Laugardagur, 4. apríl 2009
Hæglátur laugardagur... en mikil undirlyggjandi gleði...
Sælt veri fólkið...
Mikið ofboðslega er þessi laugardagur fallegur... og maður finnur svo vel að vorið er ekki langt undan... og það er svo gefandi og gott að finna það... Allavega byrjar páskafríið vel...
það eru búnir að vera nokkuð erviðir daga hjá mér síðustu daga en þessi byrjar vel og vil ég njóta þess með hetjunni minni... Hann er voðalega duglegur og sínir framför á hverjum degi núna... og það er sérstaklega skólanum að þakka vil ég meina... þeir eru að gera kraftaverk með þessa elsku... ég verð þeim ævarandi þakklát fyrir að hafa tekið við honum strax... snillingar... Ég sá Hetjan mín taka hlaupasprett í gær eftir einum gagnnum uppá spótala þegar hann var á leiðinni i sjúkraþjálun... og hjarta mitt hoppaði að kæti eins og þegar ég var lítil... yndislegt... Hann er samt ekki með neinn fiman limaburð við gang eða hlaup en vá það skiptir ekki einu fyrir mömmuna... en mér skilst að það sé eitthvað sem er hægt að þjálfa... snilld... Hvað get ég annað en verið glöð ...
Ég þarf bara að vera dugleg að sinna mínum málum núna svo ég geti náð bata líka eins og hann þetta hjartans skott mitt sem er allt í einu orðinn svo stór og duglegur strákur... ég er fari að sjá gamla glaða blikið í augunum hans og ég er líka farinn að sjá strákinn sem alldrey gat verið kjurr því hann var svo glaður að vera til... fullur af orku og vilja til að sigra heiminn... þvílík gjöf... ég er svo rík...
Við mæginin blómstrum með nátturinni í vor.... ég trúi því... Núna bíð ég bara eftir þvi hvort við fáum drauma ferðina frá Vildarbörnum .... eða hvort ég þarf að koma mér í smá skuld til að geta staðið við draum Hetjunnar að fara til Lególands í sumar... Mér er sama hvora leiðina ég þarf að fara... ég ætla með hann út í kringum afmælið hans í byrjun júlí... þó það verði ekki nema löng helgi eða eitthvað... hann á það SVO skilið ...
jæja kæra fólk... mér finnst gott að geta verið jákvæð hér líka.. á illa við mig að vera niðurdregin og döður... en ég þarf að taka sveiflunran til að ná jafnvægi... KNÚS á ykkur öll þið eruð yndisleg..
Guð blessi ykkur...
Athugasemdir
Guð blessi ykkur mæðgin og það hlýjar að lesa um framförina
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 4.4.2009 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.