Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Öskudagur Hetjunar minnar...
Það er svolítill tími síðann það var faraið að pæla hvað maður ætti að vara á Öskudaginn ein og allir krakkar á Akureyrir gera ( enda í blóð borið). Pælingarnar hafa farið um víðann völl en alltaf kom svo aftan við hverja pælingu en hann eða það er ekki í hjólastól... Þannig að búninga hugleiðingin var lög smástund til hliðar í síðustu viku og umræðan tekin upp um að alvega sama hvað honum langaði að vera þá skipti það eingu máli að hann væri í hjólastól... OKEy... það tókst að sannfæra snúðinn og þá gat hann valið... hann vildi vera Obi-wan Kenobi úr Star Wars III... ( nákvæmlega með öllu) jæja... gott mál þetta var ákveðið fyrir svona viku síðan... jæja ég leitaðu útum allt að tilbúnum búningum en komst fljótlega að því að þessi eini sanni er ekki til, þannig að nú reyndi á nýju saumavélina sem ég fékk í útskriftagjöf og getu mína til að stjórna henni... Ég fór á netið og fann mynd af hetjunni sem er svona tilbeðin á þessu heimili... fann nátturulega milljón og trilljón myndir en horfði mest á þessa sem er hér fyrir ofan...
Jæja... eftir 2 daga með hugann við þessa yndislegu Star Wars persónu og nokkrar áhorfstundir á myndina sjálfa hófst ég handa við að sníða, sauma, klippa, laga, líma og allskonar úrlausnir til að hafa þetta nú eins flott og ég gat á þessum stutta tíma... Svo vaknaði Hetjan mín í morgun og rak upp stór augu og gleði bros þegar hann sá að búningurinn var tilbúinn... og vildi náttúrulega fara af stað kl. 6 þegar hann vaknaði.. hehehee.. mamman var EKKI tilbúin í það...
Það var svo um 11 leitið að mamman sagði stóra JÆJA... og allf fór á fullt... hetjan klædd í og málaður þannig sem ég kann best.. hehehe... og lagt í hann... Þegar niður á Glerártorg var komið tók á móti okkur drunur og mikill hávaði því að verslunarmiðstöðin var full af börnum, argandi, gargandi, hlaupandi og hoppandi af spenningi yfir þessu annas skemmitlega degi... það var inná mill undur fagur söngur sem maður heyði ef maður lagði eyrum vel við á börnunum sem voru á undan manni í röðinni. Hetjan mín kom mér vel á óvart því að eftir 2 búðir þegar mamman var búinn að klúðra textanum í 2 lögu tók minn af skarið og sagðist ætla að sjá sjálfur um sönginn einn og sér... Sem hann svo sannalega gerði og eftir því sem við fórum í fleiri búðir verð söngur hans hærri og ákveðnari... einn í hjólastónum sínum, með tilhlökkun í augum og leið greinilega eins og hann ætti heiminn.. sem gladdi mig óendanlega að sjá þetta í honum aftur eftir langan tíma... styrkinn, viljann og getuna.. bræddi mömmuna í klessu... Hann meira að segja söng í þeim búðum þar sem nammið bar búið því að honum fannst það bara gaman að fá að syngja fyrir hrós... maður þarf ekki alltaf að fá nammi sagði hann bara... og brosti... Þvílík Hetja...
Hér sjáið þið hann tilbúinn að fara á Glerártorg... ( það vantar verðið á myndina því að hann þurfti að nota hendurnar til að stiðja sig við rúmmið :o) )
Jæja... nú er Hetjan og mamman voða þreitt og lúin bæði eftir daginn þannig að við ætlum að fara að kúra okkur... Guð geymi ykkur öll...
Athugasemdir
Ekkert smá flottur!
Þú ert greinilega flink á saumavélina eins og annað
Bestu öskudagskveðjur úr austrinuákafiísnjó
Þórunn......., 25.2.2009 kl. 17:45
Hallo sæta
Viðtalið kom vel út rosalega og þetta hefur vakið mikil viðbrögð hjá fólki, þú veist alltaf af okkur elskan mín og ef að við komum norður um páskanna knúsum við ykkur og dekrum við ykkur það er kominn tími að kellan fái smá knús frá okkur.
knúsknús
Hrönnsla og Haddi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 21:36
Vá, flottur og duglegur er hetjan þín, og ákveðinn . Hann lætur sko ekkert buga sig þessi ungi og ákveðni herra, það er ég löngu búin að sjá á skrifum hjá þér og núna á þessari mynd sé ég það bara. Þessi drengur á eftir að ná langt með sinni ákveðni. Hann lætur ekkert stoppa sig. Hetjan er heppinn að eiga mömmu eins og þig og þú ert heppin að eiga hetju eins og hann. ;) Ég fekk tár í augun þegar ég las færsluna þína um ákveðni og gleiði hans og þakklæti fyrir það sem mamman saumaði . Knús knús til ykkar ;)
Aprílrós, 25.2.2009 kl. 22:59
Æðislegur búningur! Þú ert bara snillingur Magga mín ég klökknaði yfir þessum pistli þínum, litla hetjan þín er algjör hetja og þið bæði!
Knús frá mér til þín
Jokka (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 10:00
Ég dáist að ykkur og þetta er falleg frásögn.
Hulda Margrét Traustadóttir, 27.2.2009 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.