Eingar fréttir eru góðar fréttir...

Sæl veri þið... Jú Kristjana mín það er rétt hjá þér að héðan eru eingar fréttir góðar fréttir...

Ég er bara svo upptekinn þessa daga við að eiga duglega og káta  hetju sem er á fullu að uppgötva það hvað er að vera nærri 8 ára drengur... hann er að uppgötva hvað það er mikið frelasi að vera á hlaupahjóli úti í vorinu, hann er að uppgötva hvað það er yndislegt að eiga vini til að leika sér við, hann er að breitast í fisk eftir margar og langar sundferðir og svona mætti lengi telja... hann er í fuglaskoðun í skólanum, er að læra að hjóla, búinn að ná sér vel á strik í lærdómi og á ég núna dreng sem kann að lesa... ég á derng sem bíður góðann daginn með bros á vör og glampa í augunum sem lýsir að tilhlökkun yifir verkenfnum dagsinns... 

Ég get ekki líst því kraftaverki sem hefur orðið á barninu mínu síðasta 1-1 1/2 mánuðuinn... það er undur einu orði sagt... 

Þannig að ég er á fullu að njóta þess að eiga svona óendanlega duglegt barn og hægt og rólega að vinna að mínum veikindum sem voru lögð til hliðar... ég tek einn dag í einu en finn hvernig gleðin og brosið læðist oftar og oftar inní hjarta mér... það er eins og maður sé eins og vorið ... ég er eins og gróðurinn að hægt og rólega að undirbúa það að blómstra með hækkandi sól... 

Þannig að kæru lesendur enn og aftur langar mig að þakka ykkur fyrir andlegan og veraldlegann stuðning sem ég hef fengið í gegnum þessi ár sem líða ... ég hefði EKKI getað þetta nema fyrir ykkar stuðning ...

Guð blessi ykkur öll... og verndi... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æðislegt að lesa þetta, nú er hann eins og hann á að vera pilturinn

Ragnheiður , 10.5.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

oh þetta eru yndislegar fréttir

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 10.5.2009 kl. 19:30

3 identicon

Þetta yljar manni um hjartaræturnar, nú er komið að þínum bata, gangi þér vel. Þú veist að þið eruð alltaf velkomin í Lambhagann

Kristjana Hrund (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband