Þriðjudagur til þrautar...

Já sumir dagar eru erviðari en aðrir... ég finn það svo vel þessa dagana að það er farið að slakna á boganum sem ég er búinn að vera með spenntan í allan þennan tíma og ég er bara eins og slím í drullupolli... ég geispa allan daginn, mér líður eins og ég sé með of þröngan hjálm sem vegur 100 kg. á haunsum ( hausverkkkkur yfir öllum hausnum og bak við augun), hendur og fætur hafa varla ekki í að hreifast ... finns eins og ég sé í blískóm.... ég þoli illa mikið tal, útrvarp fer sérstaklega illa í mig... hvað þá hávært barnaefni... og æææiii bara... ég er bara lufsa... í gær grét ég allan seinnipartinn... og starði útí eitt...  Mér skilst að þetta heiti spennufall...  en mér finnst ég ekki eiga að vera að eiða tíma í það... bara rífa mig uppá rassgatinu og hætta þessu væli... gera hæðst ánægð með batan og brosa út af eyrum... en það er ekki þannig ... skrítið...!!! ég ætla nú samt ekki að berja haunum of mikið við þennan stein eins og er... einhver sagði við mig að ég væri mannleg og þetta væri bara ekkert skrítið... kannski í 1-2 daga... sjáum svo til hvað ég læt þetta trufla mig...

Hetjan mín er bara endalaust að sýna sjálfan sig meira og meira... það heyrast oftar hlátur og gleði ... hann verður flótari í förum með hverjum degi... Hetjan mín, fallegi glaðlyndi strákurinn minn er að koma til baka eftir langar fjarveru... blikið í augunum og fallega brosið ...!! Það finnst mér svo sárt að ég sé þá svona slímleg og get á einhvern hátt illa notið þess hvað hann er að hressast... það virðist vera núna þannig að hann fer uppá við og ég niðurá við... 

En jæja þetta tekur allt sinn tíma skilst mér... ég er allavega með annan fótinn inná geðdeild sem er gott mál ef ég er að hrinja... 

Guð geymi ykkur öll... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

auðvitað "finnst" þér þú eigir ekki að líða svona, en manni finnst nú svo margt um margt Magga mín, leyfðu þér að líða í gegnum þetta spennufall, þú kemur út hinum megin með aukinn kraft

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 31.3.2009 kl. 20:17

2 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er spennufall og tekur svolítinn tíma.

Stórt knús á þig

Ragnheiður , 31.3.2009 kl. 22:45

3 identicon

Elskan mín, þetta eru ofureðlilegt viðbrögð og þú þarft bara að gefa þér tíma til að jafna þig, það er búið að vera ofurálag á þér í langan tíma! þetta er erfitt, ég veit það en þetta kemur allt, knús til þín ljúfan mín

Jokka (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband