Frétt af RÚV...

Beið í 13 mánuði vegna mistaka

Beið í 13 mánuði vegna mistaka

Móðir langveiks barns á Akureyri gagnrýnir Akureyrarbæ fyrir seinagang og skort á upplýsingaflæði en það hefur tekið rúmt ár að koma málefnum fjölskyldunnar í réttan farveg. Framkvæmdarstjóri Búsetudeildar bæjarins segir að mistök hafi átt sér stað og í kjölfarið verði verklagsreglur innan deilda bæjarins endurskoðaðar.

Guðlaugur Ragnar Rafnsson sjö ára hefur glímt við erfið veikindi í rúmt ár. Hann hefur misst heyrn á öðru eyra og í kjölfar lyfjagjafar hefur hann orðið fyrir taugaskemmdum í fótum og getur nú ekki gengið. Margrét Ingibjörg Lindquist móðir Guðlaugs Ragnar gagnrýnir Akureyrarbæ fyrir seinagang og skort á upplýsingaflæði.

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdarstjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar segir gagnrýnina réttmæti, mistök hafi átt sér stað. Kristín segir að nú verði verklagsreglur innan deilda bæjarins endurskoðaðar en erfitt sé að koma alveg í veg fyrir að mistök eigi sér stað innan kerfisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

jesssss

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 24.2.2009 kl. 17:44

2 identicon

Elsku Magga.... þér tókst það að vekja kerfið upp úr dásvefni..... mikið rosalega er ég stolt af þér....Knús til þín.... Sigrún

Sigrún B. Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband