Sunnudagur, 10. desember 2006
Jólahlaðborð og heimur "singel" konu....
Góða nótt... Já klukkan er að ganga 2 núna og ég var að koma heim úr vinnunni. Já ég var að kokka á jólahlaðborðinu okkar á Öngulstöðum í Eyjarfjarðasveit.. og mér skilst að við séum að slá í gegn með það...
Auðvitað...hehehehee.... jæja... það er nú eitt... og núna get ég sagt loksinns að ég hafi farið á jólahlaðborð ... því þangaðtil núna þá hef ég ekki farið á jólahlaðborð, en núna veit ég allt um þau. Jæja.. í kvöld voru hjá okkur tvö fyrirtæki þar sem karlmenn eru í meirihluta og auðvitað voru maka með. En í þessu tilfelli þá þekkti ég stjónendur báðra fyrirtækjanna... og það er svo merkilegt þegar fólk er komið í glas hvað það fer að hafa áhyggjur af þessu karlmannslaysi í mér... hehehehee.. já núna byrja sumir að hrista hausinn og segja "byrjar hún.. desperet" en það er í rauninni ekki málið því að ég er hætt þessu... ég er búinn að prófa alla miðla eða aðferðir til að sjá hvort að það séu einhverjir áhugaverðir karlmenn til... hehehee.. ég veit allt um það að það eru til hellingur af góðum strákum þarna úti en þeir eru greinilega ekki að þvælast fyrir mér.. og ég hef ekki áhyggjur af því. Ég veit að mér er ættlaður einhver sérstakur og þessvegna er ég hætt að hugsa um þetta.. en það eru flestir aðrir í kringum mann sem hafa áhyggjur af mér... heheheeee.. auðvitað er þetta erviður tími til að vera einn... en þetta er bara einusini á ári.. :) svo að ég lifi góðu lífi með stráknum.. og við búum okkur til sætar og fallegar hefðir fyrir okkur og ég veit að fyrr en seinna verður okkar fjölskylda stærri..
Það er tíminn okkar og ást svo skipta börnin okkar mestu máli á þessum tíma og vitið þið það er svo yndislegt að veita þeim þetta því þau vilja ekki þetta brjálaði sem er í gangi núna... Þannig að mig langar að byja ykkur um að stoppa ... anda djúft... og hugsa.. er ég að gefa mínum nánustu tímann minn og ást eða er ég að búa til skuldir til að kaupa hluti sem eiga að tákna ást... en eru það ekki... hugsum málið...
Elsku vinir... njótum tímanns.. Guð blessi ykkur öll....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.