Miðvikudagur, 10. júní 2009
Stolt, hamingusöm og óendalega þakklát...
Góða kvöldið kæru lesendur um heim allan... hehhee.. ég veit að það eru nokkrir erlendis sem lesa hér fréttir...
Það fera að vera vika síðann ég kom heim af spítalanum eftir viku innlögn. Niðurstan var sú að ég er komin með Sárabólguristi ( Colitis ulcerosa ) og Sykursýki, þetta allt er komið til að vera það sem eftir lifir hjá mér. Sárabólguristillinn þýðir líklega að ég enda líf mitt með stómapoka og þangað til þarf ég líklega að fara aftur inn á spítla í meðferðir og jafnvel uppskurði þar sem sýktir hlutar ristilisinns verður fjarðlægður. Þetta er það sem vita er í rauninni um þennan sjúkdóm fyrir utan það að þeir vita hvarða lyf getur hjálpað til við að halda honum niðri í styttri og lengri tíma í senn og svo mataræði. En mataræðið er ekkert eins hjá öllum sjúklingum frekar misjafnt og einstaklingsbundið. Þannig að ég þarf að finna útúr því sjálf um leið og ég breiti um líferni útaf sykursýkinni sem er í raunninni meira mál en hitt. En sem betur fer þá vinnur mataræði beggja með hvort öðru. Einnig er niðurstaðan að lifravandamálið mitt sem ég er búinn að þjást að núna í meira en 2 1/2 ár má rekja til þessa Sáraristils sjúkdóms sem heitir Colitis ulcerosa, og það skal viðurkennast að ég er mjög glöð að vera búinn að fá að vita hvað veldur. Reyndar er líka hægt að rekja sykursýkina til hans þannig að svörin eru YNDISLEG. Núna vita þeir hvað á að gera og ekki síður ég veit hvað ÞARF að gerast í mínu lífi svo að ég ná 120 ára eins og ég stefni á... hehehe.. Mataræði, hreyfing, streitustjórnun, svefn... 4 lykilatrið sem verða að vera í lagi til að allt sé eins gott og hægt er eftir allt. FRÁBÆRT ég ræð við þetta... :o)
Mamma er kominn heim... Ég fékk það í afmælisgjöf í gær að mamma mín var útskrifuð af spítalanum... Hún er líka búinn að fá svör við mikið af sínum málum síðustu vikun og erum við báðar að fara í alsherjar endurhæfingu og við erum svo spenntar að fá að stýga þessi skref saman...
Ég sagði það í síðustu vikur að ef allt hefði farið á versta veg þá hefði ég kvatt mömmu mína sátt ... við erum búnar að eiga mögnuð 5 ár hér fyrir norðann eftir að ég flutti heim aftur... þannig að allur tími og samverur eftir þetta er fullkominn plús í lífið... bæði fyrir mig og Hetjuna mína... við erum svo heppin að fá að njóta samvista með henni vonandi sem lengst í viðbót því að betir, hlírri, heilli, heiðarlegri, gefandi, fallegri og yndislegri kona er ekki til á jarðríki... hún er GULL í gegn ... og hún er mamma mín!!
Af HETJUNNI minni er það að frétta að hann er í sveit núna í Skagafirði á Hjaltastöðum... Það er fyrir þennan snilling að við mamma erum á svona góðum bata vegi... Þegar mamma lendir inná spítla var barnið hjá vinum og vandamönnum hér og þar í 4 sólahringa, barnið sem alldrey hafði sofið annarstaðar en hjá mér, mömmu, og föður ömmu og víst örfáum sinnum hjá pabba sínum... Honum var þvælt á milli í hússi og flíti og ég gat ekkert sinnt honum þannig í þessa daga... en minn maður tók þann pól í hæðina að finnast þetta mesta ævintýri sem hann hafði lennt í og var alla dagana eitt stór sælu bros og endalaust áhugasamur um allt sem var í gangi í kringum hann og vissi bara að mamma og amma ( stoðirnar báðar) væru inn á spítala að láta sér batan... :o) Auðvita veit hann að spítalinn hjálpar, það er jú ekki langt síðann hann var fastur þar... og ekki fannst honum nú merkilegt að amman færi suður í uppskurð þar... nei hann var sko búinn að fara þangað nokkrum sinnum... honum fannst bara leiðinlegt að amman fengi ekki að vea á Barnaspítala Hringsinns því þar væri svo gaman...hehehe... yndislegt... Svo var þessari sveitadvöl reddað í flíti af Akureyrarbæ og það var rætt í nokkra daga hér og mínum fannst það bara spennandi þannig að hann fór í sveitina á sunnudaginn og kvaddi mömmu sína með stórýskri ró og brosti... síðan hef ég bara heyrt á sunnudagskv. að allt hefði gengið eins og í sögu...
Hugsið ykkur!!... það eru ekki nema 3 mánuðir síðan að barnið mitt var bundið við hjólastól, sárkvalinn og búinn að missa vonina um allt, ég mátti ekki fara útúr herberginu hans þá varð allt vitlaust... þetta er nátturulega ekki einleikið..! og satt best að segja trúi ég þessu ekki ennþá sjálf... Svo ofaná kraftaverkið þá fékk ég einkunnir og matið hans núna á sólaslitunum á föstudaginn síðasta... heldið þið ekki að minn maður hafi staðist öll próf fyrir 2.bekk.. með sóma... barnið sem hefur hefur í rauninni bara fengið markvissa kennslu síðann hann fór í Hlíðarskóla í mars. hann vantar aðeins hraða í lestri en annað stendur hann fullkomlega... Ég er svo stolt og hamingjusöm með þetta allt að ég er að springa... þvílík gjöf allt saman... Hann er farinn að hlaupa um, lærði að hóla á 2-3 dögum, hlaupahlólar um allt, syndir sem froskur, búinn að eignast flotta og góðar vini, svo síðast en ekki sýst þá brosir hann endlaust af gleði yfir því að vera að verða 8 ára flottur strákur.
í dag panntaði ég fulgmiða í draumaferð hans til Danmerkur eða til Lególands... það verður yndislegt að láta þennan draum hans rætast... mikið hlakka ég til að sýna honum að ég sé búinn að kaupa miðana og að allt sé að verða klárt með ferðina góðu sem hann er búinn að bíða svo þolinmóður eftir núna í 1 1/2 ár... :o)
Jæja... núna er ég orðin þreytt eftir þennan annas góða dag, ég kláraði að fara í gegnum alla matvöru sem ég á og losa mig við það sem ég má núna ekki borða, ég þurfti að kaupa mér nýjan ískáp sem ég fékk í dag þannig að allt eldhúsið var tekið hátt og látt í gegn... yndislegt dagsverk... :o)
Guð gefi ykkur þá sömu hamingju og ég er að upplifa þessa dagana... hún er svo hrein og tær... allt svo skírt ... skrítið... en Guðs gjöf...
Athugasemdir
Sæl, fröken Lindquist. Sem betur fer enda fæstir með þennan ristilsjúkdóm með poka þó vissulega séu meiri líkur en hjá þeim sem ekki hafa sjúkdóminn. Almennt ráðlegg ég þér að forðast streitu og álag en fari skrambinn á flug skilar öflug yfjameðferð einatt árangri. Sem sagt: Vont en gæti verið verra.
Kveðja, LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:39
Sæll LÁ !! Takk fyrir ábendingurna... alltaf gott að fá upplýsingar... :o) Lyfjameðferðin mín virkar vel núna, þótt að sterarnir séu ekkert skemmtilegir þessa dagana ... en þetta er betra en það helvíti sem ég er búinn að lifa síðustu 3 mánuði... (þetta greindist allt of seint að sögn lækna) þannig að ég er bara sátt núna.
Margrét Ingibjörg Lindquist, 10.6.2009 kl. 02:49
Til hamingju með hetjuna þína, ekkert smá flottur gæinn. Og til hamingju sjálf elska, þetta allt heftur hann ekki getað án þín elskan mín, þú ert búin að vera stoð hans og stytta í gegnum lífið.
Gott að heyra að mamma þin er á batavegi og einnig þu sjálf og bara yndisdlgt að heyra hvað allt gengur vel hjá þér .
Góðan bata áfram elskurnar og njótið lífsins í botn. ;)
Aprílrós, 11.6.2009 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.