Fimmtudagur, 26. mars 2009
Enn eitt fimmtudagsbloggið... í balnd við mikla gleði og hvíða...
Halló kæru lesendur ... það lítur út fyrir að ég sé orinn fimmtudagsbloggari, hef ekki skrifað hér inn nema á fimmtudögum síðustu skiptin og svo aftur núna... en það er nú bara tilviljun eins og allt annað í okkar lífi... Síðast var ég að taka um það að komast inní hversdagsleikann... og erum við enn í því... ég byrjaði í svokölluðum dagstatus inn á geðdeild á mánuadaginn og er það bara hið besta mál... ég er að fá aðstoð við það að vinda ofana af kvíðanum, streytunni, þreytunni og doðanum... og öllu hinu sem fylgir svona langavarandi veikindum... ég geri nú góðlátlegt grín að þessu og segist vera í spennitreyju suma daga... en það er nátturulega bara mín leið að vinna með viss mál það er að vera kaldhæðin um sjálfan mig... En ég skal segja ykkur eitt af því sem ég er búin að læra þessa vikuna (svona eitt af þessum dagsdaglega sem ég var búin að gleyma)... heheheee... núna lifi ég fyrir það að fá hádegismat... hehehee... finnst það ÆÐI... halló... ég er spennitreyjumatur.... en svona er maður víst...
Hetjan mín er alltaf að sýna meiri og meiri framfarir og á ég að segja ykkur... !!! í fyrsta sinn í 20 mánuði þurfum við EKKI að fara vikulega eða meira til læknis... Læknarnir vilja ekki sjá okkur fyrr en eftir mánuði... ég starði bara á læknana og spurði " eru þig viss"!!!! ég er ekki enn búinn að ná þessu almennilega... Bæði barnalækirinn og geðlæknirinn voru svo himin lifandi þegar Hetjan mín koma labbandi ( án hækju og stuðnings) inn á barnadeildina í gær... Hann hleyður ekkert og er ekkert með fagurlenglegar hreifingar , hann haltrar og er skakkur en hann GENGUR... og meira að segja þá í dag "gleymdist" hjólastólinn þegar við fórum í búð og minn labbaði um eins og ekkert væri... þvílík gleði...
En en ég skal viðurkenna það að gleðin yfir því að barnið mitt sé að ná frábærum bata þá liggur hvíðinn undir niðri og bíður eftir enn einu bakslaginu... þannig að ég er á fullu að fóðra ekki hvíðann og finna mér leiðir til að spóla niður af mér, safna orku svo við getum blómstrað með vorinu...
Jæja kæru lesendur ... enn og aftur vil ég þakka öllum þeim einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum sem hafa stutt við okkur, það er þvílíkur munur að finna svona stuðning og hjálpar okkur mikið...
Guð geymi ykkur öll...
Athugasemdir
Oh frábært! dásamlegt! æðislegt! og öll þau lýsingarorð sem lýsa því sama vonum að bakslögin verði ekki fleiri og nú sé leiðin bara upp á við hjá ykkur, knús og kramz til ykkar frá mér
Jokka (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:16
gaman að lesa
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 27.3.2009 kl. 17:44
Koss á ykkur! :-)
Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:43
brekkan er ekki endalaus... jú stundum koma hólar upp og niður en nú er komin tími til að þið mæðginin farið auðveldu leiðina í gegnum lífið... er það ekki .... reynið að sleppa þessum endalausu hólum.. upp og niður .. :=)
Sifjan, 31.3.2009 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.