Hvítasunnudagur 2009 var dagur aðvörunar...

Já... það er ekki hægt að segja annað en að fjölskylda mín hafi fengið raupaspjaldið í lífinu.

Forsagan er sú að ég var lögð inn á föstudaginn með blæðandi ristilsára og sykursýki bæði sjúkdómar sem eru komnir til að vera í lífi mínu ( útskýri það síðar). En það sem gerðist var að móðir mín kom í heimsókn með dót fyrir mig í gær... þegar hún gegnur inn er hún með sáran brjóstsviða og leið illa... ég fór framm og fékk hjúkkuna mína sem sinnti mér til að gefa henni eitthvað við brjóstsviða... eitthvað sló þetta nú á það og ég fór í sturtu en þegar aftur var snúið var mamma bara mjög slöpp og lá fyrir í sjúkrarúmminu mínu. Hún ætlaði bara heim að leggja sig en það kom ekki til greina ég bað hjúkkurnar hér á deildinni að fara með hana niður á slysadeild í eftirlit sem var mjög gott því 2 tímum síðar var hún komin í sjúkraflug til Reykjarvíkur með krannsæðastíflu... Hún er núna stöðug  en mjög þreytt ... það liggur fyrir hjartaþræðing á morgun og rannsóknir.

En þar skall hurð nærri hælum og allir í fjölskyldunni skildu skilaboðin... nema nátturulega Hetjan mín sem er núna á veðgagni á milli vina minna.... honum finnst lífið svo spennandi að fá að gista hér og þar að hann áttar sig ekki á neinu. Það er svo merkilegt hvað Guð leiðir mann að lausnunum þegar virkilega á reynir... Guð gaf okkur nýja sýn á lífið í gær " Hvítasunnudaginn 31.maí. 2009"

Maður fær tæra sýn á hvað skiptir máli og hvað maður vill... ég hef heyrt margar svona sögur og ég trúði þeim hægt þar til í dag... Sama hvernig fer þá veit mamma að hún er elskuð út af lífinu og að hún verður alltaf í huga okkar, hún hefur kennta mér helstu lífsgildin og staðið með mér í gegnum ómældar raunir og hún er Hetjan mín og mentor... hún gaf mér grunninn að lífinu og ég er svo þakklát fyrir að eiga hana sem móður... 'Eg ætla líka á hverjum degi að njóta þess sem við fáum aukalega eftir þessa aðvörun... nú er það bara að njóta fóllksinns og stundanna... allt veraldlegt er ekkert .... EKKKERT en ég á 2 ótrúlegar hetjur sem Guð gaf mér og ég brosi út að eyrum að þekklæti fyrir að eiga þær... mikið er ég lánsöm fyrir að vera á lífi með augun opin og sjá hvað lífið snýst um hreynt og skýrt... Takk... Guð...

Drottinn blessi ykkur öll...

Kveðja frá Lyflækningadeild FSA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Góðan bata til ykkar mæðgna, og allra. Sendi ykkur ljós og kærleik ;)

Aprílrós, 1.6.2009 kl. 18:50

2 Smámynd: Ragnheiður

Kær kveðja til þín og hennar mömmu þinnar með ósk um góðan bata. Það á hreint ekki af þér að ganga stelpan mín

Ragnheiður , 1.6.2009 kl. 19:57

3 identicon

Sæl og blessuð Magga mín!

Ég vil byrja á að óska þér góðs bata sem og móður þinni. Það er gott að Ragnar tekur þessu, enn sem komið er, sem óvæntu ævintýri, hann er víst búinn að ganga í gegnum nóg sjálfur. Við lesningu þessarar færslu þinnar rifjuðust upp fleyg orð sem voru látin falla á síðustu tveimur skyndihjálparnámskeiðum sem ég hef farið á (ef ekki fleirum). Þá hefur verið gert góðlátlegt grín með því að segja að heppilegasti staðurinn til að slasast eða veikjast sé náttúrulega á eða  í nálægð við sjúkrahús, það sannaðist í tilfelli móður þinnar. Það er staðsetningin sem skiptir sköpum og að fá aðstoðina sem fyrst þegar veikindi ber að garði!

Gangi ykkur vel í bataferlinu og komið tvíefldar til baka.

Knús og kram

María (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband