æðislegt og hann er svo glaður... þótt honum finnist alltaf best að vera heima eins og hann segir...
gerir mömmuna stolta...
Þannig að við erum á réttu leiðinni inní heilbrygt og gott líf eftir lærdóm síðustu ára...
Knús og klemm til allra sem okkur þykir vænt um og hugsa til okkar...
Athugasemdir
flott
Ragnheiður , 2.11.2009 kl. 19:08
frábært að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur... bara æðislegt !!!!
Sifjan, 2.11.2009 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.