Sunnudagur...

Halló kæru lesendur...

Þá er enn einn sunnudagurinn að verða búinn og satt best að segja get ég ekki beðið eftir morgundeginum því að ég veit að kl.8 í fyrramálið er inntökufundur í Hlíðaskóla og það á að taka fyrir umsókn mína fyrir hetjuna mína þangað... Ég er búinn að skoða skólann og komst að því að ég þekki nokkta af starfsmönnum skólans sem er allt fólk sem ég treysti... og aðstaðan þarna er yndisleg og ég er með það á hreinu að Hetjan mín myndi blómstra þar. Þannig að ég vona og byð um að hann verð tekinn þar inn strax því að hann er farinn að þurfa á félagsskap annara en mína... hehehee...  enda LÖNGU búinn að fá leið á mömmu kellingunni... hún er ekkert góð í öllum þeim leikjum sem 7 ára gutti býr til úr því sem hann hefur hjá sér... 

Ég er búin að vera að reyna að búa til auglýsngu fyrir Dóru og Kristínu vinkonur mínar sem eru að  fara að halda styrktar Grímuball fyrir okkur mæðginin á laugardaginn 7.mars næstkomandi... Ég á svo yndislega vini sem vilja allt fyrir okkur gera... þær stena að því að safna fé fyrir okkur svo að ég fari ekki í á vanskilalista eða lendi í verri málum fjárhaglega... Þær eru yndislegar... ég veit ekki hvar ég væri án þeirra...  Grímuballið verður í Deiglunni og verður opnað á milli á Kaffi Karó... 10% af sölunni þar rennur til okkar og líka ágóði grímubúningaleigu hjá Saumakonpunni... Ég spurði þær "af hverju Grímuball?? þær hlóu og sögðu að þeim langaði að gera eitthvað skemmitilegt í mínum anda... mér fannst þetta svo skemmtilegur speginn á sjálfan mig... og segir mér hvað þeim þykir vænt um mig... þessar elskur... Ég er búinn að fá barnapössun þennan dag og nótt og ætla að skemmta mér  með öllum þeim sem vilja njóta kvöldsinns með mér og þeim ... ég hlakka ekkert smá til... Ég ætla ekki að segja hvað ég ætla að vera alveg strax... þið verðið bara að koma og sjá...hehehhee....

Jæja... ég ætla að halda áfram að koma auglýsingunni saman...:o)

Knús á ykkur öll... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís...jæja hvað sagði Hlíðarskóli???? vona svo innilega að þetta gangi upp!

Því miður er ég í borg óttans á laugardagskvöldið...hefði svoooo viljað mæta á grímuballið!! En ég verð með ykkur í huga og anda

risaknús til þín frá mér

Jokka (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband