Bíð eftir einhverju...

Góða kvöldið kæru lesendur...

Litla fjölskyldan mín er að takast á við furðulegustu hluti þessa dagana... það ein og við séum ný fædd og þurfum í rauninni að læra vissa hluti í daglegu lífi uppá nýtt... eins og það bara að það eru 5 virkirdagar í vikunni og 2 helgardagar... hehehee... einföldustu hlutir verða allt í einu voða skrítinir ... sumir erviðari en aðrir.... þetta hefur nátturulega allt með það að gera að núna horfir maður á lífið frá allt öðrum stað en áður... og alls ekkert óeðlilegt við það... 

Núna er Hetjan mín búin að vera í skólanum fyrripartana alla þessa viku og hefur það gegnið upp og niður ... en einginn bjóst við því að þetta yrði auðvelt skref...  Það sem gerir þetta skref auðveldara fyrir mig er að Hlíðarskóli í heild tekur svo einstaklega faglega á málunum og það er hugsað fyrir öllum smáatriðum í þessari endurhæfingu okkar út í lífið aftur... Starfsfólkið á þessum frábæra stað er himnasending fyrir okkur... Tárin og vanlíðanin sem skapast stundum í þessu ferli hafa tilgang og þá stendur maður það tinnréttur... ég skal nú samt viðurkenna að ég stend mig að því stundum að  hugsa... hvað kemur næst... því ég á því ekki að venjast að hafa tíma til að hugsa um mig ... en það er aðeins og breitast núna... :o)

Hetjan mín er farin að ganga meira og meira síðustu daga... hann gerngur mjög styrðbusalega, stífur eins og tinndáti en ég sé það ekki því ég er svo himinlifandi yfir því að sjá barni mitt gagna aftur... hugsið ykkur hvað maður metur t.d. það að ganga rangt... maður lifir með því alla daga og hugsar ekki útí það að það er ekkert sjálfsagt að geta gengið og borið sig um sjálfur og óstuddur... 

Ég hef oft á síðustu mánuðum verið spurð að því hvað það væri sem mér væri ætlað að læra í þessu lífi... ég hef svosem líka spurt mig að þessu núna síðustu mánuði... ég vissi að fyrsta lexían var að læra þolinmæði og æðruleysi... en það síðasta sem ég hef líka lært er að þyggja... að segja " já.. takk" Það hafa nátturulega síðan Kristín, Harpa og Dóra fóru af stað í því að safna fyrir okkur þá hafa mér borist styrkir stórir sem smáir... og þetta er að hjálpa okkur óendanlega mikið líka í því að byggja stöðugan grunn fyrir okkur í framtíðinni... ég t.d. borgaði inná höfuðstólinn á láninu mínu í fyrradag ... það  var frábær tilfinning... að vera búinn að borga reikninga mánaðarinns og greiða svo aðeins meira... ég vil ekki nota af þessum styrkjum í okkar daglega nema að ég þurfi sem ég hef þurft... allavega líður okkur vel núna þennan mánuðinn og það á fólk um allt land þakkir skilið fyrir ... Takk kæra fólk fyrir að létta okkur lífið ... það er mjög mikils virði...

Jæja... það er kominn háttatími á mig... Guð geymi ykkur...:o)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gott að heyra að ykkur líði betur og kútur farinn að geta gengið aðeins gott svona og svo er að halda áfram....knús og klemms

Jokka (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 08:55

2 Smámynd: Aprílrós

Æðislegt að hetjan sé farinn að ganga aftur. Uðvitað er hann stirður karl anginn ;) En áður en þú veist af þá verður hann farinn að hlaupa ;) Tökum einn dag í einu , ég sendi minn kraft og styrk til ykkar allra.

Guð verndi ykkur.

Eigið góðan sunnudag ;)

Aprílrós, 21.3.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband