Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Þannig fór um baráttu einstæðu móðurinnar við kerfið...
Já... þetta eru allt gleði fréttir... núna líður mér ekki lengur eins og móðursjúka mamman í þorpinu sem er endlaust að væla um að þetta sé svo ervitt og að ég eigi í leiðinni bara að vera útí horni og þakka fyrir að vera til... Ég hafði rétt fyrir mér ( og margir í kringum mig)... mér er létt... Mér þykir leitt að heyra að þetta sé ekki einsdæmi en það er óskandi að við séum þá síðustu tilfellin.... því að þetta gerir svona veikindi margfalt erviðari en ella...
Ég vildi að saga mín myndi líka vekja bankakerfið frá steinroti fyrir því hvernig þeir þykjast "aðstoða" heimilin í landinu... en það er víst lítil von um að þeir hafi mannúðina með sér í vinnuna...
Elsku lesdur... yndislega fólk... stuðningsaðilar í hugar og verki... TAKK FYRIR ALLT... þið veitið mér mikinn styrk og getu til að halda áfram í þessu öllu sem hér dynur á.. KNÚS á YKKUR ÖLL...
Guð geymi ykkur .....
Athugasemdir
Þú stendur þig vel Margrét, knús og baráttukveðjur
Sturla Snorrason, 24.2.2009 kl. 21:49
Gott að heyra og gangi ykkur vel :)
Hólmgeir Karlsson, 24.2.2009 kl. 22:30
Gott að heyra, loksins virðist e-hvað vera að gerast, og hvað á svo að gera??
Jokka (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 08:32
Elsku bestasta vinkona mín... það hlaut að koma að því að þetta færi að ganga ykkur í haginn....
Það er dugnaður ykkar sem hefur skilað þessum árangri og fyrir það eigið þið hrós fyrir og svo eitthvað miklu meira sem ég bara á ekki til orð fyrir.... og þú veist að ég á yfirleitt til nóg af orðum ;)
Frábært hvernig hlutirnir eru að æxlast og bara vonandi verður þetta til þess að þið getið bæði farið að einbeita ykkur að láta ykkur batna, þér veitir ekkert minna af því elskan en litla hetjan að fá bata
Þetta með móðursjúku mömmuna í þorpinu, hugsaðu um það sem kost en ekki galla... það skilaði ykkur á þann stað sem þið eruð að komast á í dag þannig að þú mátt vera stolt af því bara. Horfðu á það sem jákvæðan hlut fallegust...
Kossar og knús á ykkur og skilaðu góðum kveðjum til mömmu þinnar þið eruð öll hetjur og okkur hinum mikil hvattning
Monika Margrét Stefánsdóttir, 25.2.2009 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.