Bæði þreytt eftir viðburðaríka daga...

Halló kæru lesendur... Þið verðir að fyrirgefa mér að ég skrifa ekki örar hér inn en málið er að núna eru hjólin farin að snúast hér á þessu heimili og þá er nú ekki mikil orka eftir fyrir eitthvað "raus" hér inni... hehhehehee... eða þannig þið fattið hvað ég á við...

En staðan er orðin þannig núna að Hetjan er orðin nokkurveginn laus við kvalirnar þótt hann finni til svona endrum og sinnum... hann er farin að geta staðið augnablik í fæturnar sem er mikill bati miðað við áður og eru læknar nokkuð bjartsýnir á að þetta hafist með tímanum... Hetjan fór í fyrsta skóladaginn sinn í dag ... hann semllpassar inní Hlíðarskóla svona miðað við fyrstu athugun... hann vildi ekkert koma með mér heim í dag þegar ég náði í hann... heheee.. alger snúður... Svo er spenningurinn fyrir morgundeginum mikill því hann er búinn að fá grænt ljós á sund aftur eftir nærri 2 ára bið... gleðibrosið sem ég fékk þegar ég færði honum fregnirnar var eitt það stæðsta sem ég hef séð í mörg ár... :o)

Laugardagurinn síðast var yndislegur ... grímuballið hepnaðist vel og allir mjög ánægðir.... ég rifjaði það upp að ég á magra stór skrítna en í leiðinni stór skemmtilega vini.... og kem ég til með að muna þetta kvöld um aldur og ævi... meira að segja kom upp sú hugmynd að gera þetta að árlegum viðburði og finns sér þá hvert ár málefni til að styrkja... ég gæti vel hugsað mér að sjá um að skipuleggja það og koma þeirri hefð á koppinn.... því þetta er bara gaman... ;o) Auðvitað vil ég þakka öllum sem komu að þessu kærlega fyrir okkur... þetta er ómetanlegt. 

Sjálf er ég búin síðustu daga að sitja marga fundi því eins og ég sagði eru hjólin farin að snúast... og það skal viðurkennast að það tekur restina af orkunni minni... þannig að ég held ég láti þetta nægja hér og nú... GUÐ GEYMI YKKUR ÖLL...

Knús...

P.S. Elín Stefensen... þú ert mjög velkomin að senda mér e-mail til að spjalla... :o) lindquist@internet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

frábærar fréttir

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 12.3.2009 kl. 21:37

2 identicon

Dásamlegt! Í einu orði sagt!! Líst vel á að hafa árlegt grímustyrktarball, styð það 100%

Jokka (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 21:44

3 Smámynd: Aprílrós

æ hvað það er gleðilegt að hetjunni þinni er að batna, og allt að gerast ;)

Knús til þín og í þitt hús ;)

Aprílrós, 12.3.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband