Sunnudagur, 21. júní 2009
Sunnudagsblogg...
Góðann daginn kæra fólk...
Þið verðið að fyrirgefa að ég skuli ekki vera duglegri að skrifa hér inn en núna hefur maður minni tíma til þess því við erum svo mikið að njóta þess að vera frískari og á batavegi...
Héðan er það semsagt að frétta að Hetjan mín kom 15.júní úr sveitadvölinni, hress og kátur... þessir 8 daga voru honum mikið ævintýri og mikil þroski... Hann er sjálfstæðari og öruggari með sjálfann sig, í mjög góð jafnvægi og líður greinilega vel. 16.júní fórum við í okkar reglulegu skoðun til Gróu læknis og hún var bara mjög sátt við kallinn og gaf okkur tíma í næstu skoðun sem verður að öllu óbreittu útskriftarskoðunin... það verður 6.ágúst næstkomandi... þá eru 2 ár síðan Hetjan byrjaði að veikjast alvarlega...
Ég er öll að finna minn fyrri kraft aftur... er að verða eins og áður en Ragnar veiktist... og það er yndislegt...það er svo frábært að finna hvarnig batinn færist yfir mann... ég er ennþá á miklum lyfjaskömmtum en er byrjuð að trappa mig niður. Það gegnur vonum framar að breita um mataræði og lífstíl... Ég er hætt að reykja... þetta er 4 dagurinn minn sem reyklaus manneskja... ég er ekkert smá stolt af mér... svo þegar það verður orðið auðveldara þá ætla ég að fara að hreyfa mig og finna útúr því hvað hreyfing hjálpar mér í þessu öllu... Samt er ég á fullu allan daginn núna þannig að ég er svosem eingin kyrrsetu manneskja þessa stundina... hehehe..
Við Ragnar erum á fullu alltaf í sundi, úti að labba og allskonar þvælingi... sem er yndislegt...
Mamma er í Hveragerði og verður þar næstu 3 vikurnar sem er bara frábær byrjun á hennar nýja lífi... þar fær hún alla þá fræðslu og stuðning sem hún þarf... en hún er í ágætis ástandi þessi elska... þetta tekur bara allt sinn tíma að ná upp og hún er að standa sig frábærlega...
jæja ... ég ætla að fara út í góða veðrið með Ragnari og vini hans...
Guð geymi ykkur...
P.S. Ég læt hér fylgja með myndir af Hetjunni minni á hestbaki í sveitinni... BARA FLOTTUR....
Athugasemdir
Til hamingju með þetta nágranni :) Þú mátt sko vera ánægð með ykkur :D
Hugrún (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 20:26
Til hamingju elskan mín, ég svo stolt af þér að vera hætt að reykja. Vonandi farið þið að komast í orlof á Suðurlandið...
Kristjana Hrund (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 18:18
Flottar myndir. Til hamingju með að allt er á uppleið, þú , Ragnar hetjan þín. Alveg æðislegt allt saman ;)
Knús og kreist til ykkar elskurnar ;)
Aprílrós, 1.7.2009 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.