Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Gleðilegt sumar...
Já kæru lesendur þá er sumarið komið ( allavega á dagatalinu) ... :o) sjaum svo til með restina...
En það er af okkur að frétta að Hetjan mín er alfarið búinn að segja bless við hjólastólinn og farinn að æslast upp um allt og útum allt eins og hann gerði áður en hann veiktist... Rosa kröftugur og glaður, þarf endalausa dagskrá og athyggli... allt velkomin batamerki... Við erum að fara á mánudaginn að hitta Gróu barnalæknir og verður þá kannski gefið út dánarvottorð á síkilinn leiðinlega... hehehe... :o) það er allavega mín ósk... Þannig að blómið mitt.... er að blómstar með vorinu eins og það á að gera...
Það fara ekki mörgum sögum af mér þessa dagana þótt ég sitji og njóti bata barnsinns... Ég tek einn dag í einu fyrir mig og reyni að hlua að þeim hlutum sem voru settir á hold síðustu misserin... Ég kem til með að blómstra líka með sumrinu ... :o)
Hér langar mig að setja inn nokkrar myndir af degi Hetjunnar minnar... Hann fékk að fara með Dóru vinkonu og strákunum hennar í hesthús í dag og minn fór í sinn fyrsta reiðtúr... svaka flottur... því miður þarf ég bara að láta mér myndir nægja af þessum viðburði því ég er með svo mikið ofnæmi fyrir hestum að ég liggurvið fæ kast við að horfa á myndirnar... en hér er kraftaverkið mitt... :o)
Bara reffilegur... :o)
OOhhh... hann er svo góður við alla...líka dýr...
Flotti strákurinn minn... stolt mamma...!!
Jæja.. þetta verður að duga í bili.... Guð geymi ykkur og njótið þess að vera til... lífið er alltof stutt til að sóa því í vol, væl, vesen eða vanrækslu.... :o)
Athugasemdir
Gleðilegt sumar sömuleiðis ljúfan mín, og vonandi, óskandi fáið þið þær fréttir að sýkillinn sé horfinn!! krosslegg fingur og tær fyrir ykkur
knúz og kozz
Jokka (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 13:30
Gleðilegt sumar bæði tvö. Við krossum líka fingur hérna fyrir sunnan í rokinu og vonum að sýkillinn sé farinn með skít og skömm og komi aldrei aftur.
Kristjana Hrund &co (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 17:07
Vonandi er sýkillinn horfinn með öllu, hann er flottur með hestinum..
Ragnheiður , 25.4.2009 kl. 20:34
Frábært að lesa að allt gangi vel.
Knús
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 29.4.2009 kl. 08:26
Þú hefur ekkert bloggað lengi, vonandi þýðir það góðar fréttir. Er það ekki þannig að engar fréttir eru góðar fréttir.
Knús, Kristjana Hrund
Kristjana Hrund (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.