Sunnudagur, 24. desember 2006
Ljósin mín og von um það sama til ykkar...
Jæja kæra fólk...
Núna sest ég niður og búin að öllu svo jólin meiga koma... Ég hef alldrey verið með eins stórt jólatré og núna... ekki fundist eins jólalegt hjá mér áður... Það hefur eitthvað með það að ég á heima hér... já.. það er skrítið að segja það því ég hef búið frá foreldrum síðann ég var 18 ára... en þetta er einhverneginn mitt fyrsta heimili sem ég er sátt við... staðurinn svo mér finnst gott að vera á, þar sem ég so strákurinn erum örugg.. ( hehehe.. nema í roki.. hehehe) En svona innst inni í hjartunu... og væri meira að segja bara tilbúin að eiga aðfangadagskvöldið hér.. heima.... en í þetta sinn verðum við hjá ömmunni og manninum hennar... sem er yndislegt líka...
Við mæðgininin gengum til friðar í kvöld ... ég verð að segja að mér fannst dræm þáttakan hér fyrir norðann... eins og þetta komi okkur ekki við... það er bara það að sýna í samstöðu, ljós og von til allra sem eiga við sárt að binda á þessum tímum...
Svo fékk ég í dag aðrar góðar fréttir.. eða fréttir ef það kallast... Já ég fékk einkunirnar mínar... og satt best að segja hefur mér ALLDREY genið eins vel í neinu námi sem ég hef stundað eins og mér hefur gengið þessa önnina... ég er semsagt með meðaleinkuninna 9,25.... fjórar 9 og tvær 10..... Ég er ekkert smá sátt við sjálfann mig núna...
Kæra fólk... ég vil óska ykkur gleðilegra jóla. Meigi ljósið lýsa ykkur í gleði þessa hátðiðardaga, njótum samveru með þeim sem okkur þykir vænt um og elskum, njótum litlu kraftaverkanna í kringum okkur...
Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Til hamingju með frábærar einkunir og meigi þú og þínir eiga gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Sæmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 00:44
gleðilega hátið gamla mín
Ólafur fannberg, 24.12.2006 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.